Hrafnhildur: Ég held að þær séu orðnar svolítið smeykar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 19:15 Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Hafnarfirði vann þrenn verðlaun á Evrópumótinu í London í síðustu viku og Arnar Björnsson hitti hana á heimili hennar í dag. Hrafnhildur var þá nýkomin heim en samt búin að fara sína fyrstu æfingu eftir Evrópumótið. Hrafnhildur vann silfurverðlaun í 50 metra og 100 metra bringusundi í London og ennfremur brons í 200 metra sundi en engin íslenska sundkona hafði áður unnið verðlaun á stórmóti í 50 metra lauginni. Hrafnhildur fékk ekki langt frí eftir EM í London en hún kom heim í gærkvöldi og mætti á sína fyrstu æfingu í morgun. „Ég er búin að átta mig aðeins meira á þessu núna eftir að ég kom heim. Þetta var þvílíkt ferðalag þarna út og rosalega gaman að fá allan þennan stuðning og öll skilaboðin á fésbókinni og allt það. Það var samt ekki fyrr en ég kom heim og fékk þessar þvílíkur móttökur á flugvellinum frá fjölskyldu og vinum þá fattaði ég að þetta gerðist," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.Hrafnhildur Lúthersdóttir með fyrsta silfrið sem hún vann á EM.Vísir/EPA„Fólk er að stoppa mig í lauginni og út á götu til að segja: Til hamingju eða ég þekki þig ekki neitt en til hamingju. Það er rosalega gaman," segir Hrafnhildur en hvernig taka keppninautar hennar uppkomu hennar. „Ég held að þær séu orðnar svolítið smeykar," sagði Hrafnhildur hlæjandi en bætti svo við: „Ég hef alltaf verið að synda með þeim og svoleiðis á öðrum mótum. Ég hef séð þær og þær vita kannski hver ég er en hafa aldrei talað almennilega við mig," sagði Hrafnhildur. „Það var ekki fyrr en ég fór í úrslit á HM í Kazan að ég var kominn í elítuhópinn og þá var hægt að tala við mig. Þá var byrjað að spyrja hvernig gengi og ég var kominn upp í hópinn með þeim," sagði Hrafnhildur. „Þá gat heimsmethafinn talað við mig því ég hef komist í úrslit," sagði Hrafnhildur hlæjandi en hún fær ekki mikla hvíld enda á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Þetta verður mikill undirbúningur en þetta er líka fljótt að liða enda bara einhverjir tvær mánuðir í leikana. Nú verð ég bara að æfa á fullu fram að því, koma mér í betra form og fíngera smáatriðin," sagði Hrafnhildur sem var ekkert að biðja um smá frí eftir öll verðlaunin í London. „Ég er tilbúin að fara í laugina aftur. Ég fékk smá frí þegar ég var að ferðast til Íslands. Ég var svo spennt eftir þetta að geta farið til Ríó til að sýna hvað ég get gert. Ég ætla að synda eins hratt og ég get og hafa gaman að því. Markmiðið er að komast í úrslit og um leið og maður kemst í úrslit þá getur allt gerst. Þegar maður er með braut þá á maður möguleika," sagði Hrafnhildur en það má sjá allt viðtal Arnars við Hrafnhildi í spilaranum hér fyrir ofan. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Stefnan sett á að toppa í Ríó Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til þrennra verðlauna í 50 metra laug á EM í London sem lauk í gær. Hún gerði sér ekki vonir um að ná svona góðum árangri enda í stífum æfingum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. 23. maí 2016 06:00 Hrafnhildur fékk fleiri medalíur en Norðmenn, Finnar og Rússar Hrafnhildur Lúthersdóttir, sunddrottning úr SH, lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í dag en hún vann alls þrjá verðlaunapeninga á mótinu. 22. maí 2016 16:30 Hrafnhildur: Gæti ekki verið ánægðari Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til tvennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á EM í 50 metra laug í London. 22. maí 2016 17:40 Annað silfur Hrafnhildar | Komin með þrjár medalíur Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London sem lauk nú rétt í þessu. 22. maí 2016 15:19 Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet er hún komst í úrslit Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet þegar hún komst í úrslit í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London þegar hún kom í mark á 30,83 sekúndu. 21. maí 2016 15:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Sjá meira
Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Hafnarfirði vann þrenn verðlaun á Evrópumótinu í London í síðustu viku og Arnar Björnsson hitti hana á heimili hennar í dag. Hrafnhildur var þá nýkomin heim en samt búin að fara sína fyrstu æfingu eftir Evrópumótið. Hrafnhildur vann silfurverðlaun í 50 metra og 100 metra bringusundi í London og ennfremur brons í 200 metra sundi en engin íslenska sundkona hafði áður unnið verðlaun á stórmóti í 50 metra lauginni. Hrafnhildur fékk ekki langt frí eftir EM í London en hún kom heim í gærkvöldi og mætti á sína fyrstu æfingu í morgun. „Ég er búin að átta mig aðeins meira á þessu núna eftir að ég kom heim. Þetta var þvílíkt ferðalag þarna út og rosalega gaman að fá allan þennan stuðning og öll skilaboðin á fésbókinni og allt það. Það var samt ekki fyrr en ég kom heim og fékk þessar þvílíkur móttökur á flugvellinum frá fjölskyldu og vinum þá fattaði ég að þetta gerðist," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.Hrafnhildur Lúthersdóttir með fyrsta silfrið sem hún vann á EM.Vísir/EPA„Fólk er að stoppa mig í lauginni og út á götu til að segja: Til hamingju eða ég þekki þig ekki neitt en til hamingju. Það er rosalega gaman," segir Hrafnhildur en hvernig taka keppninautar hennar uppkomu hennar. „Ég held að þær séu orðnar svolítið smeykar," sagði Hrafnhildur hlæjandi en bætti svo við: „Ég hef alltaf verið að synda með þeim og svoleiðis á öðrum mótum. Ég hef séð þær og þær vita kannski hver ég er en hafa aldrei talað almennilega við mig," sagði Hrafnhildur. „Það var ekki fyrr en ég fór í úrslit á HM í Kazan að ég var kominn í elítuhópinn og þá var hægt að tala við mig. Þá var byrjað að spyrja hvernig gengi og ég var kominn upp í hópinn með þeim," sagði Hrafnhildur. „Þá gat heimsmethafinn talað við mig því ég hef komist í úrslit," sagði Hrafnhildur hlæjandi en hún fær ekki mikla hvíld enda á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Þetta verður mikill undirbúningur en þetta er líka fljótt að liða enda bara einhverjir tvær mánuðir í leikana. Nú verð ég bara að æfa á fullu fram að því, koma mér í betra form og fíngera smáatriðin," sagði Hrafnhildur sem var ekkert að biðja um smá frí eftir öll verðlaunin í London. „Ég er tilbúin að fara í laugina aftur. Ég fékk smá frí þegar ég var að ferðast til Íslands. Ég var svo spennt eftir þetta að geta farið til Ríó til að sýna hvað ég get gert. Ég ætla að synda eins hratt og ég get og hafa gaman að því. Markmiðið er að komast í úrslit og um leið og maður kemst í úrslit þá getur allt gerst. Þegar maður er með braut þá á maður möguleika," sagði Hrafnhildur en það má sjá allt viðtal Arnars við Hrafnhildi í spilaranum hér fyrir ofan.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Stefnan sett á að toppa í Ríó Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til þrennra verðlauna í 50 metra laug á EM í London sem lauk í gær. Hún gerði sér ekki vonir um að ná svona góðum árangri enda í stífum æfingum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. 23. maí 2016 06:00 Hrafnhildur fékk fleiri medalíur en Norðmenn, Finnar og Rússar Hrafnhildur Lúthersdóttir, sunddrottning úr SH, lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í dag en hún vann alls þrjá verðlaunapeninga á mótinu. 22. maí 2016 16:30 Hrafnhildur: Gæti ekki verið ánægðari Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til tvennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á EM í 50 metra laug í London. 22. maí 2016 17:40 Annað silfur Hrafnhildar | Komin með þrjár medalíur Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London sem lauk nú rétt í þessu. 22. maí 2016 15:19 Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet er hún komst í úrslit Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet þegar hún komst í úrslit í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London þegar hún kom í mark á 30,83 sekúndu. 21. maí 2016 15:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Sjá meira
Stefnan sett á að toppa í Ríó Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til þrennra verðlauna í 50 metra laug á EM í London sem lauk í gær. Hún gerði sér ekki vonir um að ná svona góðum árangri enda í stífum æfingum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. 23. maí 2016 06:00
Hrafnhildur fékk fleiri medalíur en Norðmenn, Finnar og Rússar Hrafnhildur Lúthersdóttir, sunddrottning úr SH, lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í dag en hún vann alls þrjá verðlaunapeninga á mótinu. 22. maí 2016 16:30
Hrafnhildur: Gæti ekki verið ánægðari Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til tvennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á EM í 50 metra laug í London. 22. maí 2016 17:40
Annað silfur Hrafnhildar | Komin með þrjár medalíur Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London sem lauk nú rétt í þessu. 22. maí 2016 15:19
Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet er hún komst í úrslit Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet þegar hún komst í úrslit í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London þegar hún kom í mark á 30,83 sekúndu. 21. maí 2016 15:30