Handbolti

Gunnar: Besta leikhlé sem ég hef tekið

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Þetta var frábær úrslitakeppni og frábær vetur hjá okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að liðið hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

Haukar unnu oddaleikinn á Ásvöllun í kvöld, 34-31, og voru sterkari allan leikinn. Liðið er einfaldlega með það besta á Íslandi.

„Við erum búnir að vera stórkostlegir í allan vetur og þessi leikurinn kórónaði frábæran vetur, við spiluðum hann frábærlega.“

Gunnar segir að gott forskot Hauka í upphafi síðari hálfleiksins hafi lagt gruninn að þessum sigri í kvöld.

„Það gaf okkur smá svigrúm til þess að gera mistök. Ef við þurfum að læra eitthvað frá þessu öllu saman þá er það að við þurfum að klára leikina betur.“

Hann segir að liðið hafi spilað allt einvígið vel gegn Aftureldingu.

„Við mættum alveg ótrúlega vel undirbúnir og spennustigið var rétt hjá okkur. Maður sá það strax varnarlega að við vorum með þá og búnir að lesa þá vel.“

Eitt rosalegasta atvik leiksins gerðir þegar tæplega tvær mínútur voru eftir af leiknum. Þá voru Haukar með boltann og Gunnar tók leikhlé. Fáir í höllinni heyrðu í flautunni og brunaði Afturelding upp völlinn og skoraði. Margir héldu að staðan væri þá orðin 33-31 en svo var ekki. Þjálfari Haukar hafði náð að henda inn spjaldinu og leikhléið stóð.

„Þetta var án efa besta leikhlé sem ég hef tekið á ferlinum. Það var heldur betur mikilvægt þegar upp var staðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×