„Í fyrri hálfleiknum fannst mér við vera heilt yfir betra liðið fyrir utan þessa einu sókn sem þeir fá og skora úr,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld.
KR tapaði fyrir Breiðablik, 1-0, í 5. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld og er liðið aðeins með 6 stig eftir fimm umferðir í deildinni.
„Við missum einbeitinguna í smá stund, og þeir skora. Annars eru við bara fínir í hálfleiknum. Það var erfitt við þá að eiga í seinni hálfleiknum. Þeir lögðust enn meira til baka og ég hefði viljað sjá okkur skapa fleiri færi.“
Bjarni sagðist hafa séð mark Indriða sem löglegt og var nokkuð hissa á dómnum. „Þú getur rétt ímyndað þér hversu svekktur ég er en ég græði lítið á því að kvarta undan því hér.“
Hann segist ekki vera ánægður með uppskeruna eftir fimm umferðir. Einn sigur og þrjú jafntefli.
Bjarni: Þú getur rétt ímyndað þér hversu svekktur ég er

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 | Höskuldur hetja Blika gegn KR | Sjáðu markið
Breiðablik náði að svara fyrir óvænt tap gegn Þrótti í síðustu umferð með mikilvægum 1-0 sigri á KR á heimavelli í kvöld en með sigrinum lyftu Blikar sér upp í 5. sæti Pepsi-deildarinnar.