EM farar meðal keppenda á JJ-móti Ármanns í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 15:36 Hafdís Sigurðardóttir úr UFA. Vísir/Daníel Það stefnir í hörku keppni á Laugardalsvelli í kvöld á JJ-móti Ármanns. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er komin til landsins frá Svíþjóð, þar sem hún æfir nú og mun keppa í langstökki klukkan 19:30 í kvöld. Fágætt tækifæri til að sjá þessa glæsilegu íþróttakonu stökkva í Laugardalnum í kvöld. Annar öflugur keppandi Guðni Valur Guðnason úr ÍR mun kasta kringlu klukkan 17:30 í dag á JJ-mótinu, en þau tvö verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum sem fram fer í Amsterdam í byrjun júlí í sumar. Auk þeirra hafa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni og Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH, allar tryggt sér keppnisrétt. Fresturinn til þess að ná lágmarki á EM er hvergi nærri liðinni en íþróttamenn hafa tækifæri til 26. júní. Það er ljóst að nokkrir af keppendum dagsins horfa löngunaraugum á lágmörk í sinni grein. Þar á meðal eru Ólympíufarinn og ÍR-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson sem keppir í kúluvarpi í kvöld klukkan 18:00, liðsfélagi hans Guðmundur Sverrisson sem kastar spjóti klukkan 19:00 og Kolbeinn Höður Gunnarsson sem keppir í 100m hlaupi klukkan 18:45, þó Kolbeinn horfi nú væntanlega helst til EM lágmarks í sinni sterkustu grein 400m hlaupi. En það verða ekki bara EM farar í Laugardalnum í kvöld því heimsmethafinn í spjótkasti í flokki F42 Helgi Sveinsson Ármanni meðal keppenda í sinni grein en mótið er hluti af undirbúningi Helga fyrir Ólympíumótið í Ríó í haust. Auk ofangreindra afreksmanna er fjöldi íþróttamanna á öllum aldri skráður til leiks. Á JJ-móti er nú keppt í flokkum 15 ára og yngri í nokkrum greinum. Eru þær greinar með þeim fjölmennustu en þó eru flestir skráðir til leiks í 100m hlaupi karla eða 20 karlar. Alls eru 108 keppendur skráðir til leiks á mótinu. Aðgangur er ókeypis á Laugardalsvelli í dag. JJ-mót Ármanns er árlegt vormót Ármenninga sem nefnt er eftir Jóhanni Jóhannessyni sem var formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns í áratugi. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna Man City sagt ætla að keppa við Liverpool og Man. United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira
Það stefnir í hörku keppni á Laugardalsvelli í kvöld á JJ-móti Ármanns. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er komin til landsins frá Svíþjóð, þar sem hún æfir nú og mun keppa í langstökki klukkan 19:30 í kvöld. Fágætt tækifæri til að sjá þessa glæsilegu íþróttakonu stökkva í Laugardalnum í kvöld. Annar öflugur keppandi Guðni Valur Guðnason úr ÍR mun kasta kringlu klukkan 17:30 í dag á JJ-mótinu, en þau tvö verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum sem fram fer í Amsterdam í byrjun júlí í sumar. Auk þeirra hafa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni og Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH, allar tryggt sér keppnisrétt. Fresturinn til þess að ná lágmarki á EM er hvergi nærri liðinni en íþróttamenn hafa tækifæri til 26. júní. Það er ljóst að nokkrir af keppendum dagsins horfa löngunaraugum á lágmörk í sinni grein. Þar á meðal eru Ólympíufarinn og ÍR-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson sem keppir í kúluvarpi í kvöld klukkan 18:00, liðsfélagi hans Guðmundur Sverrisson sem kastar spjóti klukkan 19:00 og Kolbeinn Höður Gunnarsson sem keppir í 100m hlaupi klukkan 18:45, þó Kolbeinn horfi nú væntanlega helst til EM lágmarks í sinni sterkustu grein 400m hlaupi. En það verða ekki bara EM farar í Laugardalnum í kvöld því heimsmethafinn í spjótkasti í flokki F42 Helgi Sveinsson Ármanni meðal keppenda í sinni grein en mótið er hluti af undirbúningi Helga fyrir Ólympíumótið í Ríó í haust. Auk ofangreindra afreksmanna er fjöldi íþróttamanna á öllum aldri skráður til leiks. Á JJ-móti er nú keppt í flokkum 15 ára og yngri í nokkrum greinum. Eru þær greinar með þeim fjölmennustu en þó eru flestir skráðir til leiks í 100m hlaupi karla eða 20 karlar. Alls eru 108 keppendur skráðir til leiks á mótinu. Aðgangur er ókeypis á Laugardalsvelli í dag. JJ-mót Ármanns er árlegt vormót Ármenninga sem nefnt er eftir Jóhanni Jóhannessyni sem var formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns í áratugi.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna Man City sagt ætla að keppa við Liverpool og Man. United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira