United-mennirnir sáu um mörkin hjá Englendingum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 20:38 Marcus Rashford fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty England vann 2-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Sunderland í kvöld en þetta var síðasti landsleikur Englendinga áður en Roy Hodgson sker hópinn niður um þrjá og velur þá 23 sem fara á Evrópumótið í Frakklandi. Gamli og nýi tíminn hjá Manchester United og enska landsliðinu sáum um mörkin í leiknum í kvöld. Hinn átján ára gamli Marcus Rashford skoraði eftir aðeins 135 sekúndur í sínum fyrsta landsleik og hinn þrítugi Wayne Rooney skoraði síðan í fyrsta sinn á landsliðsferlinum eftir að hafa komið inná sem varamaður. Báðir settu þeir met með þessum mörkum. Marcus Rashford var yngsti leikmaður enska landsliðsins sem skorar í sínum fyrsta landsleik og Wayne Rooney bætti við markamet sitt hjá landsliðinu og hefur nú skorað 52 mörk fyrir England. Marcus Rashford skoraði með sínu fyrsta skoti í sínum fyrsta leik með Manchester United, bæði í Evrópukeppni og ensku úrvalsdeildinni og hann lék það eftir í kvöld. Markið skoraði Rashford á 3. mínútu leiksins eftir að fyrirgjöf Raheem Sterling fór í varnarmann og datt fyrir hann í teignum. Wayne Rooney kom inná sem varamaður fyrir Adam Lallana í hálfleik og hann kom enska liðinu í 2-0 á 55. mínútu með laglegu langskoti eftir hraða sókn og sendingu frá Raheem Sterling. Eric Dier, leikmaður Tottenham, var ekki jafnheppinn og United-mennirnir þegar hann varð fyrir því að skalla boltann í gegnum klofið á markverðinum Fraser Forster og í eigið mark. Jose Mourinho tók við liði Manchester United í dag og nokkrum tímum seinna skora tveir verðandi leikmenn hans fyrir enska landsliðið. Hvort að það sé fyrirboði á tíma Mourinho á Old Trafford á hinsvegar eftir að koma í ljós.vísir/getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
England vann 2-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Sunderland í kvöld en þetta var síðasti landsleikur Englendinga áður en Roy Hodgson sker hópinn niður um þrjá og velur þá 23 sem fara á Evrópumótið í Frakklandi. Gamli og nýi tíminn hjá Manchester United og enska landsliðinu sáum um mörkin í leiknum í kvöld. Hinn átján ára gamli Marcus Rashford skoraði eftir aðeins 135 sekúndur í sínum fyrsta landsleik og hinn þrítugi Wayne Rooney skoraði síðan í fyrsta sinn á landsliðsferlinum eftir að hafa komið inná sem varamaður. Báðir settu þeir met með þessum mörkum. Marcus Rashford var yngsti leikmaður enska landsliðsins sem skorar í sínum fyrsta landsleik og Wayne Rooney bætti við markamet sitt hjá landsliðinu og hefur nú skorað 52 mörk fyrir England. Marcus Rashford skoraði með sínu fyrsta skoti í sínum fyrsta leik með Manchester United, bæði í Evrópukeppni og ensku úrvalsdeildinni og hann lék það eftir í kvöld. Markið skoraði Rashford á 3. mínútu leiksins eftir að fyrirgjöf Raheem Sterling fór í varnarmann og datt fyrir hann í teignum. Wayne Rooney kom inná sem varamaður fyrir Adam Lallana í hálfleik og hann kom enska liðinu í 2-0 á 55. mínútu með laglegu langskoti eftir hraða sókn og sendingu frá Raheem Sterling. Eric Dier, leikmaður Tottenham, var ekki jafnheppinn og United-mennirnir þegar hann varð fyrir því að skalla boltann í gegnum klofið á markverðinum Fraser Forster og í eigið mark. Jose Mourinho tók við liði Manchester United í dag og nokkrum tímum seinna skora tveir verðandi leikmenn hans fyrir enska landsliðið. Hvort að það sé fyrirboði á tíma Mourinho á Old Trafford á hinsvegar eftir að koma í ljós.vísir/getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira