Ég vildi bara skjóta Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. maí 2016 06:00 Kenan Turudija spilaði vel á miðjunni og skoraði sigurmarkið gegn Breiðabliki með frábæru skoti í slána og inn. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta var frábær sigur. Við vorum búnir að undirbúa okkur allan veturinn fyrir þennan leik þannig það var gaman að vinna,“ segir Kenan Turudija, bosnískur miðjumaður Ólafsvíkinga, en nýliðarnir í Pepsi-deildinni unnu óvæntan 2-1 sigur á útivelli gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudagskvöldið. Kenan var hetja leiksins en hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á 82. mínútu í slána og inn.Bosníumaðurinn er fljótur til svars aðspurður hvort þetta sé eitt hans besta mark á ferlinum.Vildu fyrirgjöf „Já, pottþétt eitt það allra besta,“ segir hann, en hvað var Kenan að hugsa þegar hann fékk boltann hægra megin við teiginn og sveiflaði skotfætinum? „Ég vildi bara skjóta. Ég sá að markvörðurinn var aðeins of framarlega þannig að ég lét bara vaða. Kannski var þetta heppni en kannski ekki,“ segir hann og hlær við. Hann hafði engar áhyggjur af því að í markinu væri einn sá besti í deildinni. „Ég veit að hann er góður markvörður og auðvitað landsliðsmarkvörður. Ég hugsaði samt ekkert út í það. Staðan var bara 1-1 þannig að ég hugsaði af hverju ekki að reyna að skjóta? Það var einhver inni á teignum sem var að kalla eftir fyrirgjöf en ég skaut bara í staðinn og sé ekki eftir því núna,“ segir Kenan. Hann naut þess að spila í fyrsta sinn í efstu deild á ferli sínum en kjaftfullt var á Kópavogsvelli í gær og stemningin góð. „Það var rosalega gaman að spila þarna og enn betra að vinna,“ segir hann. Miðjumaðurinn hefur trú á að nýliðarnir geti haldið sæti sínu í deildinni og sigurinn í gær sanni það sem þeir hafa verið að segja í aðdraganda mótsins. „Ef við spilum eins og við gerðum á móti Breiðabliki getum við haldið okkur uppi. Við vorum skipulagðir, spiluðum góða vörn og biðum eftir okkar tækifærum til að skora úr skyndisóknum. Þetta er auðvitað bara fyrsti leikurinn en við sýndum alvöru karakter,“ segir Kenna.Leiðist stundum Kenan, sem er 25 ára gamall, dvelur nú þriðja sumarið í röð á Íslandi en hann kom fyrst til Sindra og spilaði á Höfn í Hornafirði í 2. deildinni. Þar skoraði hann sjö mörk í 19 leikjum af miðjunni og Ejub Purisevic, þjálfara Ólsara, leist á það sem hann sá. „Ejub hringdi í mig og vildi fá mig til Ólafsvíkur. Ég sló til og við komumst upp í efstu deild á fyrsta ári,“ segir Kenan sem skoraði fjögur mörk í 21 leik fyrir Ólsara í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þeir fögnuðu sigri í deildinni. Kenan er frá Kakanj í Bosníu og Hersegóvínu sem er nálægt höfuðborginni Sarajevo. Hann hóf fótboltaferilinn þar en taldi sig geta náð lengra á Íslandi. „Ég vil alltaf verða betri og draumur minn er að komast lengra og spila í stærri deild. Ég fór til Íslands því ég taldi mig eiga meiri mögulega á að bæta mig á Íslandi en heima í Bosníu,“ segir hann. Kenan býr einn þar sem kærasta hans er í Slóveníu og besti vinur hans í Ólafsvíkurliðinu, Admir Kubaat, sem bjó með honum, er farinn heim til Bosníu í aðgerð vegna krossbandsslits. Kenan líður almennt vel á Íslandi en stundum geta dagarnir verið langir. „Það er allt í lagi fyrir mig að vera í Ólafsvík. Það var betra þegar ég bjó með vini mínum hérna en ég hef verið hér núna í nokkur ár og á marga góða vini. Mér leiðist stundum en í heildina er þetta fínt og við reynum að hafa gaman saman, strákarnir,“ segir Kenan Turudija. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Þetta var frábær sigur. Við vorum búnir að undirbúa okkur allan veturinn fyrir þennan leik þannig það var gaman að vinna,“ segir Kenan Turudija, bosnískur miðjumaður Ólafsvíkinga, en nýliðarnir í Pepsi-deildinni unnu óvæntan 2-1 sigur á útivelli gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudagskvöldið. Kenan var hetja leiksins en hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á 82. mínútu í slána og inn.Bosníumaðurinn er fljótur til svars aðspurður hvort þetta sé eitt hans besta mark á ferlinum.Vildu fyrirgjöf „Já, pottþétt eitt það allra besta,“ segir hann, en hvað var Kenan að hugsa þegar hann fékk boltann hægra megin við teiginn og sveiflaði skotfætinum? „Ég vildi bara skjóta. Ég sá að markvörðurinn var aðeins of framarlega þannig að ég lét bara vaða. Kannski var þetta heppni en kannski ekki,“ segir hann og hlær við. Hann hafði engar áhyggjur af því að í markinu væri einn sá besti í deildinni. „Ég veit að hann er góður markvörður og auðvitað landsliðsmarkvörður. Ég hugsaði samt ekkert út í það. Staðan var bara 1-1 þannig að ég hugsaði af hverju ekki að reyna að skjóta? Það var einhver inni á teignum sem var að kalla eftir fyrirgjöf en ég skaut bara í staðinn og sé ekki eftir því núna,“ segir Kenan. Hann naut þess að spila í fyrsta sinn í efstu deild á ferli sínum en kjaftfullt var á Kópavogsvelli í gær og stemningin góð. „Það var rosalega gaman að spila þarna og enn betra að vinna,“ segir hann. Miðjumaðurinn hefur trú á að nýliðarnir geti haldið sæti sínu í deildinni og sigurinn í gær sanni það sem þeir hafa verið að segja í aðdraganda mótsins. „Ef við spilum eins og við gerðum á móti Breiðabliki getum við haldið okkur uppi. Við vorum skipulagðir, spiluðum góða vörn og biðum eftir okkar tækifærum til að skora úr skyndisóknum. Þetta er auðvitað bara fyrsti leikurinn en við sýndum alvöru karakter,“ segir Kenna.Leiðist stundum Kenan, sem er 25 ára gamall, dvelur nú þriðja sumarið í röð á Íslandi en hann kom fyrst til Sindra og spilaði á Höfn í Hornafirði í 2. deildinni. Þar skoraði hann sjö mörk í 19 leikjum af miðjunni og Ejub Purisevic, þjálfara Ólsara, leist á það sem hann sá. „Ejub hringdi í mig og vildi fá mig til Ólafsvíkur. Ég sló til og við komumst upp í efstu deild á fyrsta ári,“ segir Kenan sem skoraði fjögur mörk í 21 leik fyrir Ólsara í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þeir fögnuðu sigri í deildinni. Kenan er frá Kakanj í Bosníu og Hersegóvínu sem er nálægt höfuðborginni Sarajevo. Hann hóf fótboltaferilinn þar en taldi sig geta náð lengra á Íslandi. „Ég vil alltaf verða betri og draumur minn er að komast lengra og spila í stærri deild. Ég fór til Íslands því ég taldi mig eiga meiri mögulega á að bæta mig á Íslandi en heima í Bosníu,“ segir hann. Kenan býr einn þar sem kærasta hans er í Slóveníu og besti vinur hans í Ólafsvíkurliðinu, Admir Kubaat, sem bjó með honum, er farinn heim til Bosníu í aðgerð vegna krossbandsslits. Kenan líður almennt vel á Íslandi en stundum geta dagarnir verið langir. „Það er allt í lagi fyrir mig að vera í Ólafsvík. Það var betra þegar ég bjó með vini mínum hérna en ég hef verið hér núna í nokkur ár og á marga góða vini. Mér leiðist stundum en í heildina er þetta fínt og við reynum að hafa gaman saman, strákarnir,“ segir Kenan Turudija.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann