Trump sá eini sem eftir er í kapphlaupi Repúblikana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2016 23:00 Donald Trump virðist vera búinn að tryggja sér útnefninguna. John Kasich, ríkisstjóri Ohio, tilkynnti í kvöld opinberlega að hann væri hættur við að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum Bandaríkjanna sem haldnar verða í nóvember. Kasich hafði aðeins unnið sigur í forkosningum Repúblikana í heimaríki sínu Ohio og hafði honum mistekist að halda í við Trump og Ted Cruz. Kasich vonaðist þó til þess að geta barist fyrir útnefningu sinni á flokksþingi Repúblikana í júlí. Það féll þó um sjálft sig eftir yfirburðasigur Trumop í Indiana-ríki þar sem hann nældi sér í alla 57 fulltrúa fylkisins. Sigurinn gerði það að verkum að Ted Cruz dró framboð sitt til baka í gær og þá stóð Kasich einn eftir á móti Donald Trump í keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins. Fátt sem ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaframbjóðandi Repúblikana-flokksins í væntanlegum kosningum þar sem hann mun að öllum líkindum mæta Hillary Clinton. Eftir á að kjósa í níu ríkjum Bandaríkjanna en þar sem Trump er einn eftir í framboði eru þær forkosningar sem framundan eru nánast formsatriði. Trump þarf 1.247 kjörmenn til þess að tryggja sér útnefningu Repúblikana-flokksins en hann er nú með stuðning 1.053 kjörmanna. Síðustu forkosningarnar fara fram 7. júní þegar kosið verður samtímis í fimm ríkjum, þar á meðal Kaliforníu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sigurvegari í Indiana: Tilnefning Repúblikana gott sem gulltryggð Útgönguspár benda til þess að Trump verði kominn með um það bil 1049 kjörmenn í fyrramálið. 3. maí 2016 23:20 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Allar líkur á að Kasich sé hættur í kapphlaupinu við Trump Tilnefning Repúblikanaflokkins virðist liggja fyrir þar sem allir andstæðingar Trump hafa sagt sig úr leik. 4. maí 2016 16:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
John Kasich, ríkisstjóri Ohio, tilkynnti í kvöld opinberlega að hann væri hættur við að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum Bandaríkjanna sem haldnar verða í nóvember. Kasich hafði aðeins unnið sigur í forkosningum Repúblikana í heimaríki sínu Ohio og hafði honum mistekist að halda í við Trump og Ted Cruz. Kasich vonaðist þó til þess að geta barist fyrir útnefningu sinni á flokksþingi Repúblikana í júlí. Það féll þó um sjálft sig eftir yfirburðasigur Trumop í Indiana-ríki þar sem hann nældi sér í alla 57 fulltrúa fylkisins. Sigurinn gerði það að verkum að Ted Cruz dró framboð sitt til baka í gær og þá stóð Kasich einn eftir á móti Donald Trump í keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins. Fátt sem ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaframbjóðandi Repúblikana-flokksins í væntanlegum kosningum þar sem hann mun að öllum líkindum mæta Hillary Clinton. Eftir á að kjósa í níu ríkjum Bandaríkjanna en þar sem Trump er einn eftir í framboði eru þær forkosningar sem framundan eru nánast formsatriði. Trump þarf 1.247 kjörmenn til þess að tryggja sér útnefningu Repúblikana-flokksins en hann er nú með stuðning 1.053 kjörmanna. Síðustu forkosningarnar fara fram 7. júní þegar kosið verður samtímis í fimm ríkjum, þar á meðal Kaliforníu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sigurvegari í Indiana: Tilnefning Repúblikana gott sem gulltryggð Útgönguspár benda til þess að Trump verði kominn með um það bil 1049 kjörmenn í fyrramálið. 3. maí 2016 23:20 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Allar líkur á að Kasich sé hættur í kapphlaupinu við Trump Tilnefning Repúblikanaflokkins virðist liggja fyrir þar sem allir andstæðingar Trump hafa sagt sig úr leik. 4. maí 2016 16:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Trump sigurvegari í Indiana: Tilnefning Repúblikana gott sem gulltryggð Útgönguspár benda til þess að Trump verði kominn með um það bil 1049 kjörmenn í fyrramálið. 3. maí 2016 23:20
Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22
Allar líkur á að Kasich sé hættur í kapphlaupinu við Trump Tilnefning Repúblikanaflokkins virðist liggja fyrir þar sem allir andstæðingar Trump hafa sagt sig úr leik. 4. maí 2016 16:39