Sjö af hverjum tíu hlynntir upptöku gistináttagjalds Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. maí 2016 11:12 Flestir svarenda eru jákvæðir í garð ferðamanna. vísir/gva Um sjötíu prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru hlynntir upptöku gistináttagjalds. Þetta má lesa úr niðurstöðum könnunar sem unnin var fyrir Höfuðborgarstofu. Þetta er annað árið í röð sem Höfuðborgarstofa lætur kanna viðhorf íbúa Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga til ferðamanna. Af þeim sem svöruðu könnunnini sagðist rúmur þriðjungur vera mjög jákvæður í garð ferðamanna og tæplega helmingur vera fremur jákvæður gagnvart þeim. Um fimm prósent voru neikvæð í garð þeirra. Íbúar í Vesturbænum voru neikvæðastir í garð ferðamanna en þrír af hverjum tíu voru neikvæðir eða hlutlausir í þeirra garð. Rúmlega átta ef hverjum tíu telja að aukinn fjöldi ferðamanna hafi haft jákvæð efnahagsleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu en um það bil sami fjöldi telur að tekjur Reykjavíkurborgar séu ekki nægilegar miðað við þann kostnað sem að gestunum hlýst. Þrír af hverjum fjórum svarendum sögðust aldrei hafa fundið fyrir ónæði af völdum ferðamanna. Átján prósent hafa sjaldan fundið fyrir ónæði en rétt rúm sex prósent hafa stundum, oft eða mjög oft orðið fyrir barðinu á ferðamönnum. Þar skera íbúar miðborgarinnar sig úr en tæplega þrír af hverjum tíu hafa fundið fyrir ónæði. Könnunin var framkvæmd af Maskínu dagana 11.-26. apríl. Tekið var lagskipt 600 manna slembiúrtak úr póstnúmeri 101 og 250 manna slembiúrstak úr öðrum póstnúmerum Reykjavíkur auk nágrannasveitarfélögum. Svarendur voru 1.786 og svarhlutfall um fimmtíu prósent. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Um sjötíu prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru hlynntir upptöku gistináttagjalds. Þetta má lesa úr niðurstöðum könnunar sem unnin var fyrir Höfuðborgarstofu. Þetta er annað árið í röð sem Höfuðborgarstofa lætur kanna viðhorf íbúa Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga til ferðamanna. Af þeim sem svöruðu könnunnini sagðist rúmur þriðjungur vera mjög jákvæður í garð ferðamanna og tæplega helmingur vera fremur jákvæður gagnvart þeim. Um fimm prósent voru neikvæð í garð þeirra. Íbúar í Vesturbænum voru neikvæðastir í garð ferðamanna en þrír af hverjum tíu voru neikvæðir eða hlutlausir í þeirra garð. Rúmlega átta ef hverjum tíu telja að aukinn fjöldi ferðamanna hafi haft jákvæð efnahagsleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu en um það bil sami fjöldi telur að tekjur Reykjavíkurborgar séu ekki nægilegar miðað við þann kostnað sem að gestunum hlýst. Þrír af hverjum fjórum svarendum sögðust aldrei hafa fundið fyrir ónæði af völdum ferðamanna. Átján prósent hafa sjaldan fundið fyrir ónæði en rétt rúm sex prósent hafa stundum, oft eða mjög oft orðið fyrir barðinu á ferðamönnum. Þar skera íbúar miðborgarinnar sig úr en tæplega þrír af hverjum tíu hafa fundið fyrir ónæði. Könnunin var framkvæmd af Maskínu dagana 11.-26. apríl. Tekið var lagskipt 600 manna slembiúrtak úr póstnúmeri 101 og 250 manna slembiúrstak úr öðrum póstnúmerum Reykjavíkur auk nágrannasveitarfélögum. Svarendur voru 1.786 og svarhlutfall um fimmtíu prósent.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira