„Spes að þessir karlar vantreysti nýju kynslóðinni“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 19. maí 2016 16:24 Andri telur að nútíma tækni, ferðaþjónusta og ný viðhorf í sambandi við matvæla framleiðslu og annað verði til þess að lyfta landsbyggðinni upp. Vísir/Valli Forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason mætti í morgun í útvarpsþáttinn Brennsluna á FM957 og svaraði spurningum Kjartans Atla og Hjörvars Hafliða þáttastjórnenda. Þar tjáði hann sig meðal annars um mótframbjóðanda sinn Davíð Oddson og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. „Mér finnst spes þegar þessir karlar fóru að vantreysta nýju kynslóðinni,“ svaraði Andri aðspurður um hvað honum hefði fundist um framboð Davíðs og þá ákvörðun Ólafs á sínum tíma að bjóða sig fram aftur. „Þetta er eins og þjóðin sé fjölskyldufyrirtæki sem þeir gátu ekki hugsað sér að afhenda áfram. Það kom á óvart hvað þessi öfl voru ótilbúin að treysta næstu kynslóð.“Áherslur Andra og Davíðs andstæðurÞegar Andri var beðinn um að máta sínar áherslur við aðra frambjóðendur sagði hann; „Það sem Davíð stendur fyrir er í raun og veru andstæða þess sem ég hef staðið fyrir í gegnum tíðina.“ Þar átti Andri eflaust við áherslur sínar í náttúruvernd en Andri Snær hefur verið mótfallinn stórvirkjunum á landsbyggðinni. Aðspurður um hvort hann hefði fengið landsbyggðina upp á móti sér með því að andmæla stórvirkjunum svaraði forsetaframbjóðandinn; „Í raun fjallar Draumalandið allt um landsbyggðina. Ég tel og taldi þegar ég var að skrifa þá bók að það væri einmitt landsbyggðin sem væri að fara í gegnum verstu dýfuna. Ég tel að nútíma tækni, ferðaþjónusta og ný viðhorf í sambandi við matvæla framleiðslu og annað væri að fara lyfta henni upp. Mér fannst sorglegt að tímabundin dýfa og samfélags breyting myndi í rauninni valda því að fólk í örvæntingu myndi fórna sínu öllu sínu baklandi. Sínum fossum og sínum öræfum. Ég taldi ekki að þessi atvinnustefna væri til langs tíma, næstu 20 – 30 árin, það sem myndi ráða úrslitum um landsbyggðina. Það að sjá bæinn sinn deyja er alveg jafn sorglegt og að sjá uppáhalds fossinn sinn hverfa. Ég skil þær tilfinningar og tók vissulega áhættu þegar ég steig inn í þessa umræðu.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason mætti í morgun í útvarpsþáttinn Brennsluna á FM957 og svaraði spurningum Kjartans Atla og Hjörvars Hafliða þáttastjórnenda. Þar tjáði hann sig meðal annars um mótframbjóðanda sinn Davíð Oddson og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. „Mér finnst spes þegar þessir karlar fóru að vantreysta nýju kynslóðinni,“ svaraði Andri aðspurður um hvað honum hefði fundist um framboð Davíðs og þá ákvörðun Ólafs á sínum tíma að bjóða sig fram aftur. „Þetta er eins og þjóðin sé fjölskyldufyrirtæki sem þeir gátu ekki hugsað sér að afhenda áfram. Það kom á óvart hvað þessi öfl voru ótilbúin að treysta næstu kynslóð.“Áherslur Andra og Davíðs andstæðurÞegar Andri var beðinn um að máta sínar áherslur við aðra frambjóðendur sagði hann; „Það sem Davíð stendur fyrir er í raun og veru andstæða þess sem ég hef staðið fyrir í gegnum tíðina.“ Þar átti Andri eflaust við áherslur sínar í náttúruvernd en Andri Snær hefur verið mótfallinn stórvirkjunum á landsbyggðinni. Aðspurður um hvort hann hefði fengið landsbyggðina upp á móti sér með því að andmæla stórvirkjunum svaraði forsetaframbjóðandinn; „Í raun fjallar Draumalandið allt um landsbyggðina. Ég tel og taldi þegar ég var að skrifa þá bók að það væri einmitt landsbyggðin sem væri að fara í gegnum verstu dýfuna. Ég tel að nútíma tækni, ferðaþjónusta og ný viðhorf í sambandi við matvæla framleiðslu og annað væri að fara lyfta henni upp. Mér fannst sorglegt að tímabundin dýfa og samfélags breyting myndi í rauninni valda því að fólk í örvæntingu myndi fórna sínu öllu sínu baklandi. Sínum fossum og sínum öræfum. Ég taldi ekki að þessi atvinnustefna væri til langs tíma, næstu 20 – 30 árin, það sem myndi ráða úrslitum um landsbyggðina. Það að sjá bæinn sinn deyja er alveg jafn sorglegt og að sjá uppáhalds fossinn sinn hverfa. Ég skil þær tilfinningar og tók vissulega áhættu þegar ég steig inn í þessa umræðu.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06
Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02
Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00