Af hverju mælist Trump með meira fylgi en Clinton? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2016 14:19 Hillary Clinton og Donald Trump munu að öllum líkindum berjast um það næstu mánuði hvort þeirra verður næsti forseti Bandaríkjanna. vísir/getty Það hefur vakið nokkra athygli að í könnun sem RealClearPolitics gerði á dögunum um fylgi þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sigldi sá síðarnefndi fram úr og mældist með 43,4 prósenta fylgi á meðan Clinton var með 43,2 prósent. Er þetta í fyrsta skipti sem Trump mælist með meira fylgi en Clinton í könnun. Hann er forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins en Clinton sækist eftir útnefningu Demókrata. Í umfjöllun BBC um þessa stöðu eru tilteknar nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna Trump mælist nú hærri en Clinton í skoðanakönnun, en í fyrsta lagi er tiltekin sú staðreynd að repúblikanar virðast hafa sameinast um að styðja Trump. Þannig lítur út fyrir að almennir flokksmenn ætli að kjósa Trump þrátt fyrir að ýmsir framámenn í flokknum eins og Mitt Romney tali enn fyrir því að frekar eigi að kjósa óháðan frambjóðanda en Trump. Samkvæmt könnun Washington Post ætla 85 prósent repúblikana að kjósa Trump og könnun New York Times sýnir svipaðar tölur. Þá eru ráðandi öfl í flokknum annað hvort farin að tala með því að kjósa Trump eða hætt að láta í sér heyra, en jafnvel John McCain, sem Trump hefur gert lítið úr, ætlar að kjósa hann.Bernie Sanders etur kappi við Hillary Clinton í forvali demókrata.vísir/gettyStuðningsmenn Clinton líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt Í öðru lagi er Bernie Sanders ákveðið vandamál fyrir Clinton. Hann er enn að keppa við hana í forvali demókrata þó hann eigi í raun litla möguleika á að hljóta útnefningu flokksins og er farinn að sýna klærnar. Þannig fór hann til dæmis fram á endurtalningu í forvalinu í Kentucky þar sem Hillary hafði nauman sigur í liðinni viku. Vandamál Clinton felst þó í öðru, það er í því að stuðningsmenn Sanders virðast ekki ætla að fylkja sér á bak við Clinton. Í nýlegri skoðanakönnun sem You Gov gerði fyrir tímaritið Economist kom fram að 55 prósent stuðningsmanna Sanders ætli sér að kjósa Clinton, 15 prósent hyggjast kjósa Trump en 30 prósent segjast annað hvort ekki vita hvern þeir ætla að kjósa eða ætla að velja einhvern annan. Það ætti því ekki að koma á óvart að 72 prósent þeirra sem styðja Sanders sjá Clinton sem óheiðarlega og segja hana ekki traustsins verða. Þá sýna aðrar kannanir jafnframt að stuðningsmenn Clinton eru líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt.Trump hefur verið mótmælt víða í Bandaríkjunum.vísir/gettyKonur og minnihlutahópar velja Clinton, karlar og hvítir Trump En það er fleira sem veldur Clinton vandræðum eins og til dæmis það hvernig mismunandi þjóðfélagshópar segjast ætla að kjósa. Þannig styðja konur og minnihlutahópar Clinton en það jafnast út því hvítir og karlmenn styðja frekar Trump. Samkvæmt könnun Washington Post styðja 57 prósent hvítra og 57 prósent karla Trump á meðan 69 prósent litaðra og 52 prósent kvenna kjósa Clinton. Þá eru erfitt að segja til um hvernig þeir kjósendur sem hvorki telja sig sem repúblikana eða demókrata munu kjósa en ef marka má kannanir nú hallast þeir frekar að Trump heldur en Clinton. Þannig segjast 48 prósent þeirra frekar ætla að kjósa hann heldur en hana. Í öllu þessu er þó vert að hafa í huga að enn er langt til þess að kosið verði til forseta í Bandaríkjunum en þær fara fram þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi. Þannig er á það bent í umfjöllun BBC að árið 1980 mældist Jimmy Carter með meira fylgi en Ronald Reagan snemma í skoðanakönnunum og það sama var uppi á teningum árið 2008 þegar John McCain atti kappi við Barack Obama. Það er því langt því frá öruggt að Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna en það er sannarlega áhugavert hversu mikla keppni hann veitir Clinton miðað við það hversu margir afskrifuðu hann þegar hann bauð sig upphaflega fram í forvali repúblikana. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Átök fyrir utan kosningafund Trump Mótmælendur brutu rúður í nærliggjandi byggingum og köstuðu grjóti í átt að lögreglu. 25. maí 2016 08:07 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Það hefur vakið nokkra athygli að í könnun sem RealClearPolitics gerði á dögunum um fylgi þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sigldi sá síðarnefndi fram úr og mældist með 43,4 prósenta fylgi á meðan Clinton var með 43,2 prósent. Er þetta í fyrsta skipti sem Trump mælist með meira fylgi en Clinton í könnun. Hann er forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins en Clinton sækist eftir útnefningu Demókrata. Í umfjöllun BBC um þessa stöðu eru tilteknar nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna Trump mælist nú hærri en Clinton í skoðanakönnun, en í fyrsta lagi er tiltekin sú staðreynd að repúblikanar virðast hafa sameinast um að styðja Trump. Þannig lítur út fyrir að almennir flokksmenn ætli að kjósa Trump þrátt fyrir að ýmsir framámenn í flokknum eins og Mitt Romney tali enn fyrir því að frekar eigi að kjósa óháðan frambjóðanda en Trump. Samkvæmt könnun Washington Post ætla 85 prósent repúblikana að kjósa Trump og könnun New York Times sýnir svipaðar tölur. Þá eru ráðandi öfl í flokknum annað hvort farin að tala með því að kjósa Trump eða hætt að láta í sér heyra, en jafnvel John McCain, sem Trump hefur gert lítið úr, ætlar að kjósa hann.Bernie Sanders etur kappi við Hillary Clinton í forvali demókrata.vísir/gettyStuðningsmenn Clinton líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt Í öðru lagi er Bernie Sanders ákveðið vandamál fyrir Clinton. Hann er enn að keppa við hana í forvali demókrata þó hann eigi í raun litla möguleika á að hljóta útnefningu flokksins og er farinn að sýna klærnar. Þannig fór hann til dæmis fram á endurtalningu í forvalinu í Kentucky þar sem Hillary hafði nauman sigur í liðinni viku. Vandamál Clinton felst þó í öðru, það er í því að stuðningsmenn Sanders virðast ekki ætla að fylkja sér á bak við Clinton. Í nýlegri skoðanakönnun sem You Gov gerði fyrir tímaritið Economist kom fram að 55 prósent stuðningsmanna Sanders ætli sér að kjósa Clinton, 15 prósent hyggjast kjósa Trump en 30 prósent segjast annað hvort ekki vita hvern þeir ætla að kjósa eða ætla að velja einhvern annan. Það ætti því ekki að koma á óvart að 72 prósent þeirra sem styðja Sanders sjá Clinton sem óheiðarlega og segja hana ekki traustsins verða. Þá sýna aðrar kannanir jafnframt að stuðningsmenn Clinton eru líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt.Trump hefur verið mótmælt víða í Bandaríkjunum.vísir/gettyKonur og minnihlutahópar velja Clinton, karlar og hvítir Trump En það er fleira sem veldur Clinton vandræðum eins og til dæmis það hvernig mismunandi þjóðfélagshópar segjast ætla að kjósa. Þannig styðja konur og minnihlutahópar Clinton en það jafnast út því hvítir og karlmenn styðja frekar Trump. Samkvæmt könnun Washington Post styðja 57 prósent hvítra og 57 prósent karla Trump á meðan 69 prósent litaðra og 52 prósent kvenna kjósa Clinton. Þá eru erfitt að segja til um hvernig þeir kjósendur sem hvorki telja sig sem repúblikana eða demókrata munu kjósa en ef marka má kannanir nú hallast þeir frekar að Trump heldur en Clinton. Þannig segjast 48 prósent þeirra frekar ætla að kjósa hann heldur en hana. Í öllu þessu er þó vert að hafa í huga að enn er langt til þess að kosið verði til forseta í Bandaríkjunum en þær fara fram þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi. Þannig er á það bent í umfjöllun BBC að árið 1980 mældist Jimmy Carter með meira fylgi en Ronald Reagan snemma í skoðanakönnunum og það sama var uppi á teningum árið 2008 þegar John McCain atti kappi við Barack Obama. Það er því langt því frá öruggt að Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna en það er sannarlega áhugavert hversu mikla keppni hann veitir Clinton miðað við það hversu margir afskrifuðu hann þegar hann bauð sig upphaflega fram í forvali repúblikana.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Átök fyrir utan kosningafund Trump Mótmælendur brutu rúður í nærliggjandi byggingum og köstuðu grjóti í átt að lögreglu. 25. maí 2016 08:07 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00
Átök fyrir utan kosningafund Trump Mótmælendur brutu rúður í nærliggjandi byggingum og köstuðu grjóti í átt að lögreglu. 25. maí 2016 08:07
Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00