61 útlendingur af 22 þjóðerni í liðunum tólf í Pepsi-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2016 11:30 Daninn Patrick Pedersen var markahæstur í Pepsi-deildinni í fyrra en sextán landar hans spila í deildinni í ár. Vísir/Vilhelm Pepsi-deild karla í fótbolta hefst í dag með fjórum leikjum en spilað verður í Laugardalnum, í Vestmannaeyjum, í Kópavogi og á Hlíðarenda. Félögin tólf hafa þegar sett nýtt met í fjölda erlendra leikmanna. Liðin hafa verið duglegt að styrkja sig í vetur og það vekur mikla athygli hversu margir erlendir leikmenn eru komnir inn í deildina.Morgunblaðið tók það saman að erlendum leikmönnum í efstu deild karla hefur fjölgað mjög frá síðasta ári. Í fyrra voru 43 erlendir leikmenn í liðunum tólf þegar Íslandsmótið hófst en núna eru þeir 61 talsins og hafa aldrei verið jafn margir. 61 erlendur leikmaður þýðir að það eru yfir fimm útlendingar að meðaltali í hverju liði. Eyjamenn eru með tíu útlendinga í sínu liði og geta því næstum því stillt upp heilu byrjunarliði af erlendum leikmönnum. Íslandsmeistarar FH eru síðan með næstflesta erlenda leikmenn ásamt nýliðum Víkinga úr Ólafsvík en þau eru með átta útlendinga hvort félag. Fæstir erlendir leikmenn eru hjá ÍA, Fylki og Stjörnunni eða tveir hjá hverju liði. Það verður einnig að teljast líklegt að erlendu leikmönnunum munu fjölga þegar líður á sumarið. Alls koma þessir erlendir leikmenn frá 22 löndum eða: Danmörku (16), Englandi (10), Króatíu (4), Bosníu (3), Brasilíu (3), Skotlandi (3), Spáni (3), Belgíu (2), El Salvador (2), Færeyjum (2), Serbíu (2), Bandaríkjunum (1), Hollandi (1), Jamaíku (1), Kósóvó (1), Makedóníu (1), Malí (1), Noregi (1), Póllandi (1), Svíþjóð (1), Trínidad og Tóbagó (1) og Úganda (1). Fyrsti leikur tímabilsins er á milli nýliða Þróttar og Íslandsmeistara FH á Þróttaravelli í Laugardal og hefst hann klukkan 16.00. Þar gætu spilað fimmtán útlendingar en FH er með átta slíka en Þróttur hefur sjö erlenda leikmenn innanborðs. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Pepsi-deild karla í fótbolta hefst í dag með fjórum leikjum en spilað verður í Laugardalnum, í Vestmannaeyjum, í Kópavogi og á Hlíðarenda. Félögin tólf hafa þegar sett nýtt met í fjölda erlendra leikmanna. Liðin hafa verið duglegt að styrkja sig í vetur og það vekur mikla athygli hversu margir erlendir leikmenn eru komnir inn í deildina.Morgunblaðið tók það saman að erlendum leikmönnum í efstu deild karla hefur fjölgað mjög frá síðasta ári. Í fyrra voru 43 erlendir leikmenn í liðunum tólf þegar Íslandsmótið hófst en núna eru þeir 61 talsins og hafa aldrei verið jafn margir. 61 erlendur leikmaður þýðir að það eru yfir fimm útlendingar að meðaltali í hverju liði. Eyjamenn eru með tíu útlendinga í sínu liði og geta því næstum því stillt upp heilu byrjunarliði af erlendum leikmönnum. Íslandsmeistarar FH eru síðan með næstflesta erlenda leikmenn ásamt nýliðum Víkinga úr Ólafsvík en þau eru með átta útlendinga hvort félag. Fæstir erlendir leikmenn eru hjá ÍA, Fylki og Stjörnunni eða tveir hjá hverju liði. Það verður einnig að teljast líklegt að erlendu leikmönnunum munu fjölga þegar líður á sumarið. Alls koma þessir erlendir leikmenn frá 22 löndum eða: Danmörku (16), Englandi (10), Króatíu (4), Bosníu (3), Brasilíu (3), Skotlandi (3), Spáni (3), Belgíu (2), El Salvador (2), Færeyjum (2), Serbíu (2), Bandaríkjunum (1), Hollandi (1), Jamaíku (1), Kósóvó (1), Makedóníu (1), Malí (1), Noregi (1), Póllandi (1), Svíþjóð (1), Trínidad og Tóbagó (1) og Úganda (1). Fyrsti leikur tímabilsins er á milli nýliða Þróttar og Íslandsmeistara FH á Þróttaravelli í Laugardal og hefst hann klukkan 16.00. Þar gætu spilað fimmtán útlendingar en FH er með átta slíka en Þróttur hefur sjö erlenda leikmenn innanborðs.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira