Handbolti

Heimavöllurinn hjálpar lítið í oddaleikjum á þessari öld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikk Pinnonen hefur skorað 16 mörk í leikjunum tveimur í Schenker-höllinni í úrslitaeinvíginu.
Mikk Pinnonen hefur skorað 16 mörk í leikjunum tveimur í Schenker-höllinni í úrslitaeinvíginu. vísir/ernir
Úrslitin í Olís-deild karla ráðast í oddaleik í Schenker-höllinni í kvöld þar sem Haukar og Afturelding mætast.

Þetta er í fimmta skipti á þessari öld og sjötta skipti alls sem það þarf oddaleik til knýja fram úrslit á Íslandsmótinu.

Sjá einnig: Hvorn lætur Gunnar byrja?

Heimavöllurinn hefur ekki vegið mjög þungt í þessari úrslitakeppni og heldur ekki í oddaleikjunum fjórum um Íslandsmeistaratitilinn á þessari öld.

Í þrjú af þessum fjórum skiptum hefur útiliðið nefnilega unnið oddaleikinn og tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Haukar eru eina liðið sem hefur unnið oddaleik um Íslandsmeistaratitil á heimavelli á þessari það gerðu þeir gegn Val fyrir sex árum síðan.

Haukar töpuðu hins vegar oddaleiknum gegn ÍBV 2014 á heimavelli en unnu KA fyrir norðan 2001. Ári seinna unnu KA-menn svo titilinn á Hlíðarenda.

Sjá einnig: Patrekur: Þreytan hefur ekkert háð Haukunum

Sagan er því að vissu leyti með Mosfellingum í kvöld en þess má einnig geta að þeir tryggðu sér sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil til þessa á útivelli. Það var árið 1999 þegar þeir lyftu Íslandsbikarnum eftir 23-25 sigur á FH í Kaplakrika í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum.

Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Schenker-höllinni fyrir tveimur árum.vísir/stefán

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×