Guðjón Baldvinsson klikkaði nefnilega á fyrstu vítaspyrnu Stjörnunnar í vítakeppninni þegar Cristian Martinez varði frá honum og Ólafsvíkingar komust í 2-0 í vítakeppninni.
Þá kom markvörðurinn Hörður Fannar Björgvinsson til bjargar en Hörður Fannar var þarna að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu með Stjörnunni.
Hörður Fannar Björgvinsson var í markinu Stjörnumanna vegna þess að varamarkvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson er meiddur og aðalmarkvörðurinn Duwayne Kerr er upptekinn í undirbúningi Jamaíka fyrir Ameríkukeppnina.
„Þakka guði fyrir að bjarga mér og andlegu heilsunni í kvöld, hann var gulklæddur," skrifaði Guðjón Baldvinsson á Twitter-síðu sína í kvöld eins og sjá má hér fyrir neðan.
Hörður Fannar Björgvinsson varði fyrst frá Pape Mamadou Faye og svo frá Alfreð Már Hjaltalín í 3. umferð í bráðabana. Það er hægt að sjá alla vítakeppnina hér.
Þakka guði fyrir að bjarga mér og andlegu heilsunni í kvöld, hann var gulklæddur pic.twitter.com/cbUGFvjfdR
— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) May 26, 2016