Trump er einn eftir Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. maí 2016 07:00 Donald Trump sigurviss að loknum forkosningum í Indiana á þriðjudag. Nordicphotos/AFP Repúblikanar sitja væntanlega uppi með Donald Trump sem forsetaframbjóðanda sinn í haust, mörgum helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður fyrir Demókrataflokkinn, segir Trump hafa meira fylgi í Ku Klux Klan samtökunum heldur en í valdakjarna Repúblikanaflokksins. Hún segir hann hafa náð þessum árangri með því að básúna kynþáttahatur, kvenhatur og útlendingahræðslu. Fyrirfram þóttu almennt litlar líkur á því að Trump myndi sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins, en nú þegar mótherjarnir Ted Cruz og John Kasich hafa báðir dregið sig í hlé getur fátt stöðvað Trump. Cruz var búinn að tryggja sér 565 fulltrúa á landsþingi flokksins í júli, Kasich var kominn með 153 og Marco Rubio með 173. Fastlega má búast við að einhverjir þeirra greiði Trump atkvæði sitt. Trump er hins vegar kominn með 1.047 og þarf ekki nema 230 til viðbótar. Honum er svo spáð góðum sigri í Kaliforníu og New Jersey að það eitt ætti að tryggja honum sigurinn. „Maðurinn er algerlega siðlaus,” sagði Cruz á þriðjudaginn, þegar kosið var í Indiana, og líkti Trump við óþokkann Biff Tannen úr bíómyndunum Aftur til framtíðar. Þegar úrslitin lágu fyrir um kvöldið sagðist Cruz draga sig í hlé og í gær gerði John Kasich hið sama. Sjálfur er Cruz reyndar sagður vera harla vafasamur persónuleiki, og Trump tók óspart þátt í þeirri gagnrýni: „Hann er andstyggilegur náungi,“ sagði Trump um Cruz áður en forkosningar flokkanna hófust. „Engum líkar við hann.” Í Demókrataflokknum þykir Hillary Clinton nánast örugg með útnefningu, þótt Bernie Sanders hafi unnið óvæntan sigur í Indiana. „Ég veit að öll gáfnaljósin héldu að við ættum að tapa, en það er greinilega ekki sú niðurstaða sem íbúarnir í Indiana komust að,“ sagði Sanders þegar ljóst var að hann hafði sigrað Clinton með miklum yfirburðum á þriðjudaginn. „Mér skilst að Clinton haldi að baráttunni sé lokið, en ég er með slæmar fréttir handa henni,“ sagði hann og er staðráðinn í að halda ótrauður áfram.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Repúblikanar sitja væntanlega uppi með Donald Trump sem forsetaframbjóðanda sinn í haust, mörgum helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður fyrir Demókrataflokkinn, segir Trump hafa meira fylgi í Ku Klux Klan samtökunum heldur en í valdakjarna Repúblikanaflokksins. Hún segir hann hafa náð þessum árangri með því að básúna kynþáttahatur, kvenhatur og útlendingahræðslu. Fyrirfram þóttu almennt litlar líkur á því að Trump myndi sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins, en nú þegar mótherjarnir Ted Cruz og John Kasich hafa báðir dregið sig í hlé getur fátt stöðvað Trump. Cruz var búinn að tryggja sér 565 fulltrúa á landsþingi flokksins í júli, Kasich var kominn með 153 og Marco Rubio með 173. Fastlega má búast við að einhverjir þeirra greiði Trump atkvæði sitt. Trump er hins vegar kominn með 1.047 og þarf ekki nema 230 til viðbótar. Honum er svo spáð góðum sigri í Kaliforníu og New Jersey að það eitt ætti að tryggja honum sigurinn. „Maðurinn er algerlega siðlaus,” sagði Cruz á þriðjudaginn, þegar kosið var í Indiana, og líkti Trump við óþokkann Biff Tannen úr bíómyndunum Aftur til framtíðar. Þegar úrslitin lágu fyrir um kvöldið sagðist Cruz draga sig í hlé og í gær gerði John Kasich hið sama. Sjálfur er Cruz reyndar sagður vera harla vafasamur persónuleiki, og Trump tók óspart þátt í þeirri gagnrýni: „Hann er andstyggilegur náungi,“ sagði Trump um Cruz áður en forkosningar flokkanna hófust. „Engum líkar við hann.” Í Demókrataflokknum þykir Hillary Clinton nánast örugg með útnefningu, þótt Bernie Sanders hafi unnið óvæntan sigur í Indiana. „Ég veit að öll gáfnaljósin héldu að við ættum að tapa, en það er greinilega ekki sú niðurstaða sem íbúarnir í Indiana komust að,“ sagði Sanders þegar ljóst var að hann hafði sigrað Clinton með miklum yfirburðum á þriðjudaginn. „Mér skilst að Clinton haldi að baráttunni sé lokið, en ég er með slæmar fréttir handa henni,“ sagði hann og er staðráðinn í að halda ótrauður áfram.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira