Unun að spila fyrir fullu húsi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2016 10:00 Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar. Vísir/Stefán Það verður mikið undir á Ásvöllum í dag þegar Haukar taka á móti Aftureldingu í þriðja leik lokaúrslitanna í Olísdeild karla. Staðan í rimmunni er 1-1 eftir að Mosfellingum mistókst að fylgja eftir góðum útisigri í fyrsta leik einvígisins og komast í 2-0 á heimavelli. „Það hefði vissulega komið okkur í afar góða stöðu,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, sem hefur átt frábæra úrslitakeppni til þessa í marki Mosfellinga. „Nú er það okkar að vakna til lífsins. Menn verða átta sig á því að það er aldrei hægt að ætla að labba yfir lið eins og Hauka.“ Davíð segir að varnarleikurinn þurfi að vera betri en í fyrstu tveimur leikjunum og mikilvægt sé að halda einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Haukar hafa skorað mikið úr opnum færum og við þurfum að passa okkur á því að varnarskipulagið okkar sé í lagi. Við þurfum að spila agaðan leik, fyrst og fremst.“ Betra með hverjum leiknum Mikk Pinnonen, Eistlendingurinn sem kom í lið Aftureldingar um áramótin, átti stórleik í fyrsta leik rimmunnar og hefur skorað alls fimmtán mörk í leikjunum tveimur gegn Haukum. „Þetta er allt að koma hjá honum. Þetta var erfitt í fyrstu þegar hann þurfti að aðlagast leik okkar. Hann var nokkuð frábrugðinn skyttunni sem var áður og því þurfti að breyta ýmsu í okkar sóknarleik til að nýta hann sem best,“ segir Davíð. „Hann, Jóhann Gunnar og Guðni Már mynda öflugt þríeyki fyrir utan hjá okkur og þeir skilja hver annan betur með hverjum leiknum,“ segir Davíð. Haukar urðu fyrir áfalli þegar Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi sleit krossband í miðri úrslitakeppni en sóknarleikur liðsins hefur staðið og fallið með Janusi Daða Smárasyni.Fórna ekki allri vörninni „Það er auðvitað lykilatriði fyrir okkur að stöðva hann en við verðum að gæta þess að fórna ekki allri vörninni til þess. Janus er duglegur að losa boltann og koma honum á næsta mann. Þetta snýst allt um að halda okkar skipulagi góðu,“ segir Davíð. Það hefur verið mikil og góð stemning á pöllunum og Rothöggið, stuðningsmannasveit Aftureldingar, hefur látið vel í sér heyra. „Það er unun að spila fyrir fullu húsi eins og í síðasta leik. Ég vona að Rothöggið sé ekki hætt og láti vel í sér heyra í dag. Við leikmenn erum svo sannarlega ekki hættir.“ Olís-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Fleiri fréttir Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sjá meira
Það verður mikið undir á Ásvöllum í dag þegar Haukar taka á móti Aftureldingu í þriðja leik lokaúrslitanna í Olísdeild karla. Staðan í rimmunni er 1-1 eftir að Mosfellingum mistókst að fylgja eftir góðum útisigri í fyrsta leik einvígisins og komast í 2-0 á heimavelli. „Það hefði vissulega komið okkur í afar góða stöðu,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, sem hefur átt frábæra úrslitakeppni til þessa í marki Mosfellinga. „Nú er það okkar að vakna til lífsins. Menn verða átta sig á því að það er aldrei hægt að ætla að labba yfir lið eins og Hauka.“ Davíð segir að varnarleikurinn þurfi að vera betri en í fyrstu tveimur leikjunum og mikilvægt sé að halda einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Haukar hafa skorað mikið úr opnum færum og við þurfum að passa okkur á því að varnarskipulagið okkar sé í lagi. Við þurfum að spila agaðan leik, fyrst og fremst.“ Betra með hverjum leiknum Mikk Pinnonen, Eistlendingurinn sem kom í lið Aftureldingar um áramótin, átti stórleik í fyrsta leik rimmunnar og hefur skorað alls fimmtán mörk í leikjunum tveimur gegn Haukum. „Þetta er allt að koma hjá honum. Þetta var erfitt í fyrstu þegar hann þurfti að aðlagast leik okkar. Hann var nokkuð frábrugðinn skyttunni sem var áður og því þurfti að breyta ýmsu í okkar sóknarleik til að nýta hann sem best,“ segir Davíð. „Hann, Jóhann Gunnar og Guðni Már mynda öflugt þríeyki fyrir utan hjá okkur og þeir skilja hver annan betur með hverjum leiknum,“ segir Davíð. Haukar urðu fyrir áfalli þegar Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi sleit krossband í miðri úrslitakeppni en sóknarleikur liðsins hefur staðið og fallið með Janusi Daða Smárasyni.Fórna ekki allri vörninni „Það er auðvitað lykilatriði fyrir okkur að stöðva hann en við verðum að gæta þess að fórna ekki allri vörninni til þess. Janus er duglegur að losa boltann og koma honum á næsta mann. Þetta snýst allt um að halda okkar skipulagi góðu,“ segir Davíð. Það hefur verið mikil og góð stemning á pöllunum og Rothöggið, stuðningsmannasveit Aftureldingar, hefur látið vel í sér heyra. „Það er unun að spila fyrir fullu húsi eins og í síðasta leik. Ég vona að Rothöggið sé ekki hætt og láti vel í sér heyra í dag. Við leikmenn erum svo sannarlega ekki hættir.“
Olís-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Fleiri fréttir Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sjá meira