Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, verður ekki meira með Swansea á þessu tímabili vegna meiðsla en þetta kom fram í máli Francesco Guidolin, knattspyrnustjóra liðsins, á fréttamannafundi í dag.
Velska tvíeykið Ashley Williams, fyrirliði Swansea, og Neil Taylor, verður heldur ekki með um helgina. Taylor glímir við meiðsli í nára en Gylfi er sagður meiddur á öxl.
Báðir þurfa sjúkrameðferð vegna meiðsla sinna að sögn Ítalans og verða ekki meira með á tímabilinu. Williams er einnig mjög þreyttur eftir að spila hverja einustu mínútu fyrir Swansea á tímabilinu.
Williams, Taylor og Gylfi Þór verða allir með liðum sínum á Evrópumótinu í sumar en íslenski hópurinn verður tilkynntur á mánudaginn. Markvörðurinn Lukasz Fabianski spilar væntanlega gegn West Ham um helgina en hann fer einnig á EM með Póllandi.
Gylfi meiddur og spilar ekki meira með Swansea
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
