„Spes að þessir karlar vantreysti nýju kynslóðinni“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 19. maí 2016 16:24 Andri telur að nútíma tækni, ferðaþjónusta og ný viðhorf í sambandi við matvæla framleiðslu og annað verði til þess að lyfta landsbyggðinni upp. Vísir/Valli Forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason mætti í morgun í útvarpsþáttinn Brennsluna á FM957 og svaraði spurningum Kjartans Atla og Hjörvars Hafliða þáttastjórnenda. Þar tjáði hann sig meðal annars um mótframbjóðanda sinn Davíð Oddson og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. „Mér finnst spes þegar þessir karlar fóru að vantreysta nýju kynslóðinni,“ svaraði Andri aðspurður um hvað honum hefði fundist um framboð Davíðs og þá ákvörðun Ólafs á sínum tíma að bjóða sig fram aftur. „Þetta er eins og þjóðin sé fjölskyldufyrirtæki sem þeir gátu ekki hugsað sér að afhenda áfram. Það kom á óvart hvað þessi öfl voru ótilbúin að treysta næstu kynslóð.“Áherslur Andra og Davíðs andstæðurÞegar Andri var beðinn um að máta sínar áherslur við aðra frambjóðendur sagði hann; „Það sem Davíð stendur fyrir er í raun og veru andstæða þess sem ég hef staðið fyrir í gegnum tíðina.“ Þar átti Andri eflaust við áherslur sínar í náttúruvernd en Andri Snær hefur verið mótfallinn stórvirkjunum á landsbyggðinni. Aðspurður um hvort hann hefði fengið landsbyggðina upp á móti sér með því að andmæla stórvirkjunum svaraði forsetaframbjóðandinn; „Í raun fjallar Draumalandið allt um landsbyggðina. Ég tel og taldi þegar ég var að skrifa þá bók að það væri einmitt landsbyggðin sem væri að fara í gegnum verstu dýfuna. Ég tel að nútíma tækni, ferðaþjónusta og ný viðhorf í sambandi við matvæla framleiðslu og annað væri að fara lyfta henni upp. Mér fannst sorglegt að tímabundin dýfa og samfélags breyting myndi í rauninni valda því að fólk í örvæntingu myndi fórna sínu öllu sínu baklandi. Sínum fossum og sínum öræfum. Ég taldi ekki að þessi atvinnustefna væri til langs tíma, næstu 20 – 30 árin, það sem myndi ráða úrslitum um landsbyggðina. Það að sjá bæinn sinn deyja er alveg jafn sorglegt og að sjá uppáhalds fossinn sinn hverfa. Ég skil þær tilfinningar og tók vissulega áhættu þegar ég steig inn í þessa umræðu.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason mætti í morgun í útvarpsþáttinn Brennsluna á FM957 og svaraði spurningum Kjartans Atla og Hjörvars Hafliða þáttastjórnenda. Þar tjáði hann sig meðal annars um mótframbjóðanda sinn Davíð Oddson og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. „Mér finnst spes þegar þessir karlar fóru að vantreysta nýju kynslóðinni,“ svaraði Andri aðspurður um hvað honum hefði fundist um framboð Davíðs og þá ákvörðun Ólafs á sínum tíma að bjóða sig fram aftur. „Þetta er eins og þjóðin sé fjölskyldufyrirtæki sem þeir gátu ekki hugsað sér að afhenda áfram. Það kom á óvart hvað þessi öfl voru ótilbúin að treysta næstu kynslóð.“Áherslur Andra og Davíðs andstæðurÞegar Andri var beðinn um að máta sínar áherslur við aðra frambjóðendur sagði hann; „Það sem Davíð stendur fyrir er í raun og veru andstæða þess sem ég hef staðið fyrir í gegnum tíðina.“ Þar átti Andri eflaust við áherslur sínar í náttúruvernd en Andri Snær hefur verið mótfallinn stórvirkjunum á landsbyggðinni. Aðspurður um hvort hann hefði fengið landsbyggðina upp á móti sér með því að andmæla stórvirkjunum svaraði forsetaframbjóðandinn; „Í raun fjallar Draumalandið allt um landsbyggðina. Ég tel og taldi þegar ég var að skrifa þá bók að það væri einmitt landsbyggðin sem væri að fara í gegnum verstu dýfuna. Ég tel að nútíma tækni, ferðaþjónusta og ný viðhorf í sambandi við matvæla framleiðslu og annað væri að fara lyfta henni upp. Mér fannst sorglegt að tímabundin dýfa og samfélags breyting myndi í rauninni valda því að fólk í örvæntingu myndi fórna sínu öllu sínu baklandi. Sínum fossum og sínum öræfum. Ég taldi ekki að þessi atvinnustefna væri til langs tíma, næstu 20 – 30 árin, það sem myndi ráða úrslitum um landsbyggðina. Það að sjá bæinn sinn deyja er alveg jafn sorglegt og að sjá uppáhalds fossinn sinn hverfa. Ég skil þær tilfinningar og tók vissulega áhættu þegar ég steig inn í þessa umræðu.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06
Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02
Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00