Umfjöllun, viðtöl og einkunnar: ÍA - Fjölnir 1-0 | Skagamenn komnir á blað Ingvi Þór Sæmundsson á Norðurálsvellinum skrifar 12. maí 2016 22:00 Skagamenn fengu þrjú stig í kvöld. vísir/ernir ÍA er komið á blað í Pepsi-deild karla í ár eftir 1-0 sigur á Fjölni á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en Garðar Gunnlaugsson skoraði eina markið á 17. mínútu eftir hornspyrnu. Fjölnismenn voru meira með boltann það sem eftir lifði leiks en Skagavörnin lenti ekki í miklum vandræðum með sóknaraðgerðir gestanna. Heimamenn héldu út og fögnuðu verðskulduðum þremur stigum sem eru þeirra fyrstu á tímabilinu.Af hverju vann ÍA? Eftir skellinn fyrir ÍBV í 1. umferð hafa Skagamenn leitað í grunngildin; verið skipulagðir, unnið vel fyrir hvorn annan og spilað eins og lið. Varnarleikurinn var mjög sterkur í kvöld og Árni Snær Ólafsson öryggið uppmálað þar fyrir aftan. Mark Skagamanna kom eftir fast leikatriði þar sem þeir voru einfaldlega fyrri til að bregðast við og ráðast á lausan bolta. Það var kannski lýsandi fyrir hugarfar Akurnesinga í leiknum.Þessir stóðu upp úr Vörn ÍA var öflug með Ármann Smára Björnsson sem besta mann. Stóri maðurinn átti erfitt uppdráttar gegn ÍBV en hefur verið flottur í síðustu tveimur leikjum. Árni Snær var öruggur í markinu, Þórður Þorsteinn Þórðarson mjög góður í hægri bakverðinum og Albert Hafsteinsson duglegur á miðjunni. Hjá Fjölni var fátt um fína drætti. Það var helst Guðmundur Karl Guðmundsson sem lét að sér kveða. Það gekk ekki allt upp hjá honum en hann var allavega að reyna og hætti aldrei.Hvað gekk illa? Þetta var frekar slakur fótboltaleikur og lítið um góða spilkafla. Sóknarleikur beggja liða var ekki merkilegur og það var vel við hæfi að eina mark leiksins kæmi eftir hornspyrnu. Fjölnismenn byrjuðu leikinn reyndar ágætlega en koðnuðu niður eftir markið og voru ekki líklegir til afreka fram á við eftir það.Hvað gerist næst? Skagamenn eru komnir með þrjú stig og upp úr fallsæti. Þeir mæta ósigruðum Ólsurum í Vesturlandsslag á mánudaginn en ÍA ætti að geta safnað stigum í næstu fjórum leikjum sem eru gegn báðum Víkingsliðunum, Fylki og Þrótti. Fjölnismönnum var kippt niður á jörðina eftir tvo sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Þeirra bíður erfitt verkefni í næstu umferð þar þeir mæta FH í Kaplakrika.Gunnlaugur: Höfðum ofboðslega mikið fyrir þessu Gunnlaugi Jónssyni, þjálfara ÍA, var að vonum létt eftir að Skagamenn náðu í sín fyrstu stig í Pepsi-deildinni í ár með sigri á Fjölni í kvöld. „Þetta gekk eins og við lögðum upp með. Við ætluðum að byggja á því sem gekk vel gegn FH þar sem við vorum þéttir og fastir fyrir. „Þetta var iðnaðarútgáfa af sigri, kannski ekki sá fallegasti en við uppskárum eins og við sáðum,“ sagði Gunnlaugur í leikslok. Hann er ánægður með hvernig hans menn hafa svarað stórtapinu fyrir ÍBV í 1. umferðinni. „4-0 tap var mikið sjokk í fyrsta leik en við höfum bætt varnarleikinn mikið frá honum. Við höfðum ofboðslega mikið fyrir þessu í dag og þetta var frábær sigur,“ sagði þjálfarinn. Þrátt fyrir sigurinn í kvöld segir Gunnlaugur að Skagamenn geti gert betur og spilað betri fótbolta. „Með þessum sigri fáum við meira sjálfstraust og getum haldið boltanum betur. Maður sá að það vantaði aðeins upp á sjálfstraustið í þessum leik en ég held að þessi sigur gefi okkur mikið og það er mikilvægt að vera komnir á blað,“ sagði Gunnlaugur að lokum.Ágúst: Þetta var verðskuldaður sigur Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var sammála blaðamanni að það hafi vantað meira púður í sóknarleik Grafarvogsliðsins í kvöld. „Það vantaði svolítið púður í okkur. Þetta var ekkert sérstaklega góður fótboltaleikur, mikið um baráttu og Skagamenn voru bara sterkari þar. Þetta var verðskuldaður sigur hjá þeim,“ sagði Ágúst eftir leikinn. „Við náðum ekki upp nógu góðu spili. Þetta var barátta og markið er lýsandi fyrir leikinn. Þetta var ekki okkar dagur en kærkominn sigur fyrir Skagamenn,“ sagði Ágúst sem vildi sjá meira frá sínum mönnum fram á við. „Þeir lokuðu vel á okkur og það var erfitt að brjóta þá á bak aftur.“ Þórir Guðjónsson lék ekki með Fjölni í kvöld sökum meiðsla. En hvenær býst Ágúst við því að endurheimta framherjann öfluga? „Þórir verður líklega frá í 2-3 vikur en við erum kokhraustir með það lið sem við erum með og berjumst áfram í þessu,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sjá meira
ÍA er komið á blað í Pepsi-deild karla í ár eftir 1-0 sigur á Fjölni á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en Garðar Gunnlaugsson skoraði eina markið á 17. mínútu eftir hornspyrnu. Fjölnismenn voru meira með boltann það sem eftir lifði leiks en Skagavörnin lenti ekki í miklum vandræðum með sóknaraðgerðir gestanna. Heimamenn héldu út og fögnuðu verðskulduðum þremur stigum sem eru þeirra fyrstu á tímabilinu.Af hverju vann ÍA? Eftir skellinn fyrir ÍBV í 1. umferð hafa Skagamenn leitað í grunngildin; verið skipulagðir, unnið vel fyrir hvorn annan og spilað eins og lið. Varnarleikurinn var mjög sterkur í kvöld og Árni Snær Ólafsson öryggið uppmálað þar fyrir aftan. Mark Skagamanna kom eftir fast leikatriði þar sem þeir voru einfaldlega fyrri til að bregðast við og ráðast á lausan bolta. Það var kannski lýsandi fyrir hugarfar Akurnesinga í leiknum.Þessir stóðu upp úr Vörn ÍA var öflug með Ármann Smára Björnsson sem besta mann. Stóri maðurinn átti erfitt uppdráttar gegn ÍBV en hefur verið flottur í síðustu tveimur leikjum. Árni Snær var öruggur í markinu, Þórður Þorsteinn Þórðarson mjög góður í hægri bakverðinum og Albert Hafsteinsson duglegur á miðjunni. Hjá Fjölni var fátt um fína drætti. Það var helst Guðmundur Karl Guðmundsson sem lét að sér kveða. Það gekk ekki allt upp hjá honum en hann var allavega að reyna og hætti aldrei.Hvað gekk illa? Þetta var frekar slakur fótboltaleikur og lítið um góða spilkafla. Sóknarleikur beggja liða var ekki merkilegur og það var vel við hæfi að eina mark leiksins kæmi eftir hornspyrnu. Fjölnismenn byrjuðu leikinn reyndar ágætlega en koðnuðu niður eftir markið og voru ekki líklegir til afreka fram á við eftir það.Hvað gerist næst? Skagamenn eru komnir með þrjú stig og upp úr fallsæti. Þeir mæta ósigruðum Ólsurum í Vesturlandsslag á mánudaginn en ÍA ætti að geta safnað stigum í næstu fjórum leikjum sem eru gegn báðum Víkingsliðunum, Fylki og Þrótti. Fjölnismönnum var kippt niður á jörðina eftir tvo sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Þeirra bíður erfitt verkefni í næstu umferð þar þeir mæta FH í Kaplakrika.Gunnlaugur: Höfðum ofboðslega mikið fyrir þessu Gunnlaugi Jónssyni, þjálfara ÍA, var að vonum létt eftir að Skagamenn náðu í sín fyrstu stig í Pepsi-deildinni í ár með sigri á Fjölni í kvöld. „Þetta gekk eins og við lögðum upp með. Við ætluðum að byggja á því sem gekk vel gegn FH þar sem við vorum þéttir og fastir fyrir. „Þetta var iðnaðarútgáfa af sigri, kannski ekki sá fallegasti en við uppskárum eins og við sáðum,“ sagði Gunnlaugur í leikslok. Hann er ánægður með hvernig hans menn hafa svarað stórtapinu fyrir ÍBV í 1. umferðinni. „4-0 tap var mikið sjokk í fyrsta leik en við höfum bætt varnarleikinn mikið frá honum. Við höfðum ofboðslega mikið fyrir þessu í dag og þetta var frábær sigur,“ sagði þjálfarinn. Þrátt fyrir sigurinn í kvöld segir Gunnlaugur að Skagamenn geti gert betur og spilað betri fótbolta. „Með þessum sigri fáum við meira sjálfstraust og getum haldið boltanum betur. Maður sá að það vantaði aðeins upp á sjálfstraustið í þessum leik en ég held að þessi sigur gefi okkur mikið og það er mikilvægt að vera komnir á blað,“ sagði Gunnlaugur að lokum.Ágúst: Þetta var verðskuldaður sigur Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var sammála blaðamanni að það hafi vantað meira púður í sóknarleik Grafarvogsliðsins í kvöld. „Það vantaði svolítið púður í okkur. Þetta var ekkert sérstaklega góður fótboltaleikur, mikið um baráttu og Skagamenn voru bara sterkari þar. Þetta var verðskuldaður sigur hjá þeim,“ sagði Ágúst eftir leikinn. „Við náðum ekki upp nógu góðu spili. Þetta var barátta og markið er lýsandi fyrir leikinn. Þetta var ekki okkar dagur en kærkominn sigur fyrir Skagamenn,“ sagði Ágúst sem vildi sjá meira frá sínum mönnum fram á við. „Þeir lokuðu vel á okkur og það var erfitt að brjóta þá á bak aftur.“ Þórir Guðjónsson lék ekki með Fjölni í kvöld sökum meiðsla. En hvenær býst Ágúst við því að endurheimta framherjann öfluga? „Þórir verður líklega frá í 2-3 vikur en við erum kokhraustir með það lið sem við erum með og berjumst áfram í þessu,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sjá meira