Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 25-28 | Haukar jöfnuðu metin Guðmundur Marinó Ingvarsson í Mosfellsbæ skrifar 11. maí 2016 21:45 Janus Daði Smárason hleður í skot. vísir/anton Haukar jöfnuðu metin í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn Í Olís deild karla í handbolta gegn Aftureldingu með 28-25 sigri á útivelli í kvöld. Afturelding vann fyrsta leikinn í Hafnarfirði og því er staðan jöfn 1-1 eftir tvo leiki. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Mosfellsbænum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Lélegur varnarleikur einkenndi fyrsta leikinn en allt annað var uppi á teningnum í kvöld þó leikurinn hafi verið hraður. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en Haukar gerðu sig seka um að klúðra fjórum dauðafærum á línunni í hálfleiknum og áttu í miklum vandræðum með Davíð Svansson sem fór á kostum í mark Aftureldingar. Afturelding var tveimur mörkum yfir í hálfleik en Haukar mættu mun einbeittari til leiks í seinni hálfleik og skutu mun betur á markið. Á sama tíma dró af leikmönnum Aftureldingar sóknarlega og fundu lykilmenn eins og Mikk Pinnonen og Jóhann Gunnar Einarsson sig ekki í seinni hálfleiknum. Haukar náðu sex marka forystu en Afturelding skoraði aðeins 8 mörk á 26 fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Heimamenn náðu að skora fimm mörk á síðustu fjórum mínútunum og fyrir vikið komst spenna í leikinn undir lokin. Janus Daði Smárason sem bar Haukasóknina á herðum sér í leiknum skoraði þó síðasta mark leiksins og þegar uppi var staðið var forskot Hauka of mikið fyrir Aftureldingu að vinna upp á knöppum tíma. Vörn Hauka var lengst af mjög öflug í leiknum. Leikmenn liðsins voru ákveðnir og hreyfanlegir og fengu Mosfellingar fá skot án þess að út í þá væri gengið. Janus Daði átti stórleik í sókninni og Jón Þorbjörn Jóhannesson nýtti færin mjög vel í seinni hálfleik eftir erfiðan fyrri hálfleik. Egill Eiríksson átti einnig góða innkomu hjá Haukum og skoraði mikilvæg mörk. Adam Haukur Baumruk náði sér ekki á strik sóknarlega en lék mjög góða vörn gegn hægri skyttum Mosfellinga. Davíð Svansson var besti maður Aftureldingar fyrir aftan fína vörnina sem réð fyrst og fremst illa við Janus. Árni Bragi Eyjólfsson skilaði sínu en miklu munaði um að lykilmenn virtust þreytast nokkuð er leið á leikinn. Þriðji leikur liðanna verður á laugardaginn klukkan 16 í Schenkerhöllinni að Ásvöllum.Jón Þorbjörn: Fengum nokkur vel valin orð inni í klefa Jón Þorbjörn var mjög öflugur í hjarta varnarinnar hjá Haukum en hann og aðrir leikmenn Hauka voru ákveðnir í að bjóða ekki upp á sama hripleka varnarleikinn og í fyrsta leik liðanna. „Ég efast um að þú sjáir þetta aftur næstu árin. Þetta var ógeðslega lélegt í síðasta leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við gátum ekki gert annað en að bæta fyrir það,“ sagði Jón Þorbjörn eftir leikinn í kvöld. „Ég veit ekki hvað gerðist síðast. Gunni (Gunnar Magnússon) tók tvo fundi á tveimur dögum og við erum komnir með nóg að því. Nenntum því ekki aftur,“ gantaðist Jón. „Þetta eru búin að vera tvö lið með mjög góða vörn í allan vetur. 40 mörk í fyrri hálfleik í leik milli okkar gengur ekki. Við vissum allan tímann að þetta yrði eðlilegra.“ Línumenn Hauka og þá ekki síst Jón Þorbjörn gerðu sig seka um að fara illa með dauðafærin í fyrri hálfleik en Jón bætti fyrir það með mjög góðri frammistöðu í sókninni í seinni hálfleik. „Við töluðum um hvað við vorum að gera vitlaust. Við skutum á fyrsta tempói í fyrri hálfleik og Davíð (Svansson) er það góður markmaður að hann tekur það. Svo biðum við á hann og þá náðum við að setja hann, bæði ég og Heimir (Óli Heimisson). „Við förum með fjögur færi á línunni í fyrri hálfleik. Þetta voru allt dauðafæri. Það gengur ekki ef maður ætlar að vinna leikina. „Ég og Heimir töluðum saman á leiðinni inn í klefa og svo fengum við nokkur vel valin orð frá nokkrum inni í klefa og við urðum að svara fyrir það. Við erum betri en þetta, bæði ég og Heimir,“ sagði Jón. Eftir að Afturelding vann fyrsta leikinn var mikið rætt og ritað um það að Mosfellingar væru líklegri í einvíginu með unninn heimavallarrétt. Haukar heyrðu þetta og notuðu sem hvatningu fyrir leikinn í kvöld. „Auðvitað les maður blöðin og allt þetta. En það er allt annað mál hvort við höfum hlustað á þetta. Við erum betri en við sýndum í síðsta leik og ætluðum að sýna það og það gerðum við. Nú er þetta einvígi aftur. Það eru Ásvellir næst og ég hlakka bara til,“ sagði Jón Þorbjörn að lokum.Einar Andri: Getum unnið aftur á Ásvöllum „Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik og vorum í nokkuð góðum málum. Svo byrjum við seinni hálfleikinn illa og við gefum eftir hægt og rólega,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Ég hefði kannski átt að rúlla liðinu meira allan seinni hálfleikinn. Það var kannski einhver þreyta en Haukarnir spiluðu vel í seinni hálfleik og voru betri en við. „Við héldum alltaf áfram en skotin urðu ónákvæmari og svo fengu þeir þrjú sóknarfráköst og ódýr mörk. Við breytum aðeins vörninni sem gekk fyrst en svo datt botninn úr því.“ Haukar fóru illa með dauðafærin í fyrri hálfleik en það snérist við í seinni hálfleik og á þeim kafla þegar Haukar lögðu grunninn að forskoti sínu voru það heimamenn sem fóru illa að ráði sínu í góðum færum. „Þetta eru tvö jöfn og góð lið og þetta fellur oft á þessu. Við vorum yfir 16-15. Svo komast þeir í 18-16 og við vorum í yfirtölu og förum illa með tvö dauðafæri. Við hefðum getað verið yfir ef við hefðum nýtt færin. Þetta er oft það sem skilur á milli.“ Afturelding vann fyrsta leikinn á Ásvöllum og hefur Einar Andri fulla trú á að Afturelding geti endurtekið þann leik. „Það er verkefnið. Við unnum þar síðast og þá getum við alveg gert það aftur. Við erum með stórkostlegan stuðning með okkur. Það er aðeins öðruvísi gólfið og veggirnir en annars er þetta sama og alltaf 20 sinnum 40,“ sagði Einar og vísaði þar til stærðar vallarins.Einar Andri á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonJón Þorbjörn var öflugur á línunni.vísir/anton Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Haukar jöfnuðu metin í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn Í Olís deild karla í handbolta gegn Aftureldingu með 28-25 sigri á útivelli í kvöld. Afturelding vann fyrsta leikinn í Hafnarfirði og því er staðan jöfn 1-1 eftir tvo leiki. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Mosfellsbænum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Lélegur varnarleikur einkenndi fyrsta leikinn en allt annað var uppi á teningnum í kvöld þó leikurinn hafi verið hraður. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en Haukar gerðu sig seka um að klúðra fjórum dauðafærum á línunni í hálfleiknum og áttu í miklum vandræðum með Davíð Svansson sem fór á kostum í mark Aftureldingar. Afturelding var tveimur mörkum yfir í hálfleik en Haukar mættu mun einbeittari til leiks í seinni hálfleik og skutu mun betur á markið. Á sama tíma dró af leikmönnum Aftureldingar sóknarlega og fundu lykilmenn eins og Mikk Pinnonen og Jóhann Gunnar Einarsson sig ekki í seinni hálfleiknum. Haukar náðu sex marka forystu en Afturelding skoraði aðeins 8 mörk á 26 fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Heimamenn náðu að skora fimm mörk á síðustu fjórum mínútunum og fyrir vikið komst spenna í leikinn undir lokin. Janus Daði Smárason sem bar Haukasóknina á herðum sér í leiknum skoraði þó síðasta mark leiksins og þegar uppi var staðið var forskot Hauka of mikið fyrir Aftureldingu að vinna upp á knöppum tíma. Vörn Hauka var lengst af mjög öflug í leiknum. Leikmenn liðsins voru ákveðnir og hreyfanlegir og fengu Mosfellingar fá skot án þess að út í þá væri gengið. Janus Daði átti stórleik í sókninni og Jón Þorbjörn Jóhannesson nýtti færin mjög vel í seinni hálfleik eftir erfiðan fyrri hálfleik. Egill Eiríksson átti einnig góða innkomu hjá Haukum og skoraði mikilvæg mörk. Adam Haukur Baumruk náði sér ekki á strik sóknarlega en lék mjög góða vörn gegn hægri skyttum Mosfellinga. Davíð Svansson var besti maður Aftureldingar fyrir aftan fína vörnina sem réð fyrst og fremst illa við Janus. Árni Bragi Eyjólfsson skilaði sínu en miklu munaði um að lykilmenn virtust þreytast nokkuð er leið á leikinn. Þriðji leikur liðanna verður á laugardaginn klukkan 16 í Schenkerhöllinni að Ásvöllum.Jón Þorbjörn: Fengum nokkur vel valin orð inni í klefa Jón Þorbjörn var mjög öflugur í hjarta varnarinnar hjá Haukum en hann og aðrir leikmenn Hauka voru ákveðnir í að bjóða ekki upp á sama hripleka varnarleikinn og í fyrsta leik liðanna. „Ég efast um að þú sjáir þetta aftur næstu árin. Þetta var ógeðslega lélegt í síðasta leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við gátum ekki gert annað en að bæta fyrir það,“ sagði Jón Þorbjörn eftir leikinn í kvöld. „Ég veit ekki hvað gerðist síðast. Gunni (Gunnar Magnússon) tók tvo fundi á tveimur dögum og við erum komnir með nóg að því. Nenntum því ekki aftur,“ gantaðist Jón. „Þetta eru búin að vera tvö lið með mjög góða vörn í allan vetur. 40 mörk í fyrri hálfleik í leik milli okkar gengur ekki. Við vissum allan tímann að þetta yrði eðlilegra.“ Línumenn Hauka og þá ekki síst Jón Þorbjörn gerðu sig seka um að fara illa með dauðafærin í fyrri hálfleik en Jón bætti fyrir það með mjög góðri frammistöðu í sókninni í seinni hálfleik. „Við töluðum um hvað við vorum að gera vitlaust. Við skutum á fyrsta tempói í fyrri hálfleik og Davíð (Svansson) er það góður markmaður að hann tekur það. Svo biðum við á hann og þá náðum við að setja hann, bæði ég og Heimir (Óli Heimisson). „Við förum með fjögur færi á línunni í fyrri hálfleik. Þetta voru allt dauðafæri. Það gengur ekki ef maður ætlar að vinna leikina. „Ég og Heimir töluðum saman á leiðinni inn í klefa og svo fengum við nokkur vel valin orð frá nokkrum inni í klefa og við urðum að svara fyrir það. Við erum betri en þetta, bæði ég og Heimir,“ sagði Jón. Eftir að Afturelding vann fyrsta leikinn var mikið rætt og ritað um það að Mosfellingar væru líklegri í einvíginu með unninn heimavallarrétt. Haukar heyrðu þetta og notuðu sem hvatningu fyrir leikinn í kvöld. „Auðvitað les maður blöðin og allt þetta. En það er allt annað mál hvort við höfum hlustað á þetta. Við erum betri en við sýndum í síðsta leik og ætluðum að sýna það og það gerðum við. Nú er þetta einvígi aftur. Það eru Ásvellir næst og ég hlakka bara til,“ sagði Jón Þorbjörn að lokum.Einar Andri: Getum unnið aftur á Ásvöllum „Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik og vorum í nokkuð góðum málum. Svo byrjum við seinni hálfleikinn illa og við gefum eftir hægt og rólega,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Ég hefði kannski átt að rúlla liðinu meira allan seinni hálfleikinn. Það var kannski einhver þreyta en Haukarnir spiluðu vel í seinni hálfleik og voru betri en við. „Við héldum alltaf áfram en skotin urðu ónákvæmari og svo fengu þeir þrjú sóknarfráköst og ódýr mörk. Við breytum aðeins vörninni sem gekk fyrst en svo datt botninn úr því.“ Haukar fóru illa með dauðafærin í fyrri hálfleik en það snérist við í seinni hálfleik og á þeim kafla þegar Haukar lögðu grunninn að forskoti sínu voru það heimamenn sem fóru illa að ráði sínu í góðum færum. „Þetta eru tvö jöfn og góð lið og þetta fellur oft á þessu. Við vorum yfir 16-15. Svo komast þeir í 18-16 og við vorum í yfirtölu og förum illa með tvö dauðafæri. Við hefðum getað verið yfir ef við hefðum nýtt færin. Þetta er oft það sem skilur á milli.“ Afturelding vann fyrsta leikinn á Ásvöllum og hefur Einar Andri fulla trú á að Afturelding geti endurtekið þann leik. „Það er verkefnið. Við unnum þar síðast og þá getum við alveg gert það aftur. Við erum með stórkostlegan stuðning með okkur. Það er aðeins öðruvísi gólfið og veggirnir en annars er þetta sama og alltaf 20 sinnum 40,“ sagði Einar og vísaði þar til stærðar vallarins.Einar Andri á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonJón Þorbjörn var öflugur á línunni.vísir/anton
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira