Víkingur unnu fyrsta sigur sinn þegar þeir voru uppi síðast (2013) ekki fyrr en í lok júní og það var því vel fagnað í klefa Ólsara eftir leikinn.
Þorsteinn Már Ragnarsson og Kenan Turudija skoruðu mörk Víkingsliðsins í leiknum en þau voru bæði af glæsilegri gerðinni.
Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur Ó. 1-2 | Tvö glæsimörk í sigri nýliðanna
Víkingsliðinu var spáð 11. sætinu og falli í spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara en Blikar voru sex sætum ofar í spánni og kom þessi sigur Ólsara mörgum á óvart.
Víkingur settu fögnuð sinna leikmanna inn á Twitter-síðu sína í kvöld og hér fyrir neðan má sjá leikmenn liðsins syngja sigursöngva eftir leikinn.
Sjá einnig:Ejub: Eigum ekki völl til að æfa svona skot
Víkingur skoruðu tvö af flottari mörkum fyrstu umferðarinnar í þessum leik og það er einnig hægt að sjá mökrin þeirra hér fyrir neðan.
Frábært mark hjá Þorsteini Má Sigurmark Kenan TurudijaÞetter svo gaman #vikingurol #Pepsi365 #Fotbolti pic.twitter.com/jHTn4kELM4
— Víkingur Ólafsvík (@Vikingurol) May 1, 2016