Þingmaður Pírata sér engin rök fyrir kosningabandalagi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. maí 2016 19:16 Þingmaður Pírata segist ekki sjá nein rök fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi með sér kosningabandalag fyrir næstu kosningar en flokkurinn mælist með tæp 29 prósent í nýrri könnun fréttastofu 365. Samfylkingin mælist með rúm sex prósent. Könnun fréttastofu var framkvæmd dagana 23. og 24. maí og tóku alls 67 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar lítillega miðað við síðustu könnun og mælist flokkurinn nú með 2,5 prósent. Framsókn bætir við sig tæpu prósenti og fylgi Sjálfstæðisflokks stendur nokkurn veginn í stað, mælist tæp 32 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega sex prósent og tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun og Vinstri græn mælast með rúm 18 prósent. Píratar mælast með tæp 29 prósent og minnkar fylgið um eitt og hálft prósent frá síðustu könnun.Mjög alvarlegt ástand Kosning um nýjan formann Samfylkingarinnar hefst á morgun og stendur í viku en fráfarandi formaður segist aldrei hafa trúað því að einn maður geti stöðvað þessa þróun eða snúið henni við. „Þetta er orðið mjög alvarlegt ástand. Fylgið er orðið langt, langt, langt, langt fyrir neðan það sem er ásættanlegt. Nú þarf sameiginlegt átak til að snúa þessu við, ef það er, og það er það sem við þurfum að horfa til að skapist núna á landsfundi og með nýrri forystu,” segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Þingmenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hafa talað fyrir því að flokkarnir eigi ásamt Vinstri grænum og Pírötum að ganga til kosninga sem kosningabandalag um tiltekin málefni. „En ég hef talað fyrir því, og alltaf talað fyrir því, að þeir flokkar sem telja sig til vinstri við miðju og miðjuflokkar, vinni saman um ákveðin málefni,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna en tekur fram að engar formlegar viðræður um kosningabandalag hafi átt sér stað.Skilur ekki rökin fyrir kosningabandalagi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að gera með sér kosningabandalag. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa skynjað neinn áhuga hjá Pírötum á að stofna til slíks bandalags með fyrrgreindum flokkum en flokkurinn hafi þó ekki tekið formlega afstöðu til málsins. „Ég bara skil ekki rökin fyrir því að gera það. Þetta eru ekki sami flokkurinn, það er ástæða fyrir því að þetta eru aðskilin framboð, þannig að ég bara hef ekki heyrt nein sérstaklega góð rök fyrir kosningabandalagi,” segir Helgi Hrafn. Kosningar 2016 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Þingmaður Pírata segist ekki sjá nein rök fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi með sér kosningabandalag fyrir næstu kosningar en flokkurinn mælist með tæp 29 prósent í nýrri könnun fréttastofu 365. Samfylkingin mælist með rúm sex prósent. Könnun fréttastofu var framkvæmd dagana 23. og 24. maí og tóku alls 67 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar lítillega miðað við síðustu könnun og mælist flokkurinn nú með 2,5 prósent. Framsókn bætir við sig tæpu prósenti og fylgi Sjálfstæðisflokks stendur nokkurn veginn í stað, mælist tæp 32 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega sex prósent og tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun og Vinstri græn mælast með rúm 18 prósent. Píratar mælast með tæp 29 prósent og minnkar fylgið um eitt og hálft prósent frá síðustu könnun.Mjög alvarlegt ástand Kosning um nýjan formann Samfylkingarinnar hefst á morgun og stendur í viku en fráfarandi formaður segist aldrei hafa trúað því að einn maður geti stöðvað þessa þróun eða snúið henni við. „Þetta er orðið mjög alvarlegt ástand. Fylgið er orðið langt, langt, langt, langt fyrir neðan það sem er ásættanlegt. Nú þarf sameiginlegt átak til að snúa þessu við, ef það er, og það er það sem við þurfum að horfa til að skapist núna á landsfundi og með nýrri forystu,” segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Þingmenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hafa talað fyrir því að flokkarnir eigi ásamt Vinstri grænum og Pírötum að ganga til kosninga sem kosningabandalag um tiltekin málefni. „En ég hef talað fyrir því, og alltaf talað fyrir því, að þeir flokkar sem telja sig til vinstri við miðju og miðjuflokkar, vinni saman um ákveðin málefni,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna en tekur fram að engar formlegar viðræður um kosningabandalag hafi átt sér stað.Skilur ekki rökin fyrir kosningabandalagi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að gera með sér kosningabandalag. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa skynjað neinn áhuga hjá Pírötum á að stofna til slíks bandalags með fyrrgreindum flokkum en flokkurinn hafi þó ekki tekið formlega afstöðu til málsins. „Ég bara skil ekki rökin fyrir því að gera það. Þetta eru ekki sami flokkurinn, það er ástæða fyrir því að þetta eru aðskilin framboð, þannig að ég bara hef ekki heyrt nein sérstaklega góð rök fyrir kosningabandalagi,” segir Helgi Hrafn.
Kosningar 2016 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent