Þingmenn Framsóknar ýmist í liði með formanni eða forsætisráðherra varðandi kosningar í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 24. maí 2016 19:57 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins og forsætisráðhera. vísir/ernir Þingmenn Framsóknarflokksins skiptast í fylkingar með formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eða forsætisráðherranum, Sigurði Inga Jóhannssyni, varðandi það hvort kjósa eigi til þings í haust eða ekki. Þetta segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu en hún sagði á þingi í dag að það væri vanhugsað að hafa þingkosningar í haust. Í ræðu sinni minnti Silja Dögg á árangur ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi kjörtímabili: „Við hljótum að vera sammála um að þetta er einstakur árangur ríkisstjórnarinnar á aðeins þremur árum. Því er það mín skoðun að það hafi verið vanhugsað að samþykkja kosningar nú í haust. Hagsmunum okkar er best borgið með að leyfa núverandi ríkisstjórn að sitja út kjörtímabilið,“ sagði Silja Dögg. Þá sagði hún skuldalækkunaraðgerðirnar, losun hafta og vinnu við húsnæðiskerfið sýna það glöggt hversu vel hafi gengið á kjörtímabilinu.Sjá ræðu Silju hér að neðan.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sagði í viðtali á sunnudaginn að það væri ekkert ákveðið með kosningar í haust. Eru þau ummæli á skjön við það sem forsætisráðherra hefur haldið fram allt frá því hann settist í embættið en seinast í gær sagði Sigurður Ingi í samtali við Vísi að enn væri stefnt að kosningum í haust.Segir suma þingmenn stjórnarandstöðunnar ekkert sérstaklega spennta fyrir kosningum Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg aðspurð að það séu fleiri þingmenn Framsóknar á sömu skoðun og hún; að það eigi að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Einnig játar hún því að þingmenn séu að setja sig á bása með annað hvort formanni eða forsætisráðherra. „Já, menn eru svo sem að gera það," segir Silja Dögg. „Ég hef nú ekki farið í haustalningu innan þingflokksins en það eru margir sem eru sammála mér um að kosningar skulu fara fram næsta vor. Ég var nú bara að nýta þetta tækifæri til að tjá mína skoðun á málinu." Silja segir einnig hafa heyrt í þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna sem vilja ekki kjósa í haust. „Já þetta er það sem ég heyri á göngunum. Þingmenn flokka sem mælast lágir í skoðanakönnunum eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir kosningum eftir því sem ég heyri og telja þetta óðagot þegar uppi er staðið,“ segir Silja Dögg. „Mér finnst blóðugt í ljósti stöðunnar að hleypa öllu í uppnám með kosningum.“Björt framtíð og Samfylkingin vilja kosningar Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna segja þessi ummæli Silja Daggar vera langt frá sannleikanum. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn tilbúinn í kosningar sem allra fyrst. „Þingmönnum Bjartrar framtíðar finnst það mikilvægast að þjóðin fái að kjósa sem allra fyrst. Þessi ummæli eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Brynhildur. Valgerður Bjarnadóttir tekur í sama streng. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Við í Samfylkingunni viljum að það verði kosið í haust og að staðið verði við loforðið. Þó Framsóknarflookkur vilji ekki í kosningar þá finnur hann ekki bandamenn þeirrar skoðunar í okkar röðum,“ segir Valgerður. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins skiptast í fylkingar með formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eða forsætisráðherranum, Sigurði Inga Jóhannssyni, varðandi það hvort kjósa eigi til þings í haust eða ekki. Þetta segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu en hún sagði á þingi í dag að það væri vanhugsað að hafa þingkosningar í haust. Í ræðu sinni minnti Silja Dögg á árangur ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi kjörtímabili: „Við hljótum að vera sammála um að þetta er einstakur árangur ríkisstjórnarinnar á aðeins þremur árum. Því er það mín skoðun að það hafi verið vanhugsað að samþykkja kosningar nú í haust. Hagsmunum okkar er best borgið með að leyfa núverandi ríkisstjórn að sitja út kjörtímabilið,“ sagði Silja Dögg. Þá sagði hún skuldalækkunaraðgerðirnar, losun hafta og vinnu við húsnæðiskerfið sýna það glöggt hversu vel hafi gengið á kjörtímabilinu.Sjá ræðu Silju hér að neðan.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sagði í viðtali á sunnudaginn að það væri ekkert ákveðið með kosningar í haust. Eru þau ummæli á skjön við það sem forsætisráðherra hefur haldið fram allt frá því hann settist í embættið en seinast í gær sagði Sigurður Ingi í samtali við Vísi að enn væri stefnt að kosningum í haust.Segir suma þingmenn stjórnarandstöðunnar ekkert sérstaklega spennta fyrir kosningum Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg aðspurð að það séu fleiri þingmenn Framsóknar á sömu skoðun og hún; að það eigi að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Einnig játar hún því að þingmenn séu að setja sig á bása með annað hvort formanni eða forsætisráðherra. „Já, menn eru svo sem að gera það," segir Silja Dögg. „Ég hef nú ekki farið í haustalningu innan þingflokksins en það eru margir sem eru sammála mér um að kosningar skulu fara fram næsta vor. Ég var nú bara að nýta þetta tækifæri til að tjá mína skoðun á málinu." Silja segir einnig hafa heyrt í þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna sem vilja ekki kjósa í haust. „Já þetta er það sem ég heyri á göngunum. Þingmenn flokka sem mælast lágir í skoðanakönnunum eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir kosningum eftir því sem ég heyri og telja þetta óðagot þegar uppi er staðið,“ segir Silja Dögg. „Mér finnst blóðugt í ljósti stöðunnar að hleypa öllu í uppnám með kosningum.“Björt framtíð og Samfylkingin vilja kosningar Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna segja þessi ummæli Silja Daggar vera langt frá sannleikanum. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn tilbúinn í kosningar sem allra fyrst. „Þingmönnum Bjartrar framtíðar finnst það mikilvægast að þjóðin fái að kjósa sem allra fyrst. Þessi ummæli eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Brynhildur. Valgerður Bjarnadóttir tekur í sama streng. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Við í Samfylkingunni viljum að það verði kosið í haust og að staðið verði við loforðið. Þó Framsóknarflookkur vilji ekki í kosningar þá finnur hann ekki bandamenn þeirrar skoðunar í okkar röðum,“ segir Valgerður.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00
Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00
Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?