Þegar fjöll og fossar þurfa rödd – Andri Snær í forsetaembættið Soffía Vagnsdóttir skrifar 6. maí 2016 11:09 „Fjöllin hafa vakað í þúsund ár“ – og gott betur. Að veita athygli því sem veitir okkur lífið, náttúrunni sjálfri, er hollt fyrir okkur öll. Ef við ímyndum okkur að náttúran okkar þurfi brátt að mæla og koma til okkar mikilvægum skilaboðum, hver yrðu þau? Íslensk náttúra er eitt allsherjar listaverk, málað í stórkostlegum litbrigðum sem skipta litum eftir árstíðum og veðri. Við þurfum að standa vörð um náttúru og náttúruauðlindir, að muna að við sem nú búum hér og nýtum landið, eigum þeim skyldum að gegna að tryggja að komandi kynslóðir eigi sömu valkosti til búsetu og við og jafnvel betri. Og til þess þurfum við að nýta sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem í okkur býr. Við þurfum að auka samræðu um nýsköpun, finna leiðir til orkusparnaðar, ígrunda kröfur okkar um veraldleg gæði, og huga að endurnýtingu og samnýtingu á ýmsu. Við þurfum að styrkja lýðræðislega hugsun og samræðu þar sem allar hugmyndir og skoðanir fá að hljóma án þess þó að til átaka komi og geta rætt okkur til farsællar niðurstöðu í mikilvægum málum. Andri Snær Magnason býður sig nú fram til embættis forseta Íslands. Hann hefur um langa hríð lagt sitt á vogarskálarnar til að tala fyrir fjöllin og fossana. Hann hefur í ræðu og riti talað fyrir varkárni í nýtinu auðlinda og fremur hvatt til virkjunar hugaraflsins/ímyndunaraflsins til auðlindasköpunar. Það eru ekki mörg ár síðan fáir höfðu trú á ferðamennsku, kvikmyndabransa, tónlistarauðlind eða íslenskum bókmenntum á heimsmarkaði. „Hér verður ekkert annað en fiskur og svo kannski álframleiðsla eða olíuhreinsistöð í fallegum firði“, sögðu menn. Nú hefur annað komið á daginn. Arnaldur og Yrsa seljast út um víða veröld, Baltasar kominn til Hollywood og ferðaþjónusta er orðin stærsta atvinnugreinin þar sem íslensk náttúra er aðal aðdráttaraflið. Andri Snær Magnason hefur líka skrifað frábærar bækur með mikilvægum boðskap fyrir börn sem fræða þau m.a. um umhverfi og náttúru og virðingu fyrir henni. Andri Snær hefur sagt að hann vilji beita embætti forseta Íslands til að tala fyrir þessum mikilvægu þáttum, náttúru, menningu og lýðræði. Það þarf nýja hugsun í alla valdastóla þar sem spilling og hagsmunatengsl heyra sögunni til. Það þarf vettvang við opna samræðu. Andri Snær vill beita sér í embætti forseta af hreinum vilja til að skapa heilbrigðara og lýðræðislegra samfélag þar sem fjölmenning og frjó hugsun fá notið sín. Það er mjög mikilvægt að hann fá til þess góða kosningu. Það er hugsun inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
„Fjöllin hafa vakað í þúsund ár“ – og gott betur. Að veita athygli því sem veitir okkur lífið, náttúrunni sjálfri, er hollt fyrir okkur öll. Ef við ímyndum okkur að náttúran okkar þurfi brátt að mæla og koma til okkar mikilvægum skilaboðum, hver yrðu þau? Íslensk náttúra er eitt allsherjar listaverk, málað í stórkostlegum litbrigðum sem skipta litum eftir árstíðum og veðri. Við þurfum að standa vörð um náttúru og náttúruauðlindir, að muna að við sem nú búum hér og nýtum landið, eigum þeim skyldum að gegna að tryggja að komandi kynslóðir eigi sömu valkosti til búsetu og við og jafnvel betri. Og til þess þurfum við að nýta sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem í okkur býr. Við þurfum að auka samræðu um nýsköpun, finna leiðir til orkusparnaðar, ígrunda kröfur okkar um veraldleg gæði, og huga að endurnýtingu og samnýtingu á ýmsu. Við þurfum að styrkja lýðræðislega hugsun og samræðu þar sem allar hugmyndir og skoðanir fá að hljóma án þess þó að til átaka komi og geta rætt okkur til farsællar niðurstöðu í mikilvægum málum. Andri Snær Magnason býður sig nú fram til embættis forseta Íslands. Hann hefur um langa hríð lagt sitt á vogarskálarnar til að tala fyrir fjöllin og fossana. Hann hefur í ræðu og riti talað fyrir varkárni í nýtinu auðlinda og fremur hvatt til virkjunar hugaraflsins/ímyndunaraflsins til auðlindasköpunar. Það eru ekki mörg ár síðan fáir höfðu trú á ferðamennsku, kvikmyndabransa, tónlistarauðlind eða íslenskum bókmenntum á heimsmarkaði. „Hér verður ekkert annað en fiskur og svo kannski álframleiðsla eða olíuhreinsistöð í fallegum firði“, sögðu menn. Nú hefur annað komið á daginn. Arnaldur og Yrsa seljast út um víða veröld, Baltasar kominn til Hollywood og ferðaþjónusta er orðin stærsta atvinnugreinin þar sem íslensk náttúra er aðal aðdráttaraflið. Andri Snær Magnason hefur líka skrifað frábærar bækur með mikilvægum boðskap fyrir börn sem fræða þau m.a. um umhverfi og náttúru og virðingu fyrir henni. Andri Snær hefur sagt að hann vilji beita embætti forseta Íslands til að tala fyrir þessum mikilvægu þáttum, náttúru, menningu og lýðræði. Það þarf nýja hugsun í alla valdastóla þar sem spilling og hagsmunatengsl heyra sögunni til. Það þarf vettvang við opna samræðu. Andri Snær vill beita sér í embætti forseta af hreinum vilja til að skapa heilbrigðara og lýðræðislegra samfélag þar sem fjölmenning og frjó hugsun fá notið sín. Það er mjög mikilvægt að hann fá til þess góða kosningu. Það er hugsun inn í framtíðina.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar