Útilokar samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2016 16:21 Helgi Hjörvar Vísir/Ernir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segir stjórnmálaflokk ekki glata þremur af fjórum stuðningsmönnum sínum út af útliti eða persónum heldur vegna þess að hann hafi ekki þróað stefnumál sín og skipulag með nægilega trúverðugum hætti. Samfylkingin mælist nú með afar lítið fylgi í skoðanakönnunum en í skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. „Meðal þess sem ég legg áherslu á er að við sköpum þann skýra valkost sem kjósendur eru að leita að með sem mestu samstarfi og helst kosningabandalagi stjórnarandstöðunnar fyrir næstu kosningar með áherslu á fá mál og stutt kjörtímabil. Ég held að það sé með mjög sterk ósk hjá fólki um að fá að vita hverjir ætla að starfa með hverjum að hverju en ekki að menn fari í eitthvað makk um það í bakherbergjum um það eftir kosningar,“ segir Helgi í samtali við Vísi og bætir við að verði hann kjörinn formaður Samfylkingarinnar útilokar hann samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Hann segir mjög mikilvægt að endurnýja í forystusveitinni. „Þess vegna tilkynnti ég samhliða því þegar ég sagði frá formannsframboði mínu að ég myndi ekki sækjast eftir efsta sætinu í prófkjörinu í Reykjavík. Ég tel að í jafnaðarmannaflokki þurfi formaður ekki að vera bæði formaður og oddviti og eins til að hleypa fleirum að í þau verkefni. Ég held nefnilega að eitt af því sem við getum gert betur er að formaður flokksins hafi verið alltof mikið bundinn inni á Alþingi því árið 2016 verður pólitíkin ekki bara til á þingi heldur úti um allt samfélag.“ Aðspurður hvað honum þyki um hugmynd Magnúsar Orra Schram sem einnig er í framboði til formanns um að leggja Samfylkinguna niður og stofna nýjan flokk segir Helgi: „Það má hugsa allt en ég tel að nýtt nafn eða fleiri nýir flokkar á vinstri vængnum muni ekki leysa neinn vanda. Mér finnst líka löngu tímbært að við í Samfylkingunni réttum úr okkur og séum stolt af þeim gríðarlega viðsnúningi sem hér náðist á síðasta kjörtímabili.“ Alþingi Tengdar fréttir Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58 VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00 Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segir stjórnmálaflokk ekki glata þremur af fjórum stuðningsmönnum sínum út af útliti eða persónum heldur vegna þess að hann hafi ekki þróað stefnumál sín og skipulag með nægilega trúverðugum hætti. Samfylkingin mælist nú með afar lítið fylgi í skoðanakönnunum en í skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. „Meðal þess sem ég legg áherslu á er að við sköpum þann skýra valkost sem kjósendur eru að leita að með sem mestu samstarfi og helst kosningabandalagi stjórnarandstöðunnar fyrir næstu kosningar með áherslu á fá mál og stutt kjörtímabil. Ég held að það sé með mjög sterk ósk hjá fólki um að fá að vita hverjir ætla að starfa með hverjum að hverju en ekki að menn fari í eitthvað makk um það í bakherbergjum um það eftir kosningar,“ segir Helgi í samtali við Vísi og bætir við að verði hann kjörinn formaður Samfylkingarinnar útilokar hann samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Hann segir mjög mikilvægt að endurnýja í forystusveitinni. „Þess vegna tilkynnti ég samhliða því þegar ég sagði frá formannsframboði mínu að ég myndi ekki sækjast eftir efsta sætinu í prófkjörinu í Reykjavík. Ég tel að í jafnaðarmannaflokki þurfi formaður ekki að vera bæði formaður og oddviti og eins til að hleypa fleirum að í þau verkefni. Ég held nefnilega að eitt af því sem við getum gert betur er að formaður flokksins hafi verið alltof mikið bundinn inni á Alþingi því árið 2016 verður pólitíkin ekki bara til á þingi heldur úti um allt samfélag.“ Aðspurður hvað honum þyki um hugmynd Magnúsar Orra Schram sem einnig er í framboði til formanns um að leggja Samfylkinguna niður og stofna nýjan flokk segir Helgi: „Það má hugsa allt en ég tel að nýtt nafn eða fleiri nýir flokkar á vinstri vængnum muni ekki leysa neinn vanda. Mér finnst líka löngu tímbært að við í Samfylkingunni réttum úr okkur og séum stolt af þeim gríðarlega viðsnúningi sem hér náðist á síðasta kjörtímabili.“
Alþingi Tengdar fréttir Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58 VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00 Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58
VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00
Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22