Handbolti

Selfyssingar jöfnuðu metin og kræktu í oddaleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Teitur Örn Einarsson skoraði átta mörk fyrir Selfyssinga.
Teitur Örn Einarsson skoraði átta mörk fyrir Selfyssinga. vísir/ernir
Selfoss og Fjölnir þurfa að mætast í oddaleik um sæti í Olís-deild karla að ári eftir að Selfyssingar unnu fjórða leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild í dag, 34-31.

Fjölnismenn unnu fyrstu tvo leikina í einvíginu en Selfyssingar gáfust ekki upp og náðu að knýja fram oddaleik með sigrinum í dag.

Leikurinn var gríðarlega jafn og þegar fjórar mínútur voru til leiksloka var staðan 30-30. En Selfyssingar voru sterkari á svellinu undir lokin og tryggðu sér sigurinn.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur í liði Selfoss með átta mörk en Elvar Örn Jónsson kom næstur með sjö.

Unglingalandsliðsmennirnir Sveinn Jóhannsson og Kristján Örn Kristjánsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Fjölni.

Oddaleikur liðanna fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi á miðvikudaginn.

Mörk Selfoss:

Teitur Örn Einarsson 8, Elvar Örn Jónsson 7, Hergeir Grímsson 4, Árni Guðmundsson 3, Atli Kristinsson 3, Þórir Ólafsson 3, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 3, Andri Már Sveinsson 1, Rúnar Hjálmarsson 1, Sverrir Pálsson 1.

Mörk Fjölnis:

Sveinn Jóhannsson 7, Kristján Örn Kristjánsson 7, Brynjar Loftsson 6, Björgvin Páll Rúnarsson 6, Breki Dagsson 3, Sveinn Þorgeirsson 1, Kristján Þór Karlsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×