Framarar spila fyrsta heimaleik sinn í Inkasso-deildinni í kvöld og þetta verður einnig fyrsti leikur ársins á Þjóðarleikvanginum í Laugardal.
Fram tekur á móti Haukum klukkan 19.15 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Það er alltaf viss tímamót þegar fyrsti leikur ársins er spilaður á Laugardalsvellinum og það verður fróðlegt að sjá hvernig völlurinn kemur undan vetrinum.
Þetta verður langt tímabil því síðustu heimaleikir karlalandsliðsins verða tveir leikir með þriggja daga millibili í byrjun október.
Reyndar gæti kvennalandsliðið einnig þurft að spila á vellinum í lok október en aðeins ef liðið þarf að fara í umspil um sæti á EM. Stelpurnar eru hinsvegar á góðri leið með að komast á EM án þess að þurfa að fara í umspil eins og í síðustu tvö skipti.
Framliðið hefur ekki byrjað vel í Inkasso-deildinni og liðið á enn eftir að skora mark eftir tvær umferðir. Fyrstu tveir leikir Safamýrarliðsins fóru báðir fram á Akureyri og Framarar náðu stigi í seinni leiknum sem var á móti Þór.
Haukarnir unnu hinsvegar frábæran 4-1 sigur á KA í síðustu umferð og fengu þá sín fyrstu stig eftir 3-2 tap í Grindavík í fyrstu umferðinni.
Framarar vilja vinna fyrsta leikinn í b-deildinni fyrr en í fyrrasumar en hann kom þá ekki fyrr en í byrjun júní og þá í fimmta leik.
Fram fengu ekki leyfi frá KSÍ til að spila leiki sína í Úlfarsárdal og á meðan framkvæmdum stendur mun Fram því leika á Laugardalsvellinum. Félagið mun hinsvegar spila alla heimaleiki félagsins Úlfarsárdal þegar framkvæmdir við svæði félagsins eru komnar á það stig að félagið geti uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til þess m.a. í leyfiskerfi KSÍ.
Það eru fleiri leikir á Laugardalsvellinum á næstunni, fyrst tveir aðrir heimaleikir Framliðsins og svo A-landsleikir tvö kvöld í röð í júní. Karlalandsliðið mætir fyrst Liechtenstein í vináttulandsleik mánudagskvöldið 6. júní og kvöldið eftir spilar kvennalandsliðið þar á móti Makedóníu í undankeppni EM.
Fyrsti leikur ársins á Laugardalsvellinum verður sýndur beint í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn
Íslenski boltinn

„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn

Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn



Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum
Íslenski boltinn