Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi franska liðsins Nimes og íslenska landsliðsins í handbolta, fékk mjög flotta viðurkenningu þegar franska deildin gerði upp tímabilið sitt.
Snorri Steinn var valinn einn af þremur bestu leikstjórnendum deildarinnar ásamt frönsku landsliðsmönnunum Nikola Karabatic og Daniel Narcisse.
Það var franska deildin og sjónvarpsstöðin beIN Sports sem stóðu að baki verðlaununum en það er stór heiður fyrir Snorra að vera í hópi bestu leikmanna deildarinnar.
Það er líka mjög gaman að sjá okkar mann í hóp þessum miklu handboltasnillingum sem hafa unnið allt og það margoft.
Snorri Steinn Guðjónsson meiddist í landsleik á dögunum og gat því ekki klárað tímabilið með Nimes.
Snorri Steinn varð engu að síður fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar með 136 mörk í 20 leikjum eða 6,8 að meðaltali í leik. Það voru bara þrír leikmenn í deildinni sem skoruðu fleiri mörk að meðaltali en hann.
Snorri Steinn í mjög flottum hóp með Karabatic og Narcisse
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn




Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn


Messi var óánægður hjá PSG
Fótbolti
