Árni Páll segir að Samfylkingin verði að nesta næsta formann vel Heimir Már Pétursson skrifar 1. maí 2016 19:00 Formaður Samfylkingarinnar segir það grundvallaratriði að endurnýja samstarf flokksins við verkalýðshreyfinguna og efla það fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi farið flatt á því í síðustu kosningum að hafa verkalýðshreyfinguna ekki í liði með sér. Hver sá sem leiði Samfylkinguna að loknu formannskjöri verði að hafa þetta að leiðarljósi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Rannveig Guðmundsdóttir fyrrverandi þingflokksmaður hennar voru gestir á Sprengisandi Bylgjunnar í morgun þar sem rætt var um sterk tengsl vinstriflokka við verkalýðshreyfinguna undanfarna öld. Árni Páll segir það hafa verið mistök að láta þetta samband rofna undir lok síðasta kjörtímabils. „Við fundum rosalega mikið fyrir því í síðustu kosningum til dæmis að við höfðum ekki verkalýðshreyfinguna með okkur. Sem við höfum alltaf haft fram að því. Það er grundvallaratriði fyrir okur að fá hana til baka. Þess vegna verðum við líka að segja alveg skýrt að við munum vinna með verkalýðshreyfingunni í framtíðinni og við viljum stilla upp sameiginlegum áherslumálum með verkalýðshreyfingunni,“ segir Árni Páll. Flokkurinn hafi orðið fyrir áfalli í síðustu kosningum og landsfundur hans í fyrra hafi skaðað flokkinn. Fram undan séu hins vegar miklir breytingatímar og þar hafi Samfylkingin hlutverki að gegna á miðju stjórnmálanna. „Við erum breytingaflokkurinn. Við erum með hugmyndir um hvernig á að breyta. Þess vegna hef ég líka verið að gangast fyrir því, sem ég ég veit alveg að sumum félögum mínum finnst ekkert allt of þægilegt, þegar ég segi að við verðum að horfast í augu við það að við gerðum líka mistök. Vegna þess að umbótaflokkur fær aldrei traust á nýjan leik nema hann útskýri af hverju hann náði ekki málum í gegn áður,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Kosningar fara að óbreyttu fram eftir sex mánuði og í millitíðinni heldur Samfylkingin landsfund og boðar til formannskjörs þar sem fjórir aðrir bjóða sig fram ásamt Árna Páli. Hann segist sjálfur hafa verið í óbærilegri stöðu með veiklað umboð frá síðasta landsfundi. Flokkurinn geti ekki nestað formann sinn með þeim hætti og hljóti að læra af reynslunni. „Og við verðum öll að sameinast um það að flokkurinn standi einhuga að baki þeim formanni sem stendur eftir sem sigurvegari nú. Ég held að það sé grundvallaratriði til að Samfylkingin sýni þjóðinni að hún sé mætt til leiks og ætli að sinna því að þjóna þjóðinni en ekki gleyma sér í einhverri togstreitu innanhúss,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir það grundvallaratriði að endurnýja samstarf flokksins við verkalýðshreyfinguna og efla það fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi farið flatt á því í síðustu kosningum að hafa verkalýðshreyfinguna ekki í liði með sér. Hver sá sem leiði Samfylkinguna að loknu formannskjöri verði að hafa þetta að leiðarljósi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Rannveig Guðmundsdóttir fyrrverandi þingflokksmaður hennar voru gestir á Sprengisandi Bylgjunnar í morgun þar sem rætt var um sterk tengsl vinstriflokka við verkalýðshreyfinguna undanfarna öld. Árni Páll segir það hafa verið mistök að láta þetta samband rofna undir lok síðasta kjörtímabils. „Við fundum rosalega mikið fyrir því í síðustu kosningum til dæmis að við höfðum ekki verkalýðshreyfinguna með okkur. Sem við höfum alltaf haft fram að því. Það er grundvallaratriði fyrir okur að fá hana til baka. Þess vegna verðum við líka að segja alveg skýrt að við munum vinna með verkalýðshreyfingunni í framtíðinni og við viljum stilla upp sameiginlegum áherslumálum með verkalýðshreyfingunni,“ segir Árni Páll. Flokkurinn hafi orðið fyrir áfalli í síðustu kosningum og landsfundur hans í fyrra hafi skaðað flokkinn. Fram undan séu hins vegar miklir breytingatímar og þar hafi Samfylkingin hlutverki að gegna á miðju stjórnmálanna. „Við erum breytingaflokkurinn. Við erum með hugmyndir um hvernig á að breyta. Þess vegna hef ég líka verið að gangast fyrir því, sem ég ég veit alveg að sumum félögum mínum finnst ekkert allt of þægilegt, þegar ég segi að við verðum að horfast í augu við það að við gerðum líka mistök. Vegna þess að umbótaflokkur fær aldrei traust á nýjan leik nema hann útskýri af hverju hann náði ekki málum í gegn áður,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Kosningar fara að óbreyttu fram eftir sex mánuði og í millitíðinni heldur Samfylkingin landsfund og boðar til formannskjörs þar sem fjórir aðrir bjóða sig fram ásamt Árna Páli. Hann segist sjálfur hafa verið í óbærilegri stöðu með veiklað umboð frá síðasta landsfundi. Flokkurinn geti ekki nestað formann sinn með þeim hætti og hljóti að læra af reynslunni. „Og við verðum öll að sameinast um það að flokkurinn standi einhuga að baki þeim formanni sem stendur eftir sem sigurvegari nú. Ég held að það sé grundvallaratriði til að Samfylkingin sýni þjóðinni að hún sé mætt til leiks og ætli að sinna því að þjóna þjóðinni en ekki gleyma sér í einhverri togstreitu innanhúss,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira