Maðurinn sem slasaðist var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. maí 2016 13:45 Hífa þurfti manninn upp með þyrlu þar sem ljóst var að erfitt væri að koma börum til hans. Vísir/Björgunarfélag Ísafjarðar Ferðamaðurinn sem bjarga þurfti úr Naustahvilft í fjallinu fyrir ofan flugvöllinn á Ísafirði í gær var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu. Það voru vinir hans þrír ekki heldur. Maðurinn ökklabraut sig eftir að hafa lent í grjóthruni og gerði brattinn þar sem þeir voru aðstæður til björgunar gífurlega erfiðar. „Þeir voru alls ekki búnir, hvorki í fatnaði eða skófatnaði til þess að fara í fjallgöngu,“ segir Eggert Stefánsson sem situr í svæðisstjórn björgunarsveita á norðanverðum Vestfjörðum. „Þeir voru heldur ekki með neinn klifurbúnað sem til þarf þegar menn eru komnir á þær slóðir sem þeir voru á.“ Mennirnir voru komnir töluvert lengra upp fjallið en hefðbundin gönguleið leyfir en hún endar í 225 metra hæð yfir sjávarmáli. Mennirnir voru komnir langleiðina upp að brún eða í 500 – 600 metra hæð þegar slysið átti sér stað. „Þar er snarbratt og jarðvegurinn laus. Þarna getur komið grjóthrun sem varð akkúrat raunin núna, því sá sem slasaðist fékk á sig stein.“Lagt var af stað með börur upp fjallið en aðeins reyndustu fjallgöngumenn gátu komist til þeirra og alls óvíst að hægt væri að koma börunum alla leið á slysstað.Vísir/Björgunarfélag ÍsafjarðarErfiðar björgunaraðstæðurEftir slysið dreifðust félagarnir fjórir. Einn var eftir hjá slösuðum vini sínum á meðan hinir tveir héldu niður á leið til þess að sækja hjálp. Björgunaraðstæður voru mjög erfiðar að sögn Eggerts vegna bratta. „Það var það mikill bratti þarna á staðnum að það var óvíst að það væri hægt að koma honum í börur ef til þess hefði þurft. Björgunarmenn þurftu að setja upp tryggingar og línur. Það fór enginn þarna efst í fjallið nema vönustu fjallamenn. Sem betur fer þá gat þyrlan svo athafnað sig þarna og þeir gátu híft hann upp í búnaði sem þeir voru með.“ Eggert segir að það hafi verið mesta mildi að ekki hafi farið verr. „Mér skilst að það hafi komið steinn aftan að hann. Hann slasaðist mikið á vinstri fæti og ökklinn brotnaði. Síðan voru björgunarmenn þarna í nokkurri hættu, því það var grjóthrun á meðan þeir voru þarna.“Er mikið um að erlendir ferðamenn séu að koma sér í hættulegar aðstæður?„Kannski ekki mikið en þetta er að gerast af og til. Það eru nokkur dæmi um þetta bæði hér í firðinum og í nágrenni. Þeir koma sér í aðstæður sem þeir koma sér ekki hjálparlaust út úr. Sem betur fer er ekki mikið um að þeir slasist en þurfa þó aðstoð. Koma sér í sjálfheldu eða verða hræddir.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sækja slasaðan göngumann Talið að maðurinn sé fótbrotinn. 19. maí 2016 22:12 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Sjá meira
Ferðamaðurinn sem bjarga þurfti úr Naustahvilft í fjallinu fyrir ofan flugvöllinn á Ísafirði í gær var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu. Það voru vinir hans þrír ekki heldur. Maðurinn ökklabraut sig eftir að hafa lent í grjóthruni og gerði brattinn þar sem þeir voru aðstæður til björgunar gífurlega erfiðar. „Þeir voru alls ekki búnir, hvorki í fatnaði eða skófatnaði til þess að fara í fjallgöngu,“ segir Eggert Stefánsson sem situr í svæðisstjórn björgunarsveita á norðanverðum Vestfjörðum. „Þeir voru heldur ekki með neinn klifurbúnað sem til þarf þegar menn eru komnir á þær slóðir sem þeir voru á.“ Mennirnir voru komnir töluvert lengra upp fjallið en hefðbundin gönguleið leyfir en hún endar í 225 metra hæð yfir sjávarmáli. Mennirnir voru komnir langleiðina upp að brún eða í 500 – 600 metra hæð þegar slysið átti sér stað. „Þar er snarbratt og jarðvegurinn laus. Þarna getur komið grjóthrun sem varð akkúrat raunin núna, því sá sem slasaðist fékk á sig stein.“Lagt var af stað með börur upp fjallið en aðeins reyndustu fjallgöngumenn gátu komist til þeirra og alls óvíst að hægt væri að koma börunum alla leið á slysstað.Vísir/Björgunarfélag ÍsafjarðarErfiðar björgunaraðstæðurEftir slysið dreifðust félagarnir fjórir. Einn var eftir hjá slösuðum vini sínum á meðan hinir tveir héldu niður á leið til þess að sækja hjálp. Björgunaraðstæður voru mjög erfiðar að sögn Eggerts vegna bratta. „Það var það mikill bratti þarna á staðnum að það var óvíst að það væri hægt að koma honum í börur ef til þess hefði þurft. Björgunarmenn þurftu að setja upp tryggingar og línur. Það fór enginn þarna efst í fjallið nema vönustu fjallamenn. Sem betur fer þá gat þyrlan svo athafnað sig þarna og þeir gátu híft hann upp í búnaði sem þeir voru með.“ Eggert segir að það hafi verið mesta mildi að ekki hafi farið verr. „Mér skilst að það hafi komið steinn aftan að hann. Hann slasaðist mikið á vinstri fæti og ökklinn brotnaði. Síðan voru björgunarmenn þarna í nokkurri hættu, því það var grjóthrun á meðan þeir voru þarna.“Er mikið um að erlendir ferðamenn séu að koma sér í hættulegar aðstæður?„Kannski ekki mikið en þetta er að gerast af og til. Það eru nokkur dæmi um þetta bæði hér í firðinum og í nágrenni. Þeir koma sér í aðstæður sem þeir koma sér ekki hjálparlaust út úr. Sem betur fer er ekki mikið um að þeir slasist en þurfa þó aðstoð. Koma sér í sjálfheldu eða verða hræddir.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sækja slasaðan göngumann Talið að maðurinn sé fótbrotinn. 19. maí 2016 22:12 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Sjá meira