Maðurinn sem slasaðist var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. maí 2016 13:45 Hífa þurfti manninn upp með þyrlu þar sem ljóst var að erfitt væri að koma börum til hans. Vísir/Björgunarfélag Ísafjarðar Ferðamaðurinn sem bjarga þurfti úr Naustahvilft í fjallinu fyrir ofan flugvöllinn á Ísafirði í gær var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu. Það voru vinir hans þrír ekki heldur. Maðurinn ökklabraut sig eftir að hafa lent í grjóthruni og gerði brattinn þar sem þeir voru aðstæður til björgunar gífurlega erfiðar. „Þeir voru alls ekki búnir, hvorki í fatnaði eða skófatnaði til þess að fara í fjallgöngu,“ segir Eggert Stefánsson sem situr í svæðisstjórn björgunarsveita á norðanverðum Vestfjörðum. „Þeir voru heldur ekki með neinn klifurbúnað sem til þarf þegar menn eru komnir á þær slóðir sem þeir voru á.“ Mennirnir voru komnir töluvert lengra upp fjallið en hefðbundin gönguleið leyfir en hún endar í 225 metra hæð yfir sjávarmáli. Mennirnir voru komnir langleiðina upp að brún eða í 500 – 600 metra hæð þegar slysið átti sér stað. „Þar er snarbratt og jarðvegurinn laus. Þarna getur komið grjóthrun sem varð akkúrat raunin núna, því sá sem slasaðist fékk á sig stein.“Lagt var af stað með börur upp fjallið en aðeins reyndustu fjallgöngumenn gátu komist til þeirra og alls óvíst að hægt væri að koma börunum alla leið á slysstað.Vísir/Björgunarfélag ÍsafjarðarErfiðar björgunaraðstæðurEftir slysið dreifðust félagarnir fjórir. Einn var eftir hjá slösuðum vini sínum á meðan hinir tveir héldu niður á leið til þess að sækja hjálp. Björgunaraðstæður voru mjög erfiðar að sögn Eggerts vegna bratta. „Það var það mikill bratti þarna á staðnum að það var óvíst að það væri hægt að koma honum í börur ef til þess hefði þurft. Björgunarmenn þurftu að setja upp tryggingar og línur. Það fór enginn þarna efst í fjallið nema vönustu fjallamenn. Sem betur fer þá gat þyrlan svo athafnað sig þarna og þeir gátu híft hann upp í búnaði sem þeir voru með.“ Eggert segir að það hafi verið mesta mildi að ekki hafi farið verr. „Mér skilst að það hafi komið steinn aftan að hann. Hann slasaðist mikið á vinstri fæti og ökklinn brotnaði. Síðan voru björgunarmenn þarna í nokkurri hættu, því það var grjóthrun á meðan þeir voru þarna.“Er mikið um að erlendir ferðamenn séu að koma sér í hættulegar aðstæður?„Kannski ekki mikið en þetta er að gerast af og til. Það eru nokkur dæmi um þetta bæði hér í firðinum og í nágrenni. Þeir koma sér í aðstæður sem þeir koma sér ekki hjálparlaust út úr. Sem betur fer er ekki mikið um að þeir slasist en þurfa þó aðstoð. Koma sér í sjálfheldu eða verða hræddir.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sækja slasaðan göngumann Talið að maðurinn sé fótbrotinn. 19. maí 2016 22:12 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Ferðamaðurinn sem bjarga þurfti úr Naustahvilft í fjallinu fyrir ofan flugvöllinn á Ísafirði í gær var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu. Það voru vinir hans þrír ekki heldur. Maðurinn ökklabraut sig eftir að hafa lent í grjóthruni og gerði brattinn þar sem þeir voru aðstæður til björgunar gífurlega erfiðar. „Þeir voru alls ekki búnir, hvorki í fatnaði eða skófatnaði til þess að fara í fjallgöngu,“ segir Eggert Stefánsson sem situr í svæðisstjórn björgunarsveita á norðanverðum Vestfjörðum. „Þeir voru heldur ekki með neinn klifurbúnað sem til þarf þegar menn eru komnir á þær slóðir sem þeir voru á.“ Mennirnir voru komnir töluvert lengra upp fjallið en hefðbundin gönguleið leyfir en hún endar í 225 metra hæð yfir sjávarmáli. Mennirnir voru komnir langleiðina upp að brún eða í 500 – 600 metra hæð þegar slysið átti sér stað. „Þar er snarbratt og jarðvegurinn laus. Þarna getur komið grjóthrun sem varð akkúrat raunin núna, því sá sem slasaðist fékk á sig stein.“Lagt var af stað með börur upp fjallið en aðeins reyndustu fjallgöngumenn gátu komist til þeirra og alls óvíst að hægt væri að koma börunum alla leið á slysstað.Vísir/Björgunarfélag ÍsafjarðarErfiðar björgunaraðstæðurEftir slysið dreifðust félagarnir fjórir. Einn var eftir hjá slösuðum vini sínum á meðan hinir tveir héldu niður á leið til þess að sækja hjálp. Björgunaraðstæður voru mjög erfiðar að sögn Eggerts vegna bratta. „Það var það mikill bratti þarna á staðnum að það var óvíst að það væri hægt að koma honum í börur ef til þess hefði þurft. Björgunarmenn þurftu að setja upp tryggingar og línur. Það fór enginn þarna efst í fjallið nema vönustu fjallamenn. Sem betur fer þá gat þyrlan svo athafnað sig þarna og þeir gátu híft hann upp í búnaði sem þeir voru með.“ Eggert segir að það hafi verið mesta mildi að ekki hafi farið verr. „Mér skilst að það hafi komið steinn aftan að hann. Hann slasaðist mikið á vinstri fæti og ökklinn brotnaði. Síðan voru björgunarmenn þarna í nokkurri hættu, því það var grjóthrun á meðan þeir voru þarna.“Er mikið um að erlendir ferðamenn séu að koma sér í hættulegar aðstæður?„Kannski ekki mikið en þetta er að gerast af og til. Það eru nokkur dæmi um þetta bæði hér í firðinum og í nágrenni. Þeir koma sér í aðstæður sem þeir koma sér ekki hjálparlaust út úr. Sem betur fer er ekki mikið um að þeir slasist en þurfa þó aðstoð. Koma sér í sjálfheldu eða verða hræddir.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sækja slasaðan göngumann Talið að maðurinn sé fótbrotinn. 19. maí 2016 22:12 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira