Íslenski boltinn

Enginn skorað meira í bikarleik í fjögur ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berserkir stilltu sér upp fyrir leikinn.
Berserkir stilltu sér upp fyrir leikinn. Mynd/Fésbókarsíða Berserkja
Karel Sigurðsson skoraði sjö mörk í bikarsigri Berserkja í lokaleik 1. umferðar Borgunarbikars karla í fótbolta í gærkvöldi.

Berserkir unnu þá 15-0 sigur á Afríku á Víkingsvellinum eftir að hafa verið 4-0 yfir í hálfleik.

Karel Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark á lokamínútu fyrri hálfleiksins og bætti síðan við sex mörkum í seinni hálfleik þar af fjórum þeirra á síðustu tíu mínútum leiksins.

Víkingar voru 7-0 yfir þegar Afríkumenn misstu Gabriel Enrique Pardo Vera af velli með rautt spjald á 59. mínútu leiksins.

Einar Guðnason skoraði tvö af þremur mörkum sínum í fyrri hálfleik og Kristján Andrésson skoraði líka í báðum hálfleikjum.

Aðrir markaskorarar Berserkja voru þeir Kormákur Marðarson, Jason Már Bergsteinsson og Jón Steinar Ágústsson.

Karel Sigurðsson er fyrsti leikmaðurinn í fögur ár sem þær að skora sjö mörk í bikarleik en Viktor Smári Segatta skoraði 10 mörk fyrir Hauka í 31-0 sigri á Snæfelli 16. maí 2012.

Beskerkir mæta Víði í 2. umferð Borgunarbikarsins en þar verður keppt um sæti í 32 liða úrslitunum þar sem Pepsi-deildarliðin koma inn.

Hér má sá markahæstu menn í Borgunarbikarnum til þessa í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×