Handbolti

Einar Andri: Mosfellingar nutu ekki sömu virðingar hjá dómurunum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem hann ræddi tap Aftureldingar gegn Haukum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

„Við erum á réttri braut, það áttu ekki margir von á því að við kæmumst í úrslit tvö ár í röð þrátt fyrir að við höfuð tapað báðum leikjunum. Að tapa í úrslitum tvö ár í röð sýnir að við erum ekki nægilega góðir og við þurfum að verða betri.“

Besta dómarapar landsins sá um síðustu tvo leiki einvígisins en Mosfellingum fannst dómararnir vera hliðhollir Haukum.

„Nú þegar tímabilið er búið get ég tjáð mig um þetta. Ég var ofboðslega svekktur með dómgæsluna í fjórða leiknum þar sem þeir misstu af tveimur augljósum brottvísununum og eitt af mörkum Hauka kom eftir augljóst skref,“ sagði Einar Andri og hélt áfram:

„Mín upplifun núna strax eftir leik er sú að þessir strákar njóti ekki fullkominnar virðingar miðað við þá sem eiga að vera stjörnur í þessari deild. Þeir eiga meiri virðingu skilið eftir að hafa komist í úrslit tvö ár í röð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×