Ekki er öll von úti fyrir Sanders Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. maí 2016 21:28 Demókrataflokkurinn gæti neyðst til þess að bregðast við því að Sanders er töluvert vinsælli á meðal almennings en Clinton. Vísir/Getty Þrátt fyrir að margir af stærri fjölmiðlum Bandaríkjanna séu búnir að afskrifa þann möguleika að Bernie Sanders verði frambjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum virðist þó enn vera vonarglæta fyrir hann. Þetta bendir Seth Abramson á í grein sinni sem Huffington Post birti í dag. Hann segir Sanders vera meðvitaðan um þennan möguleika og því haldi hann ótrauður áfram. Það geri hann þó svo að staðan sé formlega sú að Hillary Clinton vanti einungis atkvæði 143 kjörmanna (e. delegates) til viðbótar til að hljóta útnefningu flokks síns á meðan Sanders vantar atkvæði 910 kjörmanna til þess að vinna.Bernie Sanders, berst áfram á móti straumi og það er góð ástæða fyrir því.Nordicphotos/AFPOfur-kjörmenn eiga enn eftir að kjósaÁstæðurnar sem Abramson nefnir fyrir mögulegum óvæntum sigri Sanders eru aðallega tvær. Fyrri ástæðan er að enn á eftir að kjósa í Kaliforníu en þar eru 548 kjörmenn í pottinum en úrslit forvalsins þar verða kunn 7.júní. Seinni ástæðan eru atkvæði svokallaðra ofur-kjörmanna (e. super delegates) sem er fólk í áhrifastöðum innan flokksins. Barack Obama er til dæmis einn ofur kjörmanna sem og núlifandi fyrrum forsetar Bandaríkjanna sem eru demókratar. Það eru líka allir þingmenn demókrataflokksins og aðrir flokksmenn sem þykja hafa unnið sér inn "heiðurssæti" af einhverjum ástæðum. Formlega hefur Clinton tryggt sér 524 atkvæði frá ofur-kjörmönnum en Bernie Sanders aðeins 40. Talað er um að það þurfi 2383 kjörmenn til þess að verða forsetaefni flokksins. En þar með er þó ekki öll sagan sögð. Hægt er að fylgjast ítarlega með kjörmanna stöðu frambjóðandana beggja flokka á sérhannaðri síðu Bloomberg. Atkvæði ofur kjörmanna eru ástæða þess að Clinton hefur unnið fleiri kjörmenn á sitt band þó svo að Sanders hafi unnið á atkvæðafjölda í mörgum fylkjum. Þetta gerðist til dæmis þegar kosið var í Rhode Island í apríl þar sem Clinton tryggði sér 20 kjörmenn en Sanders 13 eftir að 55% kjósenda völdu þann gráhærða. Hann vann en samt fékk hún fleiri kjörmenn. Eða hvað? Þar liggur nefnilega hundurinn grafinn. Abramson bendir á að ofur-kjörmennirnir eru ekki búnir að kjósa þó svo að atkvæði þeirra séu talin með. Það gera þeir ekki fyrr en í júlí á aðal þingi demókrata þar sem formlega verður ákveðið hver forsetaframbjóðandi demókrata verður. Fyrir forvalið gefa ofur-kjörmenn vilyrði sitt til frambjóðenda en það þarf ekki að vera bindandi. Fari svo að mjótt verði á mununum eða að Sanders þyki líklegri til þess að sigra Donald Trump í forsetakosningunum sjálfum í haust hafa þeir rými til þess að skipta um skoðun.Samkvæmt skoðanakönnunum í Bandaríkjunum á Sanders betri möguleika að sigra Trump en Clinton. Sérstaklega í svokölluðum óvissufylkjum.Vísir/GettyFjórar ástæður þess að ofur-kjörmenn gætu skipt um skoðunKerfið í kringum ofur-kjörmennina var hannað árið 1984 einmitt til þess að flokkurinn gæti haft svigrúm til þess að endurskoða stöðuna sé mjótt á mununum á milli frambjóðanda til forvalsins. Það hefur aldrei reynt á þetta fyrr en með hverri kosningu sem Sanders vinnur, því meira aukast líkurnar á því að fleiri og fleiri ofur-kjörmenn hoppi úr bát Clinton og yfir til Sanders. Abramson nefnir fjórar ástæður þess að Sanders gæti á endanum hlotið útnefningu demókrata með þessum hætti; 1. Sanders kemur töluvert betur út í skoðanakönnunum á meðal almennings en Clinton. 2. Í skoðanakönnunum er fylgi hans á meðal almennings meira en fylgi Trump og Clinton.3. Fleiri hallast að Sanders en Trump í svokölluðum óvissuríkjum sem demókratar og repúblikanar hafa unnið á mis í forsetakosningum hingað til.4. Sanders kemur mun betur út en bæði Clinton og Trump í skoðanakönnunum á meðal fólks sem styður venjulega hvorugan flokkinn.Abramson segir þetta vera ástæðuna sem gefi Sanders kraftinn til þess að halda áfram að vaða á móti straumi. Staðreyndin er nefnilega sú að sigri Sanders í Kaliforníu í byrjun júní verða úrslitin í forvali demókrata ekki ljós fyrr en á aðalþingi þeirra í júlí. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Þó virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Hillary Clinton í keppninni um tilnefningu Demókrata. 11. maí 2016 08:28 Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki "Það er bara staðreynd,“ segir Bernie Sanders. 24. apríl 2016 14:07 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Þrátt fyrir að margir af stærri fjölmiðlum Bandaríkjanna séu búnir að afskrifa þann möguleika að Bernie Sanders verði frambjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum virðist þó enn vera vonarglæta fyrir hann. Þetta bendir Seth Abramson á í grein sinni sem Huffington Post birti í dag. Hann segir Sanders vera meðvitaðan um þennan möguleika og því haldi hann ótrauður áfram. Það geri hann þó svo að staðan sé formlega sú að Hillary Clinton vanti einungis atkvæði 143 kjörmanna (e. delegates) til viðbótar til að hljóta útnefningu flokks síns á meðan Sanders vantar atkvæði 910 kjörmanna til þess að vinna.Bernie Sanders, berst áfram á móti straumi og það er góð ástæða fyrir því.Nordicphotos/AFPOfur-kjörmenn eiga enn eftir að kjósaÁstæðurnar sem Abramson nefnir fyrir mögulegum óvæntum sigri Sanders eru aðallega tvær. Fyrri ástæðan er að enn á eftir að kjósa í Kaliforníu en þar eru 548 kjörmenn í pottinum en úrslit forvalsins þar verða kunn 7.júní. Seinni ástæðan eru atkvæði svokallaðra ofur-kjörmanna (e. super delegates) sem er fólk í áhrifastöðum innan flokksins. Barack Obama er til dæmis einn ofur kjörmanna sem og núlifandi fyrrum forsetar Bandaríkjanna sem eru demókratar. Það eru líka allir þingmenn demókrataflokksins og aðrir flokksmenn sem þykja hafa unnið sér inn "heiðurssæti" af einhverjum ástæðum. Formlega hefur Clinton tryggt sér 524 atkvæði frá ofur-kjörmönnum en Bernie Sanders aðeins 40. Talað er um að það þurfi 2383 kjörmenn til þess að verða forsetaefni flokksins. En þar með er þó ekki öll sagan sögð. Hægt er að fylgjast ítarlega með kjörmanna stöðu frambjóðandana beggja flokka á sérhannaðri síðu Bloomberg. Atkvæði ofur kjörmanna eru ástæða þess að Clinton hefur unnið fleiri kjörmenn á sitt band þó svo að Sanders hafi unnið á atkvæðafjölda í mörgum fylkjum. Þetta gerðist til dæmis þegar kosið var í Rhode Island í apríl þar sem Clinton tryggði sér 20 kjörmenn en Sanders 13 eftir að 55% kjósenda völdu þann gráhærða. Hann vann en samt fékk hún fleiri kjörmenn. Eða hvað? Þar liggur nefnilega hundurinn grafinn. Abramson bendir á að ofur-kjörmennirnir eru ekki búnir að kjósa þó svo að atkvæði þeirra séu talin með. Það gera þeir ekki fyrr en í júlí á aðal þingi demókrata þar sem formlega verður ákveðið hver forsetaframbjóðandi demókrata verður. Fyrir forvalið gefa ofur-kjörmenn vilyrði sitt til frambjóðenda en það þarf ekki að vera bindandi. Fari svo að mjótt verði á mununum eða að Sanders þyki líklegri til þess að sigra Donald Trump í forsetakosningunum sjálfum í haust hafa þeir rými til þess að skipta um skoðun.Samkvæmt skoðanakönnunum í Bandaríkjunum á Sanders betri möguleika að sigra Trump en Clinton. Sérstaklega í svokölluðum óvissufylkjum.Vísir/GettyFjórar ástæður þess að ofur-kjörmenn gætu skipt um skoðunKerfið í kringum ofur-kjörmennina var hannað árið 1984 einmitt til þess að flokkurinn gæti haft svigrúm til þess að endurskoða stöðuna sé mjótt á mununum á milli frambjóðanda til forvalsins. Það hefur aldrei reynt á þetta fyrr en með hverri kosningu sem Sanders vinnur, því meira aukast líkurnar á því að fleiri og fleiri ofur-kjörmenn hoppi úr bát Clinton og yfir til Sanders. Abramson nefnir fjórar ástæður þess að Sanders gæti á endanum hlotið útnefningu demókrata með þessum hætti; 1. Sanders kemur töluvert betur út í skoðanakönnunum á meðal almennings en Clinton. 2. Í skoðanakönnunum er fylgi hans á meðal almennings meira en fylgi Trump og Clinton.3. Fleiri hallast að Sanders en Trump í svokölluðum óvissuríkjum sem demókratar og repúblikanar hafa unnið á mis í forsetakosningum hingað til.4. Sanders kemur mun betur út en bæði Clinton og Trump í skoðanakönnunum á meðal fólks sem styður venjulega hvorugan flokkinn.Abramson segir þetta vera ástæðuna sem gefi Sanders kraftinn til þess að halda áfram að vaða á móti straumi. Staðreyndin er nefnilega sú að sigri Sanders í Kaliforníu í byrjun júní verða úrslitin í forvali demókrata ekki ljós fyrr en á aðalþingi þeirra í júlí.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Þó virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Hillary Clinton í keppninni um tilnefningu Demókrata. 11. maí 2016 08:28 Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki "Það er bara staðreynd,“ segir Bernie Sanders. 24. apríl 2016 14:07 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Þó virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Hillary Clinton í keppninni um tilnefningu Demókrata. 11. maí 2016 08:28
Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki "Það er bara staðreynd,“ segir Bernie Sanders. 24. apríl 2016 14:07
Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22