Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2016 19:00 Kevin Keegan var meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag en hann segir að það sé margt áhugavert sem hafi verið rætt þar. Keegan verður áfram þátttakandi á sérstöku EM kvöldi ráðstefnunnar í kvöld en upplýsingar um dagskrá og miðasölu má finna á heimasíðu ráðstefnunnar. „Það eru 37 ár liðin síðan ég kom til Íslands en þá var ég að spila með Hamburg. Það hefur margt breyst en sumt er óbreytt,“ sagði Keegan sem sagði að ráðstefnan í dag hefði verið skemmtileg upplifun. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og enska landsliðinu. Sjá einnig: Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM „Við höfum fengið að heyra margt áhugavert frá alls konar fólki sem býr yfir mjög mismunandi reynslu og notið velgengni.“ „Það var vel mætt og margar góðar spurningar bornar upp. Maður áttar sig á því að það er engin ein rétt lausn, hvorki í fótbolta né viðskiptum. Það eru margar leiðin á toppinn.“ Ráðstefnan heldur áfram í kvöld en þar verður til umræðu árangur íslenska knattpsyrnulandsliðsins og hvaða möguleika litlu liðin eiga á EM í sumar. „Þetta er rétti staðurinn til að ræða þetta. Það átti enginn von á þessu,“ sagði Keegan og rifjaði upp þegar hann frétti að Ísland hefði unnið Holland. „Ég vissi ekki um hvaða íþrótt það var. Íshokkí? Körfubolta? Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta var í fótbolta.“ Sjá einnig: Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður „En þetta er saga sem veitir mörgum innblástur, líkt og velgengni Leicester hefur gert í Englandi.“ Hann rifjar upp velgengni Danmerkur á EM 1992 og Grikklandi á EM tólf árum síðar. Nú eru önnur tólf ár liðin. „Ég óska Íslandi alls hins besta. Af hverju ekki? En ef Ísland spilar gegn Englandi í úrslitaleiknum, þá fáið þið ekki minn stuðning.“ Hann hvetur leikmenn til að njóta þess að spila á EM í sumar og láta ekki staðar numið. „Ef ég væri leikmaður Íslands myndi ég vilja vita hvort þetta væri allt og sumt eða hvort við ætluðum að gera eitthvað enn meira.“ „Ég held að sagan sé ekki öll sögð.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Kevin Keegan var meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag en hann segir að það sé margt áhugavert sem hafi verið rætt þar. Keegan verður áfram þátttakandi á sérstöku EM kvöldi ráðstefnunnar í kvöld en upplýsingar um dagskrá og miðasölu má finna á heimasíðu ráðstefnunnar. „Það eru 37 ár liðin síðan ég kom til Íslands en þá var ég að spila með Hamburg. Það hefur margt breyst en sumt er óbreytt,“ sagði Keegan sem sagði að ráðstefnan í dag hefði verið skemmtileg upplifun. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og enska landsliðinu. Sjá einnig: Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM „Við höfum fengið að heyra margt áhugavert frá alls konar fólki sem býr yfir mjög mismunandi reynslu og notið velgengni.“ „Það var vel mætt og margar góðar spurningar bornar upp. Maður áttar sig á því að það er engin ein rétt lausn, hvorki í fótbolta né viðskiptum. Það eru margar leiðin á toppinn.“ Ráðstefnan heldur áfram í kvöld en þar verður til umræðu árangur íslenska knattpsyrnulandsliðsins og hvaða möguleika litlu liðin eiga á EM í sumar. „Þetta er rétti staðurinn til að ræða þetta. Það átti enginn von á þessu,“ sagði Keegan og rifjaði upp þegar hann frétti að Ísland hefði unnið Holland. „Ég vissi ekki um hvaða íþrótt það var. Íshokkí? Körfubolta? Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta var í fótbolta.“ Sjá einnig: Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður „En þetta er saga sem veitir mörgum innblástur, líkt og velgengni Leicester hefur gert í Englandi.“ Hann rifjar upp velgengni Danmerkur á EM 1992 og Grikklandi á EM tólf árum síðar. Nú eru önnur tólf ár liðin. „Ég óska Íslandi alls hins besta. Af hverju ekki? En ef Ísland spilar gegn Englandi í úrslitaleiknum, þá fáið þið ekki minn stuðning.“ Hann hvetur leikmenn til að njóta þess að spila á EM í sumar og láta ekki staðar numið. „Ef ég væri leikmaður Íslands myndi ég vilja vita hvort þetta væri allt og sumt eða hvort við ætluðum að gera eitthvað enn meira.“ „Ég held að sagan sé ekki öll sögð.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15