Hafsteinn Briem, miðjumaður ÍBV, var öskuvondur þegar Vísir ræddi við hann eftir 2-0 tapleik Eyjamenn gegn Fjölni í dag.
Hann var ánægður með byrjun sinna manna en alls ekki með seinni hálfleikinn og sérstaklega ekki með viðbrögð liðsins eftir fyrra mar Fjölnis.
"Við vorum að halda ágætlega í fyrri hálfleik og þeir ekkert að skapa sér. En svo gerist eitthvað þegar þeir skora. Við gátum ekki einu sinni sýnt karakater til að koma til baka sem er ekki nógu gott," sagði Hafsteinn draugfúll en Eyjamenn unnu stórsigur gegn Skaganum í fyrstu umferðinni.
"Við unnum leikinn í fyrstu umferð 4-0 og höldum að við séum orðnir einhverjir kallar. Það er bara ekki þannig. Það gengur ekkert að mæta á útivöll svona. Við þurfum að fara að rífa okkur upp á útivöllum. Það er ekki boðlegt að mæta eins og aumingjar," sagði Hafsteinn.
ÍBV safnaði ekki nema fjórum stigum á útivöllum í fyrra og ekki byrjar það vel þetta sumarið.
"Mér fannst við vera mjög vel undirbúnir og við töluðum eins og við værum klárir í leikinn en svo erum við allt og langt frá þeim og alltof langt á milli lína. Stundum gengur þetta ekki og þetta var einn af þeim dögum," sagði Hafsteinn Briem.
Hafsteinn: Óboðlegt að mæta eins og aumingjar

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 2-0 | Pedersen afgreiddi Eyjamenn
Fjölnir vann frábæran heimasigur á ÍBV, 2-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Liðið er því í efsta sæti deildarinnar með sex stig eftir tvær umferðir.

Ágúst: Væri milljónamæringur ef þetta væri eitthvað lottó
Gæði erlendu leikmanna Fjölnis er engin heppni en einn þeirra skoraði tvö í dag.