Verðandi forseti boðar breytta stjórnskipan Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. maí 2016 07:00 Rodrigo Duterte hefur verið nefndur „Duterte Harry“, með vísan í bíómyndir með Clint Eastwood. vísir/EPA Rodrigo Duterte, sem brátt verður forseti Filippseyja, hefur ítrekað verið líkt við hinn bandaríska Donald Trump. Duterte þykir glannalegur í yfirlýsingum en lítið bólar á skýrum stefnumálum. Hann þykir jafnvel ganga lengra en Trump, svo mjög að ýmsir fyllast óhug við tilhugsunina um að hann verði forseti landsins. Hann hefur til dæmis hótað því að láta drepa glæpamenn í stórum stíl og hefur nauðganir í flimtingum. Hann hefur sagt að hann myndi jafnvel drepa sín eigin börn, ef þau færu að fikta við eiturlyf. Almenningur virðist hrífast af hörku hans og í forsetakosningum á mánudag vann hann öruggan sigur, fékk tæplega 39 prósent atkvæða í sinn hlut. Hann sagðist þjóðinni þakklátur fyrir stuðninginn. Endanleg úrslit voru reyndar ekki komin í gær, en talið var nánast öruggt að niðurstaðan yrði nálægt þessu. Duterte er búinn að vera bæjarstjóri í Davao í meira en tvo áratugi og situr jafnframt á þjóðþingi landsins. Hann er sagður harla vinsæll í kjördæminu, er nýlega kominn yfir sjötugt og var saksóknari á yngri árum. Hann hefur ítrekað talað máli minnihlutahópa og stefnir að því að hefja friðarviðræður við uppreisnarsamtök í suðurhluta landsins, þar sem mikil spenna hefur verið áratugum saman með átökum, sem reglulega blossa upp. Talsmaður Dutertes hefur einnig sagt að hann stefni að því að koma á stjórnarskrárbreytingum. Hann vilji breyta stjórnskipun landsins úr því miðstjórnarvaldi, sem lengi hefur verið við lýði, yfir í sambandsríki með þingræðisfyrirkomulagi. Þetta stangast á við ótta margra um að með honum sé kominn fram á sjónarsviðið maður sem muni endurreisa einræðisstjórn á Filippseyjum. „Valdakjarninn í Maníla, sem verður fyrir áhrifum af þessu kerfi, mun örugglega vera á móti þessari tillögu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir stjórnmálafræðingnum Earl Parreno. Duterte er hins vegar sagður hafa stundum beitt harla vafasömum aðferðum sem borgarstjóri við að útrýma glæpum úr Davao. Hann hafi látið hópa af hrottum sjá um að hrekja burt glæpamenn og jafnvel drepa þá, ef því var að skipta. Borgin er nú talin ein sú öruggasta á Filippseyjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Rodrigo Duterte, sem brátt verður forseti Filippseyja, hefur ítrekað verið líkt við hinn bandaríska Donald Trump. Duterte þykir glannalegur í yfirlýsingum en lítið bólar á skýrum stefnumálum. Hann þykir jafnvel ganga lengra en Trump, svo mjög að ýmsir fyllast óhug við tilhugsunina um að hann verði forseti landsins. Hann hefur til dæmis hótað því að láta drepa glæpamenn í stórum stíl og hefur nauðganir í flimtingum. Hann hefur sagt að hann myndi jafnvel drepa sín eigin börn, ef þau færu að fikta við eiturlyf. Almenningur virðist hrífast af hörku hans og í forsetakosningum á mánudag vann hann öruggan sigur, fékk tæplega 39 prósent atkvæða í sinn hlut. Hann sagðist þjóðinni þakklátur fyrir stuðninginn. Endanleg úrslit voru reyndar ekki komin í gær, en talið var nánast öruggt að niðurstaðan yrði nálægt þessu. Duterte er búinn að vera bæjarstjóri í Davao í meira en tvo áratugi og situr jafnframt á þjóðþingi landsins. Hann er sagður harla vinsæll í kjördæminu, er nýlega kominn yfir sjötugt og var saksóknari á yngri árum. Hann hefur ítrekað talað máli minnihlutahópa og stefnir að því að hefja friðarviðræður við uppreisnarsamtök í suðurhluta landsins, þar sem mikil spenna hefur verið áratugum saman með átökum, sem reglulega blossa upp. Talsmaður Dutertes hefur einnig sagt að hann stefni að því að koma á stjórnarskrárbreytingum. Hann vilji breyta stjórnskipun landsins úr því miðstjórnarvaldi, sem lengi hefur verið við lýði, yfir í sambandsríki með þingræðisfyrirkomulagi. Þetta stangast á við ótta margra um að með honum sé kominn fram á sjónarsviðið maður sem muni endurreisa einræðisstjórn á Filippseyjum. „Valdakjarninn í Maníla, sem verður fyrir áhrifum af þessu kerfi, mun örugglega vera á móti þessari tillögu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir stjórnmálafræðingnum Earl Parreno. Duterte er hins vegar sagður hafa stundum beitt harla vafasömum aðferðum sem borgarstjóri við að útrýma glæpum úr Davao. Hann hafi látið hópa af hrottum sjá um að hrekja burt glæpamenn og jafnvel drepa þá, ef því var að skipta. Borgin er nú talin ein sú öruggasta á Filippseyjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“