Hákon Daði: Erfiðustu leikir sem ég hef spilað Smári Jökull Jónsson í Vestmannaeyjum skrifar 1. maí 2016 17:55 Hákon Daði Styrmisson. Vísir/Ernir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson var ÍBV-liðinu erfiður í undanúrslitaeinvígi Hauka og ÍBV en Haukarnir komust í úrslit í dag með sigri í fjórða leiknum úti í Eyjum. Hákon Daði Styrmisson skoraði 41 mark fyrir Hauka í fjórum leikjum eða meira en tíu mörk í leik. Hann kom frá ÍBV um áramótin, fór illa með sína gömlu félaga og var augljóslega létt eftir sigurinn í Eyjum í dag. „Ég er hrikalega feginn að þetta er búið. Þetta hafa verið erfiðustu leikir sem ég hef spilað. Maður var nokkrum sinnum alveg að fara að gefast upp en það má ekki. Maður verður að halda áfram,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir leik. Haukar lentu í töluverðu mótlæti í fyrri hálfleik þegar Giedrius Morkunas markvörður fékk rautt spjald og Tjörvi Þorgeirsson fór af velli meiddur. „Það þýðir ekkert að hugsa um það í leiknum. Maður þarf að setja svona lagað bakvið sig og lifa í núinu. Við þjöppuðum okkur saman og það kemur alltaf maður í manns stað. Janus Daði steig upp og Elías kom með hrikalega mikilvæg mörk“. „Þetta hefði getað fallið báðum megin. Við vorum heppnir að klúðra þessu ekki í lokin og köstuðum þessu næstum frá okkur. Það er hrikalega stutt á milli í þessu“. Stemmningin í stúkunni í Eyjum var svakaleg. Haukar mættu með hóp stuðningsmanna og þá voru Hvítu Riddarar þeirra Eyjamanna háværir sem áður. „Þetta var frábært. Það komu flottir Haukamenn að styðja við bakið á okkur og Hvítu Riddararnir og fólkið hér í Eyjum er ótrúlegt. Ég finn vel fyrir stuðningnum sem ég fæ frá fólkinu hér í Eyjum og mig langar að þakka fyrir það,“ sagði Hákon Daði Styrmisson að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 28-30 | Haukar í úrslit fjórða árið í röð Haukar eru komnir í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ÍBV í Eyjum, 30-28. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Eyjamenn voru afar nálægt því að tryggja sér framlengingu í lokin. Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Valur eða Afturelding sem mæta Haukum í úrslitum. 1. maí 2016 16:45 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Sjá meira
Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson var ÍBV-liðinu erfiður í undanúrslitaeinvígi Hauka og ÍBV en Haukarnir komust í úrslit í dag með sigri í fjórða leiknum úti í Eyjum. Hákon Daði Styrmisson skoraði 41 mark fyrir Hauka í fjórum leikjum eða meira en tíu mörk í leik. Hann kom frá ÍBV um áramótin, fór illa með sína gömlu félaga og var augljóslega létt eftir sigurinn í Eyjum í dag. „Ég er hrikalega feginn að þetta er búið. Þetta hafa verið erfiðustu leikir sem ég hef spilað. Maður var nokkrum sinnum alveg að fara að gefast upp en það má ekki. Maður verður að halda áfram,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir leik. Haukar lentu í töluverðu mótlæti í fyrri hálfleik þegar Giedrius Morkunas markvörður fékk rautt spjald og Tjörvi Þorgeirsson fór af velli meiddur. „Það þýðir ekkert að hugsa um það í leiknum. Maður þarf að setja svona lagað bakvið sig og lifa í núinu. Við þjöppuðum okkur saman og það kemur alltaf maður í manns stað. Janus Daði steig upp og Elías kom með hrikalega mikilvæg mörk“. „Þetta hefði getað fallið báðum megin. Við vorum heppnir að klúðra þessu ekki í lokin og köstuðum þessu næstum frá okkur. Það er hrikalega stutt á milli í þessu“. Stemmningin í stúkunni í Eyjum var svakaleg. Haukar mættu með hóp stuðningsmanna og þá voru Hvítu Riddarar þeirra Eyjamanna háværir sem áður. „Þetta var frábært. Það komu flottir Haukamenn að styðja við bakið á okkur og Hvítu Riddararnir og fólkið hér í Eyjum er ótrúlegt. Ég finn vel fyrir stuðningnum sem ég fæ frá fólkinu hér í Eyjum og mig langar að þakka fyrir það,“ sagði Hákon Daði Styrmisson að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 28-30 | Haukar í úrslit fjórða árið í röð Haukar eru komnir í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ÍBV í Eyjum, 30-28. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Eyjamenn voru afar nálægt því að tryggja sér framlengingu í lokin. Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Valur eða Afturelding sem mæta Haukum í úrslitum. 1. maí 2016 16:45 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 28-30 | Haukar í úrslit fjórða árið í röð Haukar eru komnir í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ÍBV í Eyjum, 30-28. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Eyjamenn voru afar nálægt því að tryggja sér framlengingu í lokin. Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Valur eða Afturelding sem mæta Haukum í úrslitum. 1. maí 2016 16:45