Frestur til formannsframboðs rennur út á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2016 14:46 Frestur til að skila inn framboðum til embættis formanns Samfylkingarinnar rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji með taka þátt í formannskjörinu. Tveir frambjóðendur hafa nú þegar skilað inn framboðum sínum. Fimm hafa tilkynnt opinberlega að þau sækist eftir embætti formanns Samfylkingarinnar sem kosið verður til í almennri kosningu innan flokksins fyrir landsfund hans sem hefst hinn 3. júní. Það eru þau Árni Páll Árnason núverandi formaður, Oddný G. Harðardóttir þingmaður, Helgi Hjörvar þingflokksformaður, Magnús Orri Schram varaþingmaður og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins segir formleg framboð þegar hafa borist skrifstofu flokksins. „Það hafa tvö framboð borist nú þegar. Frá Oddnýu G. Harðardóttur og Helga Hjörvar. Aðrir hafa til hádegis á morgun til að skila inn framboðum. Það þarf að afhenda undirskriftir tuttugu félagsmanna í hverju kjördæmi. Samtals hundrað og tuttugu,“ segir Kristján Guy. Kosningin sjálf hefjist síðan 28. maí og standi til hádegis hinn 3. júní. En það er fyrri dagur þessa landsfundar sem boðað var til áður en lög flokksins gerðu ráð fyrir næsta reglulega landsfundi sem átti ekki að vera fyrr en snemma á næsta ári, sem undir venjulegum kringumstæðum hefði átt að vera kosningaár til Alþingis. En ríkisstjórnin ákvað eins og flestum er kunnugt að flýta kosningum fram á næsta haust. Allir skráðir félagsmenn í Samfylkingunni kjósa næsta formann. „Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn þar sem allir félagsmenn geta valið formann í allsherjar atkvæðagreiðslu. Þannig að það eru allir félagsmenn í flokknum þegar kjörskrá lokar,“ segir Kristján Guy. En kjörskrá verður lokað á hádegi á morgun.Uppfært klukkan 16:16Árni Páll Árnason hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka. Alþingi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Sjá meira
Frestur til að skila inn framboðum til embættis formanns Samfylkingarinnar rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji með taka þátt í formannskjörinu. Tveir frambjóðendur hafa nú þegar skilað inn framboðum sínum. Fimm hafa tilkynnt opinberlega að þau sækist eftir embætti formanns Samfylkingarinnar sem kosið verður til í almennri kosningu innan flokksins fyrir landsfund hans sem hefst hinn 3. júní. Það eru þau Árni Páll Árnason núverandi formaður, Oddný G. Harðardóttir þingmaður, Helgi Hjörvar þingflokksformaður, Magnús Orri Schram varaþingmaður og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins segir formleg framboð þegar hafa borist skrifstofu flokksins. „Það hafa tvö framboð borist nú þegar. Frá Oddnýu G. Harðardóttur og Helga Hjörvar. Aðrir hafa til hádegis á morgun til að skila inn framboðum. Það þarf að afhenda undirskriftir tuttugu félagsmanna í hverju kjördæmi. Samtals hundrað og tuttugu,“ segir Kristján Guy. Kosningin sjálf hefjist síðan 28. maí og standi til hádegis hinn 3. júní. En það er fyrri dagur þessa landsfundar sem boðað var til áður en lög flokksins gerðu ráð fyrir næsta reglulega landsfundi sem átti ekki að vera fyrr en snemma á næsta ári, sem undir venjulegum kringumstæðum hefði átt að vera kosningaár til Alþingis. En ríkisstjórnin ákvað eins og flestum er kunnugt að flýta kosningum fram á næsta haust. Allir skráðir félagsmenn í Samfylkingunni kjósa næsta formann. „Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn þar sem allir félagsmenn geta valið formann í allsherjar atkvæðagreiðslu. Þannig að það eru allir félagsmenn í flokknum þegar kjörskrá lokar,“ segir Kristján Guy. En kjörskrá verður lokað á hádegi á morgun.Uppfært klukkan 16:16Árni Páll Árnason hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka.
Alþingi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Sjá meira