
Boðið er upp á jazzballett fyrir krakka á aldrinum 7-9 og 10-12 ára en dans- og leikjanámskeið fyrir 3-6 ára börn. „Börnin þurfa ekki að hafa lært neitt í dansi áður enda er þetta skemmtileg leið fyrir þau að vita hvort þau hafi gaman af jazzballett,“ segir Bára glaðlega. Hún segir dansinn afar skemmtilegan. „Í jazzballett er alltaf verið að segja einhverja sögu og í raun dregur það fram listamanninn í krökkunum.“
JSB er annars vegar með almennan danslistarskóla sem sérhæfir sig í jazzballett. Námið er vinsælt og fjölbreytt og við hæfi allra. Megináhersla er lögð á jazzdans (street jazz, lyrical jazz, musical jazz, contemporary jazz o.fl., alhliða líkamsþjálfun og danstækni). Hins vegar rekur JSB einnig sérstaka listdansbraut sem hefst með fornámi fyrir 7-9 ára börn en tíu ára gömul geta þau tekið inntökupróf inn á listdansbrautina. Á menntaskólaárum gildir námið í skólanum til 51 einingar.
„Við höfum nú opnað fyrir innritun fyrir skólaárið 2016 til 2017 og ég hvet fólk til að skrá börnin sín sem fyrst, bæði þau sem hafa verið í skólanum síðustu ár og þau sem vilja hefja nám í haust, því aðsóknin er iðulega mikil,“ segir Bára.
Nánari upplýsingar má fá í síma 5813730 og á jsb.is


