Emir Dokara, hægri bakvörður nýliða Ólsara í Pepsi-deild karla í fótbolta, var í gær úrskurðaður í leikbann af aganefnd KSÍ fyrstur allra í Pepsi-deildinni þetta sumarið.
Aganefndin þurfti ekki að úrskurða um neitt þar sem bannið færist sjálfkrafa yfir Dokara vegna spjaldasöfnunnar. Hann er búinn að fá fjögur gul spjöld í fyrstu fimm leikjum Pepsi-deildarinnar en fjögur gul þarf til að fara sjálfkrafa í leikbann.
Dokara fékk gult í fyrsta leik gegn Breiðabliki sem nýliðarnir unnu, 2-1, með frábærum mörkum Þorsteins Más Ragnarssonar og Kenan Turudija, en Bosníumaðurinn tók sér svo stutta pásu frá spjaldasöfnun í sigri á Val í fyrsta heimaleik liðsins.
Dokara fékk svo gult í síðustu þremur leikjum gegn ÍBV á útivelli, Skaganum á heimavelli og í síðasta leik Ólsara gegn Fjölni í Grafarvoginum sem nýliðarnir töpuðu, 5-1.
Þessi öflugi bakvörður getur verið með liðinu þegar Ólsarar mæta Stjörnunni í 32 liða úrslitum bikarsins annað kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Spjöld í deild og bikar voru aðskilin á þar síðasta þingi KSÍ.
Dokara missir aftur á móti af stórleik Ólsara gegn FH í sjöttu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn þar sem leikbann hans tekur gildi í hádeginu á föstudaginn.
Fjögur gul spjöld í fimm leikjum og Dokara fyrstur í bann | Missir af stórleik

Tengdar fréttir

Misstirðu af mörkunum 14 úr Pepsi-deildinni í gær? | Sjáðu þau öll hér
Gary Martin komst á blað fyrir Víking og Viðar Ari Jónsson skorað tryllt mark fyrir Fjölni.

Fjórir leikir verða sýndir beint í 9. umferðinni | Búið að ákveða fleiri sjónvarpsleiki
Hraðmótshluta Pepsi-deildar karla lýkur fyrir EM í Frakklandi en nú er búið að ákveða hvaða leikir verða sýndir beint á sportstöðvum 365 þegar Pepsi-deildin fer aftur af stað eftir Evrópumótið.

Uppbótartíminn: Stormsveitin gat ekki hjálpað FH | Myndbönd
Vísir gerir upp fimmtu umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum.

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Víkingur Ó. 5-1 | Fjölnismenn með stórsigur gegn Ólsurum | Sjáðu mörkin
Fjölnir vann 5-1 stórsigur gegn Víkingi frá Ólafsvík í Grafarvoginum í kvöld. Fjölnir náði þar með í sinn þriðja sigur en Víkingar töpuðu sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni þetta árið.