Handbolti

Matthías: Nú er ég hættur og skórnir komnir á hilluna

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Það fór rosalega orka í þennan leik en þegar maður er kominn í oddaleik þá er maður bara á adrenalíninu í 60 mínútur,“segir Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld.

Haukar unnu hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla og fór leikurinn 34-31.

„Við náðum í þetta góða forskot í seinni hálfleiknum og það lagði grunninn að þessum sigri. Þeir komust aðeins inn í þetta, en það fór rosalega mikil orka í það hjá þeim að minnka muninn.“

Hann segir að það sé mjög erfitt að spila þegar maður fær svona framliggjandi vörn út á móti sér eins og Afturelding gerði undir lok leiksins.

„Þetta var nokkuð erfitt undir lokin en við náðum sem betur fer að klára þetta. Þetta er bara frábært og ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja.“

Eftir síðasta tímabil ákvað Matthías að leggja skóna á hilluna en hætti síðan við að hætta. Er hann hættur núna?

„Já, ég er ekki einu sinni í skónum lengur, þeir eru komnir upp í hillu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×