Hætta á að börn efnaminni foreldra bíði lengur eftir heilbrigðisþjónustu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2016 20:15 Sérstök hætta er á að börn efnaminni foreldra þurfi að bíða lengur eftir heilbrigðisþjónustu með tilkomu nýs greiðsluþátttökukerfis, að mati umboðsmanns barna, þar sem foreldrarnir hafa ekki tök á að leita til sérfræðilækna án tilvísunar. Þá leggjast læknar gegn frumvarpinu. Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umsagnar frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþáttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Fjölmargar athugasemdir hafa borist við frumvarpið meðal annars frá Læknafélagi Íslands. „Ákveðinn hluti sjúklinga, við vitum ekki alveg hver stór en það virðist vera samt töluverður hluti þeirra sem leita eftir þjónustu, að þeir verði fyrir töluvert auknum útgjöldum. Maður veit ekki hvaða áhrif það hefur hvort að fólk muni þá draga þá að leita sér þjónustu, lágtekjufólk, vegna þess að það leitir í auknum kostnaði. Það mun leiða til aukinna heilbrigðisútgjalda síðar,“ segir Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands. Þá gera hjúkrunarfræðingar einnig athugasemdir við frumvarpið svo og Sjúkratryggingar Íslands, Talmeinafræðingar og umboðsmaður barna svo nokkrir séu nefndir. Í athugasemd sinni segir umboðsmaður barna að ætla megi að tilvísanakerfi sem lagt verður á með frumvarpinu geti orðið til þess að börn þurfi að bíða lengur eftir þjónustu. Sérstök hætta sé á því að börn efnaminni foreldra þurfi að bíða eftir þjónustu, þar sem foreldrar þeirra hafa ekki tök á því að leita til sérfræðilækna án tilvísunar. Læknafélagið leggst eindregið í umsögn sinni að frumvarpið verði samþykkt óbreytt „Einfaldasta leiðin hefði kannski verið að gera breytingu á núverandi kerfi sem fæli það einfaldlega í sér að það lendi enginn í því að greiða hærri upphæð enn einhverja tiltekna,“ segir Þorbjörn. Þannig væri bara sett greiðsluþak inni í núverandi kerfi sem væri á bilinu 100 til 150 þúsund. „Það auðvitað útgrefur það að ríkissjóður eða Sjúkratryggingar þyrftu að leggja fram aukið fé,“ segir Þorbjörn. Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Sérstök hætta er á að börn efnaminni foreldra þurfi að bíða lengur eftir heilbrigðisþjónustu með tilkomu nýs greiðsluþátttökukerfis, að mati umboðsmanns barna, þar sem foreldrarnir hafa ekki tök á að leita til sérfræðilækna án tilvísunar. Þá leggjast læknar gegn frumvarpinu. Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umsagnar frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþáttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Fjölmargar athugasemdir hafa borist við frumvarpið meðal annars frá Læknafélagi Íslands. „Ákveðinn hluti sjúklinga, við vitum ekki alveg hver stór en það virðist vera samt töluverður hluti þeirra sem leita eftir þjónustu, að þeir verði fyrir töluvert auknum útgjöldum. Maður veit ekki hvaða áhrif það hefur hvort að fólk muni þá draga þá að leita sér þjónustu, lágtekjufólk, vegna þess að það leitir í auknum kostnaði. Það mun leiða til aukinna heilbrigðisútgjalda síðar,“ segir Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands. Þá gera hjúkrunarfræðingar einnig athugasemdir við frumvarpið svo og Sjúkratryggingar Íslands, Talmeinafræðingar og umboðsmaður barna svo nokkrir séu nefndir. Í athugasemd sinni segir umboðsmaður barna að ætla megi að tilvísanakerfi sem lagt verður á með frumvarpinu geti orðið til þess að börn þurfi að bíða lengur eftir þjónustu. Sérstök hætta sé á því að börn efnaminni foreldra þurfi að bíða eftir þjónustu, þar sem foreldrar þeirra hafa ekki tök á því að leita til sérfræðilækna án tilvísunar. Læknafélagið leggst eindregið í umsögn sinni að frumvarpið verði samþykkt óbreytt „Einfaldasta leiðin hefði kannski verið að gera breytingu á núverandi kerfi sem fæli það einfaldlega í sér að það lendi enginn í því að greiða hærri upphæð enn einhverja tiltekna,“ segir Þorbjörn. Þannig væri bara sett greiðsluþak inni í núverandi kerfi sem væri á bilinu 100 til 150 þúsund. „Það auðvitað útgrefur það að ríkissjóður eða Sjúkratryggingar þyrftu að leggja fram aukið fé,“ segir Þorbjörn.
Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira