Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. maí 2016 10:00 Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur vakið mikla athygli um allan heim og er hér á landi þessa dagana staddur aragrúi af erlendum fjölmiðlamönnum. Einn þeirra er Englendingurinn Roger Bennett sem búið hefur í Bandaríkjunum í 30 ár. Bennett hluti af tvíeykinu Men in Blazers og er með sjónvarsþátt á NBC um ensku úrvalsdeildina. Hann er hér á landi að gera heimildaþátt um íslenska fótboltaævintýrið en hann er mjög hrifinn af sögum eins og þeirri íslensku. Hann gerði í fyrra mynd um upprisu Southampton og í ár reyndi hann að fá svör við velgengni Leicester. „Ég skil þetta ekki enn þá. Við erum alltaf að reyna að greina þessa sögu Leicester með sinn hóp af mönnum sem hafa spilað fyrir mörg lið eða verið kastað frá öðrum liðum,“ segir Bennett í viðtali við Vísi. „Svo er það rómantíkin með Ranieri, þjálfara sem var búið að hlægja að undanfarin en svo kemur hann til baka og stendur uppi sem meistari.“ „Leicester-liðið hefur þessa samheldni og baráttuanda sem einkennir íslenska landsliðið og rúmlega það. Þrátt fyrir að hafa gert heimildamynd um Leicester í ár og horft á hvern leik aftur og aftur hef ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Bennett.Horfðu inn á við Southampton er lið sem fór úr C-deildinni á Englandi í Evrópubaráttu í ensku úrvalsdeildinni á fjórum árum og líkir Bennett Dýrlingunum einnig við Ísland. „Íslenska sagan er svipuð og Southampton. Það er félag sem horfði inn á við og áttaði sig á hvað það hafði. Það horfði svo á stóru liðin í kringum sig og reyndi að hugsa öðruvísi en þau og meira taktískt,“ segir Bennett. „Ég bý í Bandaríkjunum þar sem búa 320 milljónir manns en samt getur þjóðin ekki alið upp heimsklassa fótboltamenn og búið til liðið sem fólkinu finnst að það ætti að eiga. „Síðan kemur maður hingað til Íslands þar sem búa 320 þúsund manns með jafnmarga skráða fótboltaiðkenndur og búa í Rhode Island-ríki og sér hvað þið hafið gert,“ segir hann. „Þið voruð númer 131 á heimslistanum fyrir fjórum árum en þið settuð upp áætlun. Þið voruð að tapa fyrir Færeyjum og Möltu en þið settust niður og gerðuð áætlun. Þið voruð alltaf á því að þið mynduð verða mjög góð í fótbolta,“ segir Roger Bennett. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur vakið mikla athygli um allan heim og er hér á landi þessa dagana staddur aragrúi af erlendum fjölmiðlamönnum. Einn þeirra er Englendingurinn Roger Bennett sem búið hefur í Bandaríkjunum í 30 ár. Bennett hluti af tvíeykinu Men in Blazers og er með sjónvarsþátt á NBC um ensku úrvalsdeildina. Hann er hér á landi að gera heimildaþátt um íslenska fótboltaævintýrið en hann er mjög hrifinn af sögum eins og þeirri íslensku. Hann gerði í fyrra mynd um upprisu Southampton og í ár reyndi hann að fá svör við velgengni Leicester. „Ég skil þetta ekki enn þá. Við erum alltaf að reyna að greina þessa sögu Leicester með sinn hóp af mönnum sem hafa spilað fyrir mörg lið eða verið kastað frá öðrum liðum,“ segir Bennett í viðtali við Vísi. „Svo er það rómantíkin með Ranieri, þjálfara sem var búið að hlægja að undanfarin en svo kemur hann til baka og stendur uppi sem meistari.“ „Leicester-liðið hefur þessa samheldni og baráttuanda sem einkennir íslenska landsliðið og rúmlega það. Þrátt fyrir að hafa gert heimildamynd um Leicester í ár og horft á hvern leik aftur og aftur hef ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Bennett.Horfðu inn á við Southampton er lið sem fór úr C-deildinni á Englandi í Evrópubaráttu í ensku úrvalsdeildinni á fjórum árum og líkir Bennett Dýrlingunum einnig við Ísland. „Íslenska sagan er svipuð og Southampton. Það er félag sem horfði inn á við og áttaði sig á hvað það hafði. Það horfði svo á stóru liðin í kringum sig og reyndi að hugsa öðruvísi en þau og meira taktískt,“ segir Bennett. „Ég bý í Bandaríkjunum þar sem búa 320 milljónir manns en samt getur þjóðin ekki alið upp heimsklassa fótboltamenn og búið til liðið sem fólkinu finnst að það ætti að eiga. „Síðan kemur maður hingað til Íslands þar sem búa 320 þúsund manns með jafnmarga skráða fótboltaiðkenndur og búa í Rhode Island-ríki og sér hvað þið hafið gert,“ segir hann. „Þið voruð númer 131 á heimslistanum fyrir fjórum árum en þið settuð upp áætlun. Þið voruð að tapa fyrir Færeyjum og Möltu en þið settust niður og gerðuð áætlun. Þið voruð alltaf á því að þið mynduð verða mjög góð í fótbolta,“ segir Roger Bennett. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23