Heimir vonar að Aron og Kolbeinn spili á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 11:00 Kolbeinn Sigþórsson er allur að koma til eftir meiðsli. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er vongóður um að þeir Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson muni koma við sögu í æfingaleiknum gegn Noregi ytra á morgun. Báðir hafa verið að glíma við meiðsli en Aron Einar sagði á blaðamannafundi landsliðsins í Ósló í dag að honum líði vel. Kolbeinn er sömuleiðis á góðum batavegi. „Ég vona að þeir geti eitthvað spilað á morgun. Það er langt síðan að þeir spiluðu og þetta eru einmitt leikir sem við hugsuðum fyrir þá leikmenn sem hættu að spila með félagsliðum sínum fyrir nokkru síðan,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum. „Við erum ánægðir með sjúkraliðið okkar og hvað það hefur gert góða hluti. Standið á leikmönnum er gott.“ Arnór Ingvi Traustason missti af síðstu leikjum sínum með Norrköping í Svíþjóð en Heimir sagði að hann hafi komið vel úr æfingunni í gær. „Hann var með á allri æfingunni og engin slæm viðbrögð. Hann er því bara klár.“ Heimir sagði að þeir leikmenn sem hafa spilað mikið með félagsliðum sínum á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur munu fá frí á morgun. Meðal þeirra er markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Ísland skilar 23 manna lista sínum til Knattspyrnusambands Evrópu í kvöld en það verður endanlegur EM-hópur Íslands. „Hann er í sjálfu sér opinn ennþá og verður það þangað til að við skilum honum í kvöld. Það er ekkert í stöðunni núna, nema að eitthvað gerist á æfingunni á eftir, sem fengi okkur til að breyta honum,“ sagði Heimir. „En auðvitað voru tímapunktar í þessu ferli þar sem maður hugsaði „hvað ef?“ en sem betur fer kom ekki til þess.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er vongóður um að þeir Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson muni koma við sögu í æfingaleiknum gegn Noregi ytra á morgun. Báðir hafa verið að glíma við meiðsli en Aron Einar sagði á blaðamannafundi landsliðsins í Ósló í dag að honum líði vel. Kolbeinn er sömuleiðis á góðum batavegi. „Ég vona að þeir geti eitthvað spilað á morgun. Það er langt síðan að þeir spiluðu og þetta eru einmitt leikir sem við hugsuðum fyrir þá leikmenn sem hættu að spila með félagsliðum sínum fyrir nokkru síðan,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum. „Við erum ánægðir með sjúkraliðið okkar og hvað það hefur gert góða hluti. Standið á leikmönnum er gott.“ Arnór Ingvi Traustason missti af síðstu leikjum sínum með Norrköping í Svíþjóð en Heimir sagði að hann hafi komið vel úr æfingunni í gær. „Hann var með á allri æfingunni og engin slæm viðbrögð. Hann er því bara klár.“ Heimir sagði að þeir leikmenn sem hafa spilað mikið með félagsliðum sínum á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur munu fá frí á morgun. Meðal þeirra er markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Ísland skilar 23 manna lista sínum til Knattspyrnusambands Evrópu í kvöld en það verður endanlegur EM-hópur Íslands. „Hann er í sjálfu sér opinn ennþá og verður það þangað til að við skilum honum í kvöld. Það er ekkert í stöðunni núna, nema að eitthvað gerist á æfingunni á eftir, sem fengi okkur til að breyta honum,“ sagði Heimir. „En auðvitað voru tímapunktar í þessu ferli þar sem maður hugsaði „hvað ef?“ en sem betur fer kom ekki til þess.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58
Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30
Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30
Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30