Ágúst: Væri milljónamæringur ef þetta væri eitthvað lottó Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2016 18:46 Ágúst Þór Gylfason valdi erlendu leikmennina vel. vísir/ernir Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, var eðlilega kampakátur með 2-0 sigur sinna manna gegn ÍBV í fyrsta leik 2. umferðar Pepsi-deildar karla. Fjölnir er á toppi deildarinnar með fullt hús eftir tvo sigra en liðið er aðeins búið að fá á sig eitt mark. Leikurinn byrjaði þó ekki fallega í dag. "Þetta var mikið basl í fyrri hálfleik enda tvö jöfn lið og mikið um stöðubaráttur. Undir lokin sýndum við góð gæði og náðum að klára þetta vel. Ég er gríðarlega ánægður með strákana," sagði Ágúst en vallarskilyrði í dag voru ekki góð. "Maður getur ekki falið sig á bakvið völlinn en þetta var erfitt og lítið um færi. Við sýndum gæði og stýrðum leiknum til okkar síðustu 20-30 mínúturnar. Mér fannst Eyjamennirnir svolítið þreyttir þannig við gengum á lagið og settum tvö mörk," sagði hann. Ágúst fékk til sín sex erlenda leikmenn fyrir tímabilið og var orðið útlendingalottó notað um Fjölnisliðið enda óvíst hversu góðu verki þessir menn myndu skila. Þeir eru flestir að spila stórvel og þá sérstaklega Martin Lund Pedersen sem skoraði tvö mörk í dag. "Ég væri orðinn milljónamæringur ef þetta væri eitthvað lottó hjá okkur. Við leggjum mikla vinnu í leikmennina sem við fáum. Þetta eru vel valdir leikmenn og eru að sýna það í fyrstu tveimur leikjunum að þetta var ekkert lottó," sagði Ágúst. "Það eru samt bara tveir leikir búnir. Við erum með fullt hús en það er nóg eftir af mótinu. Við þurfum að vinna fleiri leiki til að gera eitthvað í þessu," sagði Ágúst Þór Gylfason. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 2-0 | Pedersen afgreiddi Eyjamenn Fjölnir vann frábæran heimasigur á ÍBV, 2-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Liðið er því í efsta sæti deildarinnar með sex stig eftir tvær umferðir. 7. maí 2016 18:45 Hafsteinn: Óboðlegt að mæta eins og aumingjar Miðjumaður ÍBV er orðinn langþreyttur á slæmu útivallargengi Eyjamanna. 7. maí 2016 18:44 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum Sjá meira
Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, var eðlilega kampakátur með 2-0 sigur sinna manna gegn ÍBV í fyrsta leik 2. umferðar Pepsi-deildar karla. Fjölnir er á toppi deildarinnar með fullt hús eftir tvo sigra en liðið er aðeins búið að fá á sig eitt mark. Leikurinn byrjaði þó ekki fallega í dag. "Þetta var mikið basl í fyrri hálfleik enda tvö jöfn lið og mikið um stöðubaráttur. Undir lokin sýndum við góð gæði og náðum að klára þetta vel. Ég er gríðarlega ánægður með strákana," sagði Ágúst en vallarskilyrði í dag voru ekki góð. "Maður getur ekki falið sig á bakvið völlinn en þetta var erfitt og lítið um færi. Við sýndum gæði og stýrðum leiknum til okkar síðustu 20-30 mínúturnar. Mér fannst Eyjamennirnir svolítið þreyttir þannig við gengum á lagið og settum tvö mörk," sagði hann. Ágúst fékk til sín sex erlenda leikmenn fyrir tímabilið og var orðið útlendingalottó notað um Fjölnisliðið enda óvíst hversu góðu verki þessir menn myndu skila. Þeir eru flestir að spila stórvel og þá sérstaklega Martin Lund Pedersen sem skoraði tvö mörk í dag. "Ég væri orðinn milljónamæringur ef þetta væri eitthvað lottó hjá okkur. Við leggjum mikla vinnu í leikmennina sem við fáum. Þetta eru vel valdir leikmenn og eru að sýna það í fyrstu tveimur leikjunum að þetta var ekkert lottó," sagði Ágúst. "Það eru samt bara tveir leikir búnir. Við erum með fullt hús en það er nóg eftir af mótinu. Við þurfum að vinna fleiri leiki til að gera eitthvað í þessu," sagði Ágúst Þór Gylfason.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 2-0 | Pedersen afgreiddi Eyjamenn Fjölnir vann frábæran heimasigur á ÍBV, 2-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Liðið er því í efsta sæti deildarinnar með sex stig eftir tvær umferðir. 7. maí 2016 18:45 Hafsteinn: Óboðlegt að mæta eins og aumingjar Miðjumaður ÍBV er orðinn langþreyttur á slæmu útivallargengi Eyjamanna. 7. maí 2016 18:44 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 2-0 | Pedersen afgreiddi Eyjamenn Fjölnir vann frábæran heimasigur á ÍBV, 2-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Liðið er því í efsta sæti deildarinnar með sex stig eftir tvær umferðir. 7. maí 2016 18:45
Hafsteinn: Óboðlegt að mæta eins og aumingjar Miðjumaður ÍBV er orðinn langþreyttur á slæmu útivallargengi Eyjamanna. 7. maí 2016 18:44