Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Fylkir 2-0 | Valsmenn tóku andlausa Fylkismenn Stefán Árni Pálsson á Valsvellinum skrifar 12. maí 2016 22:00 Valsmenn fagna marki í kvöld. vísir/anton brink Valsmenn unnu í kvöld sinn fyrsta leik í Pepsi-deild karla á tímabilinu þegar liðið lagði lánlausa Fylkismenn af velli, 2-0, á Valsvellinum í kvöld. Fyrir leikinn voru bæði lið án stiga og nú eru Valsmenn komnir á blað. Mörk Vals gerðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Haukur Páll Sigurðsson en liðið var mikið betra allan leikinn og átti sigurinn svo sannarlega skilið.Af hverju vann Valur?Valsmenn voru virkilega góðir í kvöld og létu boltann ganga vel innan liðsins. Samspil leikmanna Vals er frábært og fær maður að sjá oft á tíðum flotta þríhyrninga inn á vellinum. Í kvöld var varnarleikur liðsins aftur á móti traustur, eitthvað sem hefur ekki sést hingað til í deildinni. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður og átti Fylkir í raun aldrei möguleika í þessum leik.Þessir stóðu upp úrSigurður Egill Lárusson var frábær í liði Vals og hlýtur drengurinn að vera með einhvern allra besta vinstri fót í deildinni. Hann veður upp kantinn allan leikinn og nær nánast alltaf góðri fyrirgjöf inn í teiginn. Hann átti síðan hornspyrnuna sem skilaði öðru mark heimamanna í kvöld. Þeir Haukur Páll Sigurðsson og Guðjón Pétur Lýðsson eru síðan virkilega öflugir á miðri miðjunni hjá Val og samvinna þeirra er frábær. Það var alltaf mikil ró og yfirvegun yfir miðjuspili Valsara í kvöld.Hvað gekk illa?Fylkismenn náðu ekki að skapa sér færi í kvöld og það er mikið áhyggjuefni. Liðið þarf að sýna mun meiri karakter og þarf liðið einhvern veginn að bæta flest allt sem kemur að fótbolta. Það vantar upp á síðustu sendingu Fylkis, úrslitasendinguna sem skapar dauðafæri í fótbolta. Fylkismenn verða að vera einbeittari í föstum leikatriðum en Valsmenn skoruðu eitt mark í föstu leikatriði og skutu einu sinni boltanum í stöngina.Hvað gerist næst?Fylkismenn mæta Eyjamönnum í næstu umferð og verður liðið í raun og ná í þrjú stig í Árbænum. Valsmenn mæta Víkingum í næstu umferð og væri frábært fyrir liðið að tengja saman tvo góða sigurleiki. Hermann var svekktur í leikslok. Fylkir er án stiga eftir þrjá leiki.vísir/valliHermann að fá íslenskan leikmann „Þetta var bara sterkt Valslið sem við mættum hér í kvöld en við börðum allan leikinn eins og ljón,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Það vantar aðeins upp á sendingarnar hjá leikmönnum liðsins en það er stígandi í þessu hjá okkur. Við erum að koma okkur í fína stöður en það vantar upp á þessa úrslitasendingu hjá okkur.“ Hermann segir að liðið sé með gæðin til þess að koma sér í betri færi. „Það var margt jákvætt hjá okkur í kvöld, en þetta var hörku botnslagur,“ sagði Hermann nokkuð léttur. „Liðin voru bæði særð þegar þau mættu til leiks en Valsmenn eru bara með hörkulið og þarf allt að ganga upp ef maður ætlar sér að fá eitthvað á móti svona liði,“ segir Hermann og bætir við að hann hafi ekki áhyggjur af stöðu liðsins. „Við komum til baka og förum að vinna leiki fyrr en síðar. Það er óþarfi að fara stara á töfluna alveg strax, gerum það í lok móts.“ Hermann er við það að ná í íslenskan leikmann fyrir lok félagaskiptagluggann sem lokar 15. maí. „Hugsanlega kemur einn íslenskur leikmaður inn í liðið. Ég veit ekkert hvað ég má segja en ég held að þetta sé nokkuð öruggt,“ segir Hermann sem vildi ekki upplýsa hvaða leikmaður væri um að ræða.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.vísir/ernirÓlafur: Vörnin hélt og við nýttum færin „Leikirnir hjá okkur hafa spilast mjög svipað og þessu leikur í kvöld en núna nýttum við tvö færi,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Vörnin hélt í kvöld og heilt yfir var aðeins meiri kraftur í varnarleik liðsins. Ef þú heldur hreinu í fótboltaleik, þá tapar þú að minnsta kosti ekki leiknum, það eru ekki flókin fræði.“ Óli segir að hann hafi sett leikinn þannig upp að fá alls ekki á sig mark. „Ég er ekki frá því að þetta hafi verið besti leikur okkar á tímabilinu, en samt ekki svo ósvipaður hinum tveim. Mér fannst fyrri hálfleikurinn sérstaklega góður,“ segir Ólafur sem ætlar ekki að styrkja leikmannahópinn fyrir lok félagaskiptagluggans.Haukur Páll Sigurðsson í leik með Val. Vísir/StefánHaukur: Heildar varnarleikur liðsins betri í kvöld „Ég myndi nú alveg segja að þessi úrslit séu ákveðin léttir og gott að koma einhverjum stigum á töfluna,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Það er alltaf þungt ef stigin eru lengi að koma en sem betur fer komu þau í dag eftir mjög flotta frammistöðu.“ Haukur segir að heildar varnarleikur liðsins hafi verið betri í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. „Liðið var meira slitið í fyrstu tveimur leikjunum og við gerðum vel í kvöld. Í öllum þessum þremur leikjum erum við að skapa okkur fullt af færum.“ Hann segir að Valsliðið hafi einfaldlega verið mun betra í kvöld og átt sigurinn skilið. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Valsmenn unnu í kvöld sinn fyrsta leik í Pepsi-deild karla á tímabilinu þegar liðið lagði lánlausa Fylkismenn af velli, 2-0, á Valsvellinum í kvöld. Fyrir leikinn voru bæði lið án stiga og nú eru Valsmenn komnir á blað. Mörk Vals gerðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Haukur Páll Sigurðsson en liðið var mikið betra allan leikinn og átti sigurinn svo sannarlega skilið.Af hverju vann Valur?Valsmenn voru virkilega góðir í kvöld og létu boltann ganga vel innan liðsins. Samspil leikmanna Vals er frábært og fær maður að sjá oft á tíðum flotta þríhyrninga inn á vellinum. Í kvöld var varnarleikur liðsins aftur á móti traustur, eitthvað sem hefur ekki sést hingað til í deildinni. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður og átti Fylkir í raun aldrei möguleika í þessum leik.Þessir stóðu upp úrSigurður Egill Lárusson var frábær í liði Vals og hlýtur drengurinn að vera með einhvern allra besta vinstri fót í deildinni. Hann veður upp kantinn allan leikinn og nær nánast alltaf góðri fyrirgjöf inn í teiginn. Hann átti síðan hornspyrnuna sem skilaði öðru mark heimamanna í kvöld. Þeir Haukur Páll Sigurðsson og Guðjón Pétur Lýðsson eru síðan virkilega öflugir á miðri miðjunni hjá Val og samvinna þeirra er frábær. Það var alltaf mikil ró og yfirvegun yfir miðjuspili Valsara í kvöld.Hvað gekk illa?Fylkismenn náðu ekki að skapa sér færi í kvöld og það er mikið áhyggjuefni. Liðið þarf að sýna mun meiri karakter og þarf liðið einhvern veginn að bæta flest allt sem kemur að fótbolta. Það vantar upp á síðustu sendingu Fylkis, úrslitasendinguna sem skapar dauðafæri í fótbolta. Fylkismenn verða að vera einbeittari í föstum leikatriðum en Valsmenn skoruðu eitt mark í föstu leikatriði og skutu einu sinni boltanum í stöngina.Hvað gerist næst?Fylkismenn mæta Eyjamönnum í næstu umferð og verður liðið í raun og ná í þrjú stig í Árbænum. Valsmenn mæta Víkingum í næstu umferð og væri frábært fyrir liðið að tengja saman tvo góða sigurleiki. Hermann var svekktur í leikslok. Fylkir er án stiga eftir þrjá leiki.vísir/valliHermann að fá íslenskan leikmann „Þetta var bara sterkt Valslið sem við mættum hér í kvöld en við börðum allan leikinn eins og ljón,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Það vantar aðeins upp á sendingarnar hjá leikmönnum liðsins en það er stígandi í þessu hjá okkur. Við erum að koma okkur í fína stöður en það vantar upp á þessa úrslitasendingu hjá okkur.“ Hermann segir að liðið sé með gæðin til þess að koma sér í betri færi. „Það var margt jákvætt hjá okkur í kvöld, en þetta var hörku botnslagur,“ sagði Hermann nokkuð léttur. „Liðin voru bæði særð þegar þau mættu til leiks en Valsmenn eru bara með hörkulið og þarf allt að ganga upp ef maður ætlar sér að fá eitthvað á móti svona liði,“ segir Hermann og bætir við að hann hafi ekki áhyggjur af stöðu liðsins. „Við komum til baka og förum að vinna leiki fyrr en síðar. Það er óþarfi að fara stara á töfluna alveg strax, gerum það í lok móts.“ Hermann er við það að ná í íslenskan leikmann fyrir lok félagaskiptagluggann sem lokar 15. maí. „Hugsanlega kemur einn íslenskur leikmaður inn í liðið. Ég veit ekkert hvað ég má segja en ég held að þetta sé nokkuð öruggt,“ segir Hermann sem vildi ekki upplýsa hvaða leikmaður væri um að ræða.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.vísir/ernirÓlafur: Vörnin hélt og við nýttum færin „Leikirnir hjá okkur hafa spilast mjög svipað og þessu leikur í kvöld en núna nýttum við tvö færi,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Vörnin hélt í kvöld og heilt yfir var aðeins meiri kraftur í varnarleik liðsins. Ef þú heldur hreinu í fótboltaleik, þá tapar þú að minnsta kosti ekki leiknum, það eru ekki flókin fræði.“ Óli segir að hann hafi sett leikinn þannig upp að fá alls ekki á sig mark. „Ég er ekki frá því að þetta hafi verið besti leikur okkar á tímabilinu, en samt ekki svo ósvipaður hinum tveim. Mér fannst fyrri hálfleikurinn sérstaklega góður,“ segir Ólafur sem ætlar ekki að styrkja leikmannahópinn fyrir lok félagaskiptagluggans.Haukur Páll Sigurðsson í leik með Val. Vísir/StefánHaukur: Heildar varnarleikur liðsins betri í kvöld „Ég myndi nú alveg segja að þessi úrslit séu ákveðin léttir og gott að koma einhverjum stigum á töfluna,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Það er alltaf þungt ef stigin eru lengi að koma en sem betur fer komu þau í dag eftir mjög flotta frammistöðu.“ Haukur segir að heildar varnarleikur liðsins hafi verið betri í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. „Liðið var meira slitið í fyrstu tveimur leikjunum og við gerðum vel í kvöld. Í öllum þessum þremur leikjum erum við að skapa okkur fullt af færum.“ Hann segir að Valsliðið hafi einfaldlega verið mun betra í kvöld og átt sigurinn skilið.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira