23 bestu valdir fyrir EM í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2016 06:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson kynntu landsliðshópinn á fjölmennum blaðamannafundi KSÍ í gær. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta eru bestu leikmennirnir fyrir Ísland að þessu sinni,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, eftir að hann og Lars Lagerbäck kynntu íslenska hópinn sem fer til Frakklands á fyrsta stórmót karlalandsliðsins. Ísland er eitt af allra fyrstu löndunum ef ekki það fyrsta til að opinbera sinn hóp en þjálfararnir hafa til 31. maí að breyta honum en þá þarf að skila inn hópnum til UEFA. „Við vildum gera þetta sem fyrst þannig að menn hefðu tíma til að melta þetta. Við höfum ekki farið í gegnum þetta áður,“ sagði Heimir Hallgrímsson en þjálfararnir sögðu á fjölmennum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ að hópurinn hefði legið fyrir að mestu leyti í nokkurn tíma. Þjálfararnir hafa notað 50 leikmenn í vináttuleikjum síðan undankeppni EM lauk og höfðu þeir úr fleiri mönnum að velja en oft áður. „Það voru bara margir sem tóku skrefið og nýttu sín tækifæri. Við töldum þessa vera betri en aðra. Við veljum þá út frá getu og hvað þeir hafa gert með okkur,“ sagði Heimir.Glaðir og svekktir Þeir sem hafa nýtt tækifæri sín, að mati Lars og Heimis, eru greinilega leikmenn eins og Arnór Ingvi Traustason, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon og markvörðurinn Ingvar Jónsson. Enginn af þeim kom við sögu í undankeppni EM en þeir spiluðu ágætlega í þeim vináttuleikjum sem á eftir fylgdu. Aðrir sátu svekktir eftir. Menn sem hafa lengi verið hluti af hópnum fara ekki með en þar ber að nefna stráka á borð við Sölva Geir Ottesen, Rúrik Gíslason, Viðar Örn Kjartansson, Ólaf Inga Skúlason og markvörðinn Gunnleif Gunnleifsson. Sölvi Geir er búinn að vera fastamaður í hópnum um langa hríð en tók skrefið niður í 2. deildina í Kína. Viðar Örn hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu að undanförnu og Rúrik hefur verið meiddur. Meira kom á óvart að sjá ekki Gunnleif og Ólaf Inga í hópnum. „Ingvar fékk svolítið óvænt tækifæri með okkur og nýtti það vel. Sverrir Ingi sömuleiðis. Hann er líka að spila í sterkri deild,“ sagði Heimir aðspurður um „óvæntu“ nöfnin. Rúrik varð fyrir því óláni að meiðast á árinu og hefur lítið spilað fyrir lið sitt Nürnberg í Þýskalandi en Gunnleifur Gunnleifsson lýsti yfir miklum vonbrigðum með að vera ekki valinn í viðtali við Vísi í gær.Svanasöngur Eiðs Smára? Mesta spennan var hvort Eiður Smári Guðjohnsen yrði í hópnum og fór kliður um salinn þegar aðeins átti eftir að tilkynna um einn mann. Það lá við lófataki þegar markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins kom upp á skjáinn sem 23. maður kynntur til leiks. „Eiður hefur sýnt vilja og þrá að komast í hópinn. Hann lítur vel út og er að spila vel í Noregi. Meiðsli hans eru smávægileg,“ sagði Heimir um Eið Smára sem lýkur væntanlega landsliðsferlinum með strákunum okkar í Frakklandi. Lars og Heimir völdu sex manna biðlista sem má sjá hér til hliðar en þessir menn verða að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og klárir í slaginn ef kallið kemur því ýmislegt getur gerst á nokkrum vikum í fótbolta. „Við byggjum árangur okkar á liðsheild. Þannig vinnum við leiki þannig að við þurfum allir að vera saman í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08 Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37 Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Lagerbäck: Við erum ekki tilfinningalausir Landsliðsþjálfarinn um þær erfiðu ákvarðanir sem þurfti að taka þegar lokahópur Íslands fyrir EM var valinn. 9. maí 2016 19:45 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
„Þetta eru bestu leikmennirnir fyrir Ísland að þessu sinni,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, eftir að hann og Lars Lagerbäck kynntu íslenska hópinn sem fer til Frakklands á fyrsta stórmót karlalandsliðsins. Ísland er eitt af allra fyrstu löndunum ef ekki það fyrsta til að opinbera sinn hóp en þjálfararnir hafa til 31. maí að breyta honum en þá þarf að skila inn hópnum til UEFA. „Við vildum gera þetta sem fyrst þannig að menn hefðu tíma til að melta þetta. Við höfum ekki farið í gegnum þetta áður,“ sagði Heimir Hallgrímsson en þjálfararnir sögðu á fjölmennum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ að hópurinn hefði legið fyrir að mestu leyti í nokkurn tíma. Þjálfararnir hafa notað 50 leikmenn í vináttuleikjum síðan undankeppni EM lauk og höfðu þeir úr fleiri mönnum að velja en oft áður. „Það voru bara margir sem tóku skrefið og nýttu sín tækifæri. Við töldum þessa vera betri en aðra. Við veljum þá út frá getu og hvað þeir hafa gert með okkur,“ sagði Heimir.Glaðir og svekktir Þeir sem hafa nýtt tækifæri sín, að mati Lars og Heimis, eru greinilega leikmenn eins og Arnór Ingvi Traustason, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon og markvörðurinn Ingvar Jónsson. Enginn af þeim kom við sögu í undankeppni EM en þeir spiluðu ágætlega í þeim vináttuleikjum sem á eftir fylgdu. Aðrir sátu svekktir eftir. Menn sem hafa lengi verið hluti af hópnum fara ekki með en þar ber að nefna stráka á borð við Sölva Geir Ottesen, Rúrik Gíslason, Viðar Örn Kjartansson, Ólaf Inga Skúlason og markvörðinn Gunnleif Gunnleifsson. Sölvi Geir er búinn að vera fastamaður í hópnum um langa hríð en tók skrefið niður í 2. deildina í Kína. Viðar Örn hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu að undanförnu og Rúrik hefur verið meiddur. Meira kom á óvart að sjá ekki Gunnleif og Ólaf Inga í hópnum. „Ingvar fékk svolítið óvænt tækifæri með okkur og nýtti það vel. Sverrir Ingi sömuleiðis. Hann er líka að spila í sterkri deild,“ sagði Heimir aðspurður um „óvæntu“ nöfnin. Rúrik varð fyrir því óláni að meiðast á árinu og hefur lítið spilað fyrir lið sitt Nürnberg í Þýskalandi en Gunnleifur Gunnleifsson lýsti yfir miklum vonbrigðum með að vera ekki valinn í viðtali við Vísi í gær.Svanasöngur Eiðs Smára? Mesta spennan var hvort Eiður Smári Guðjohnsen yrði í hópnum og fór kliður um salinn þegar aðeins átti eftir að tilkynna um einn mann. Það lá við lófataki þegar markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins kom upp á skjáinn sem 23. maður kynntur til leiks. „Eiður hefur sýnt vilja og þrá að komast í hópinn. Hann lítur vel út og er að spila vel í Noregi. Meiðsli hans eru smávægileg,“ sagði Heimir um Eið Smára sem lýkur væntanlega landsliðsferlinum með strákunum okkar í Frakklandi. Lars og Heimir völdu sex manna biðlista sem má sjá hér til hliðar en þessir menn verða að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og klárir í slaginn ef kallið kemur því ýmislegt getur gerst á nokkrum vikum í fótbolta. „Við byggjum árangur okkar á liðsheild. Þannig vinnum við leiki þannig að við þurfum allir að vera saman í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08 Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37 Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Lagerbäck: Við erum ekki tilfinningalausir Landsliðsþjálfarinn um þær erfiðu ákvarðanir sem þurfti að taka þegar lokahópur Íslands fyrir EM var valinn. 9. maí 2016 19:45 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08
Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37
Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00
Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24
Lagerbäck: Við erum ekki tilfinningalausir Landsliðsþjálfarinn um þær erfiðu ákvarðanir sem þurfti að taka þegar lokahópur Íslands fyrir EM var valinn. 9. maí 2016 19:45