Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2016 22:02 Júlíus Vífill og Guðmundur Ágúst eru bornir þungum sökum af systkinum sínum. Vísir/Valli/Pjetur Guðmundur Ágúst Ingvarsson, fyrrverandi formaður HSÍ, segir margt undarlegt sem fram kom í Kastljós-þætti kvöldsins en þar var hann borinn þungum sökum af systkinum sínum sem segja hann og bróður hans Júlíus Vífil hafa falið fé úr eftirlaunasjóði foreldra sinna í aflandsfélögum. Foreldrar þeirra voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir en þau áttu bílaumboðið Ingvar Helgason. Ingvar Helgason var um tíma talinn ríkasti maður landsins. Eftir að Ingvar lést árið 1999 tók Sigríður að leita að eftirlaunasjóði sem hann hafði tjáð henni að myndi tryggja þeim hjónum áhyggjulaust ævikvöld. „Bull og vitleysa“ Lögmaður systkinanna segir að umbjóðendur sínir telji að um digran sjóð sé að ræða sem hlaupi á mörg hundruð milljónum íslenskra króna. Guðmundur Ágúst fylgdist með þætti kvöldsins en þar var hann meðal annars sakaður um að hafa verið á bakvið kaup erlends fjárfestis, Lindos Alliance, á 18 prósenta hlut í fyrirtækinu Ingvar Helgason sem þá hafði sameinast Bílheimum fyrir 300 milljónir. Fulltrúi Lindos Alliance kom aldrei til Íslands og stjórnarmeðlimir hittu aldrei neinn nema umboðsmann félagsins sem var Júlíus Vífill. Eftir að Ingvar Helgason var selt nýjum kaupendum fyrir 25 milljónir króna átti eftir að greiða 100 milljón króna skuld til Lindos Alliance en aðrar skuldir fyrirtækisins fengust felldar niður. Guðmundur Ágúst segir að von sé á yfirlýsingu frá sér og að raunar hafi hann sent Kastljósi svör við spurningum sem beint var til hans en að viðbrögð hans hafi ekki verið lesin upp í þættinum. „Það er margt undarlegt sem fram kom í þessum þætti sem þarfnast nánari athugunar,“ segir Guðmundur Ágúst í samtali við fréttastofu. Hann segir að mestallt sem fram komi í þættingum sé „bull og vitleysa“. Hann hyggst ná andanum í kvöld eins og hann orðar það og ráðfæra sig þvínæst við lögfræðing og aðra aðila. Hann vildi ekki bregðast við þeim orðum Júlíusar Vífils að margt sem fram kæmi væri mannorðsmeiðandi og hvort hann hygðist leita réttar síns vegna slíks. Eftirlaunasjóðurinn fyrrnefndi hefur aldrei komið í leitirnar en ekkja Ingvars leitaði að sjóðnum um tíma. Systkini þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar vilja nú setja breskt rannsóknarfyrirtæki í málið. Þau vilja svör. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, fyrrverandi formaður HSÍ, segir margt undarlegt sem fram kom í Kastljós-þætti kvöldsins en þar var hann borinn þungum sökum af systkinum sínum sem segja hann og bróður hans Júlíus Vífil hafa falið fé úr eftirlaunasjóði foreldra sinna í aflandsfélögum. Foreldrar þeirra voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir en þau áttu bílaumboðið Ingvar Helgason. Ingvar Helgason var um tíma talinn ríkasti maður landsins. Eftir að Ingvar lést árið 1999 tók Sigríður að leita að eftirlaunasjóði sem hann hafði tjáð henni að myndi tryggja þeim hjónum áhyggjulaust ævikvöld. „Bull og vitleysa“ Lögmaður systkinanna segir að umbjóðendur sínir telji að um digran sjóð sé að ræða sem hlaupi á mörg hundruð milljónum íslenskra króna. Guðmundur Ágúst fylgdist með þætti kvöldsins en þar var hann meðal annars sakaður um að hafa verið á bakvið kaup erlends fjárfestis, Lindos Alliance, á 18 prósenta hlut í fyrirtækinu Ingvar Helgason sem þá hafði sameinast Bílheimum fyrir 300 milljónir. Fulltrúi Lindos Alliance kom aldrei til Íslands og stjórnarmeðlimir hittu aldrei neinn nema umboðsmann félagsins sem var Júlíus Vífill. Eftir að Ingvar Helgason var selt nýjum kaupendum fyrir 25 milljónir króna átti eftir að greiða 100 milljón króna skuld til Lindos Alliance en aðrar skuldir fyrirtækisins fengust felldar niður. Guðmundur Ágúst segir að von sé á yfirlýsingu frá sér og að raunar hafi hann sent Kastljósi svör við spurningum sem beint var til hans en að viðbrögð hans hafi ekki verið lesin upp í þættinum. „Það er margt undarlegt sem fram kom í þessum þætti sem þarfnast nánari athugunar,“ segir Guðmundur Ágúst í samtali við fréttastofu. Hann segir að mestallt sem fram komi í þættingum sé „bull og vitleysa“. Hann hyggst ná andanum í kvöld eins og hann orðar það og ráðfæra sig þvínæst við lögfræðing og aðra aðila. Hann vildi ekki bregðast við þeim orðum Júlíusar Vífils að margt sem fram kæmi væri mannorðsmeiðandi og hvort hann hygðist leita réttar síns vegna slíks. Eftirlaunasjóðurinn fyrrnefndi hefur aldrei komið í leitirnar en ekkja Ingvars leitaði að sjóðnum um tíma. Systkini þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar vilja nú setja breskt rannsóknarfyrirtæki í málið. Þau vilja svör.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent