Gleymdist að auglýsa meirihluta friðlýsinga Sveinn Arnarsson skrifar 11. maí 2016 07:00 Hafnargarðurinn á Austurbakka 2 er dæmi um friðlýsingu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson friðlýsti fjórtán hús eða minjar í tíð sinni sem forsætisráðherra. Af þeim gleymdist að auglýsa tíu þeirra í Stjórnartíðindum eða mikinn meirihluta téðra friðana. Eftir fyrirspurn Fréttablaðsins hefur því nú verið kippt í liðinn og verða þær auglýstar í Stjórnartíðindum. Frá 3. mars árið 2014 til 22. október ári seinna, eða á um 19 mánaða tímabili, tilkynnti forsætisráðherra bréflega til eigenda fasteigna, sveitarfélaga og annarra sem friðlýsingar vörðuðu, um fjórtán friðanir. Síðasta friðlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var á hafnargarðinum við Austurbakka 2 í Reykjavík. Var þar um að ræða hafnargarðinn en ekki bólverk sem hlaðið var fyrir aldamótin 1900. „Það er heilmikill ferill sem fer í gang eftir að ráðherra hefur undirritað friðlýsingarskjal. Öllum hlutaðeigandi er tilkynnt bréflega um friðlýsinguna, hún er sett í þinglýsingu og loks auglýst í Stjórnartíðindum. Sumt af þessu er á verksviði Minjastofnunar að annast, annað á okkar [forsætisráðuneyti] verksviði,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningararfs í forsætisráðuneytinu. „Ég held að hátt í tíu hafi ekki verið búið að auglýsa, en allar auglýsingar liggja inni hjá Stjórnartíðindum núna.“ Fram kemur í svari forsætisráðuneytisins að hér sé um að ræða friðlýsingar aðrar en sjálfkrafa friðlýsingar, líkt og til að mynda þegar eitt hundrað ár eru frá því að hús var byggt. Hér er aðeins um að ræða sérstakar friðanir og því fylgir rökstuðningur. Má þar nefna Nasa-salinn svokallaða í Thorvaldsenstræti og innréttingar í anddyri, forsal og bíósal Bæjarbíós við Strandgötu í Hafnarfirði. Friðlýsingarnar eru samkvæmt tillögu Minjastofnunar. Friðun hafnargarðsins á Austurbakka vakti mikla athygli. Minjastofnun beitti skyndifriðun á garðinum en nokkru áður, eða í ágúst í fyrra, hafði forsætisráðherra skrifað á síðuna sína að fornleifar sem fundust á lóðinni yrðu friðaðar sem og hafnargarðurinn. Minjastofnun beitti skyndifriðuninni 11. september það ár og var sú friðun staðfest 22. október 2015.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson friðlýsti fjórtán hús eða minjar í tíð sinni sem forsætisráðherra. Af þeim gleymdist að auglýsa tíu þeirra í Stjórnartíðindum eða mikinn meirihluta téðra friðana. Eftir fyrirspurn Fréttablaðsins hefur því nú verið kippt í liðinn og verða þær auglýstar í Stjórnartíðindum. Frá 3. mars árið 2014 til 22. október ári seinna, eða á um 19 mánaða tímabili, tilkynnti forsætisráðherra bréflega til eigenda fasteigna, sveitarfélaga og annarra sem friðlýsingar vörðuðu, um fjórtán friðanir. Síðasta friðlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var á hafnargarðinum við Austurbakka 2 í Reykjavík. Var þar um að ræða hafnargarðinn en ekki bólverk sem hlaðið var fyrir aldamótin 1900. „Það er heilmikill ferill sem fer í gang eftir að ráðherra hefur undirritað friðlýsingarskjal. Öllum hlutaðeigandi er tilkynnt bréflega um friðlýsinguna, hún er sett í þinglýsingu og loks auglýst í Stjórnartíðindum. Sumt af þessu er á verksviði Minjastofnunar að annast, annað á okkar [forsætisráðuneyti] verksviði,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningararfs í forsætisráðuneytinu. „Ég held að hátt í tíu hafi ekki verið búið að auglýsa, en allar auglýsingar liggja inni hjá Stjórnartíðindum núna.“ Fram kemur í svari forsætisráðuneytisins að hér sé um að ræða friðlýsingar aðrar en sjálfkrafa friðlýsingar, líkt og til að mynda þegar eitt hundrað ár eru frá því að hús var byggt. Hér er aðeins um að ræða sérstakar friðanir og því fylgir rökstuðningur. Má þar nefna Nasa-salinn svokallaða í Thorvaldsenstræti og innréttingar í anddyri, forsal og bíósal Bæjarbíós við Strandgötu í Hafnarfirði. Friðlýsingarnar eru samkvæmt tillögu Minjastofnunar. Friðun hafnargarðsins á Austurbakka vakti mikla athygli. Minjastofnun beitti skyndifriðun á garðinum en nokkru áður, eða í ágúst í fyrra, hafði forsætisráðherra skrifað á síðuna sína að fornleifar sem fundust á lóðinni yrðu friðaðar sem og hafnargarðurinn. Minjastofnun beitti skyndifriðuninni 11. september það ár og var sú friðun staðfest 22. október 2015.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?