Valur þarf að fara í naflaskoðun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2016 06:30 Það er komið að ögurstundu fyrir Val og Aftureldingu í Olísdeild karla en þessi lið mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Sigurvegari rimmunnar mætir ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum Haukum í lokaúrslitunum. Valur hafnaði í öðru sæti Olísdeildarinnar í vor og fær því að spila oddaleikinn á sínum heimavelli. Valsmenn fengu hins vegar þungan skell í síðasta leik er þeir töpuðu fyrir Mosfellingum með þrettán marka mun, 29-16. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er búinn að skoða leikinn vel og niðurstaðan er einföld að hans sögn. „Það er eiginlega allt sem var lélegt hjá okkur á meðan þeir voru öflugir. Það er mikil breyting frá fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem gáfu líklega betri mynd af liðunum,“ segir Óskar Bjarni. „Við náðum aldrei að svara fyrir okkur í leiknum. Nú reynir á strákana – að þeir sýni úr hverju þeir eru gerðir og að þeir svari fyrir sig á réttan hátt í þessum leik.“ Hann segir leikmenn sína vitanlega hafa verið svekktir yfir niðurstöðunni og frammistöðunni í leiknum. „Menn eru fúlir og skammast sín. En svo þarf að vinna í því að koma mönnum aftur upp á tærnar og hrista aðeins upp í mannskapnum. Við þurfum að gæta okkur að hugsa um hvernig við ætlum að spila og gera réttu hlutina,“ segir Óskar Bjarni en bætir við að úrslitakeppnin vilji stundum vera óútreiknanlegt. „En það þýðir samt ekki að maður eigi einfaldlega að sætta sig við svona frammistöðu,“ bætir þjálfarinn við.Ákall til Valsmanna Nokkur umræða hefur skapast um þann stuðning sem liðin hafa fengið og hefur hann verið mismikill. Stuðningsmannahópar ÍBV og Aftureldingar hafa verið afar áberandi og þá hafa Haukar bætt í eftir því sem nær líður vori. Valsmenn hafa dregist aftur úr í þessum efnum og það viðurkennir Óskar Bjarni fúslega. „Þeir mættu vera aðeins fleiri frá okkur. En þeir sem koma eru mjög duglegir og láta mikið í sér heyra. Mér fannst ég til dæmis heyra meira í okkar fáu Valsmönnum á leik tvö gegn Aftureldingu en þeim fjölmörgu Mosfellingum sem voru á leiknum,“ segir Óskar Bjarni. „Þetta er ákall til Valsmanna. Ef þeir vilja að við komumst í úrslitin þá verða þeir að fjölmenna á leikinn og styðja okkur. Oft hefur maður það á tilfinningunni að mönnum þyki sjálfgefið að vinna oddaleik í fimm leikja seríu. Svo er spurning hvort einhver nenni að koma eftir þessa hörmung á laugardaginn,“ segir Óskar Bjarni en hann hrósar þeim hópi harðkjarna stuðningsmanna Vals sem fylgir liðinu allt frá Reykjavíkurmóti fram í lokaúrslitin. „Það eru okkar menn. En auðvitað vildum við að þeir væru fleiri í þeim hópi. Það er augljóst að það þarf að gera átak í þeim málum.“ Óskar Bjarni nefnir sem dæmi að Valur varð bikarmeistari eftir vel heppnaða úrslitahelgi í Laugardalshöllinni. „Svo voru fjórtán manns í stúkunni í næsta leik í deildinni. Stundum verður maður að sýna stuðninginn í verki líka,“ segir hann.Ekki múkk úr stúkunni Óskar Bjarni vill að meira verði gert til að búa til öflugan kjarna af „gallhörðum“ stuðningsmönnum og nefnir til að mynda hvernig stemningin var á leik Vals og Fjölnis í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. „Það var ágætlega mætt en það heyrðist ekki múkk úr stúkunni. Þetta er áhyggjuefni og félagið þarf að fara í naflaskoðun. Allir þurfa að róa í sömu átt og vekja áhuga á félaginu – leikmenn, stjórnarmenn og líka hinn almenni Valsari. Allir gerum við kröfu um að Valur sé í fremstu röð og þá þarf að vinna vel í þessum málum. Þetta er áhyggjuefni miðað við núverandi stöðu mála.“ Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30 í Valshöllinni. Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Það er komið að ögurstundu fyrir Val og Aftureldingu í Olísdeild karla en þessi lið mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Sigurvegari rimmunnar mætir ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum Haukum í lokaúrslitunum. Valur hafnaði í öðru sæti Olísdeildarinnar í vor og fær því að spila oddaleikinn á sínum heimavelli. Valsmenn fengu hins vegar þungan skell í síðasta leik er þeir töpuðu fyrir Mosfellingum með þrettán marka mun, 29-16. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er búinn að skoða leikinn vel og niðurstaðan er einföld að hans sögn. „Það er eiginlega allt sem var lélegt hjá okkur á meðan þeir voru öflugir. Það er mikil breyting frá fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem gáfu líklega betri mynd af liðunum,“ segir Óskar Bjarni. „Við náðum aldrei að svara fyrir okkur í leiknum. Nú reynir á strákana – að þeir sýni úr hverju þeir eru gerðir og að þeir svari fyrir sig á réttan hátt í þessum leik.“ Hann segir leikmenn sína vitanlega hafa verið svekktir yfir niðurstöðunni og frammistöðunni í leiknum. „Menn eru fúlir og skammast sín. En svo þarf að vinna í því að koma mönnum aftur upp á tærnar og hrista aðeins upp í mannskapnum. Við þurfum að gæta okkur að hugsa um hvernig við ætlum að spila og gera réttu hlutina,“ segir Óskar Bjarni en bætir við að úrslitakeppnin vilji stundum vera óútreiknanlegt. „En það þýðir samt ekki að maður eigi einfaldlega að sætta sig við svona frammistöðu,“ bætir þjálfarinn við.Ákall til Valsmanna Nokkur umræða hefur skapast um þann stuðning sem liðin hafa fengið og hefur hann verið mismikill. Stuðningsmannahópar ÍBV og Aftureldingar hafa verið afar áberandi og þá hafa Haukar bætt í eftir því sem nær líður vori. Valsmenn hafa dregist aftur úr í þessum efnum og það viðurkennir Óskar Bjarni fúslega. „Þeir mættu vera aðeins fleiri frá okkur. En þeir sem koma eru mjög duglegir og láta mikið í sér heyra. Mér fannst ég til dæmis heyra meira í okkar fáu Valsmönnum á leik tvö gegn Aftureldingu en þeim fjölmörgu Mosfellingum sem voru á leiknum,“ segir Óskar Bjarni. „Þetta er ákall til Valsmanna. Ef þeir vilja að við komumst í úrslitin þá verða þeir að fjölmenna á leikinn og styðja okkur. Oft hefur maður það á tilfinningunni að mönnum þyki sjálfgefið að vinna oddaleik í fimm leikja seríu. Svo er spurning hvort einhver nenni að koma eftir þessa hörmung á laugardaginn,“ segir Óskar Bjarni en hann hrósar þeim hópi harðkjarna stuðningsmanna Vals sem fylgir liðinu allt frá Reykjavíkurmóti fram í lokaúrslitin. „Það eru okkar menn. En auðvitað vildum við að þeir væru fleiri í þeim hópi. Það er augljóst að það þarf að gera átak í þeim málum.“ Óskar Bjarni nefnir sem dæmi að Valur varð bikarmeistari eftir vel heppnaða úrslitahelgi í Laugardalshöllinni. „Svo voru fjórtán manns í stúkunni í næsta leik í deildinni. Stundum verður maður að sýna stuðninginn í verki líka,“ segir hann.Ekki múkk úr stúkunni Óskar Bjarni vill að meira verði gert til að búa til öflugan kjarna af „gallhörðum“ stuðningsmönnum og nefnir til að mynda hvernig stemningin var á leik Vals og Fjölnis í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. „Það var ágætlega mætt en það heyrðist ekki múkk úr stúkunni. Þetta er áhyggjuefni og félagið þarf að fara í naflaskoðun. Allir þurfa að róa í sömu átt og vekja áhuga á félaginu – leikmenn, stjórnarmenn og líka hinn almenni Valsari. Allir gerum við kröfu um að Valur sé í fremstu röð og þá þarf að vinna vel í þessum málum. Þetta er áhyggjuefni miðað við núverandi stöðu mála.“ Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30 í Valshöllinni.
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira